Bílar

Hundar hafa jákvæð áhrif á aksturslag

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Chihuahua hundur í Trabant 601.
Chihuahua hundur í Trabant 601. Matthias Rietschel

Að aka með hund í bílnum dregur úr streitu og hvetur til öruggari aksturs samkvæmt rannsókn sem unnin var af spænska bílaframleiðandanum SEAT í Bretlandi.

Rúmlega helmingur hundaeigenda eða 54% segjast aka af meiri varkárni þegar hundur þeirra er með í för. Sérstaklega segjast yngri ökumenn fara gætilega þegar þeir eru með hund í bílnum eða um 69% þeirra sem eru á aldrinum 18-24 ára.

Innan við helmingur eldri ökumanna segjast aka af meiri varkárni ef hundur er með í för. 42% þeirra sem eru yfir 55 ára segjast vera varari um sig í umferðinni ef hundur er meðferðis.

Að hafa hund í bílnum hefur einnig jákvæð áhrif á stress. En 35% þeirra sem tóku þátt í rannsókninni segja að þeir séu rólegri undir stýri ef það er hundur í bílnum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×