Bílar

Hundar hafa jákvæð áhrif á aksturslag

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Chihuahua hundur í Trabant 601.
Chihuahua hundur í Trabant 601. Matthias Rietschel

Að aka með hund í bílnum dregur úr streitu og hvetur til öruggari aksturs samkvæmt rannsókn sem unnin var af spænska bílaframleiðandanum SEAT í Bretlandi.

Rúmlega helmingur hundaeigenda eða 54% segjast aka af meiri varkárni þegar hundur þeirra er með í för. Sérstaklega segjast yngri ökumenn fara gætilega þegar þeir eru með hund í bílnum eða um 69% þeirra sem eru á aldrinum 18-24 ára.

Innan við helmingur eldri ökumanna segjast aka af meiri varkárni ef hundur er með í för. 42% þeirra sem eru yfir 55 ára segjast vera varari um sig í umferðinni ef hundur er meðferðis.

Að hafa hund í bílnum hefur einnig jákvæð áhrif á stress. En 35% þeirra sem tóku þátt í rannsókninni segja að þeir séu rólegri undir stýri ef það er hundur í bílnum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.