Sjöfn Vilhelmsdóttir nýr forstöðumaður Landgræðsluskólans Heimsljós 11. maí 2020 16:16 Sjöfn Vilhelmsdóttir. Dr. Sjöfn Vilhelmsdóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns Landgræðsluskólans sem er einn fjögurra skóla sem reknir eru undir merkjum GRÓ – þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu í samstarfi við Mennta-, vísinda- og menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Hlutverk skólans er að þjálfa sérfræðinga frá þróunarríkjum sem glíma við land- og jarðvegseyðingu og neikvæð áhrif loftslagsbreytinga. Frá stofnun skólans árið 2007 hafa 139 sérfræðingar útskrifast úr námi Landgræðsluskólans hér á landi, en jafnframt hafa 124 sérfræðingar tekið þátt í og útskrifast úr námskeiðum sem haldin hafa verið á vettvangi í samstarfslöndum skólans í Afríku og Asíu. Sjöfn Vilhelmsdóttir hefur víðtæka starfsreynslu á sviði alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Hún hefur bæði starfað í Afríkuríkjum og á Íslandi og unnið fyrir stjórnvöld og félagasamtök. Hún starfaði sem forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands á árunum 2015 til 2020. Hún er með doktorspróf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, MA í alþjóðlegum fræðum frá Háskólanum í Denver og BA-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Sjöfn hefur kennt og leiðbeint fjölda nemenda við Landgræðsluskólann frá árinu 2008 og verið fulltrúi í fagráði skólans frá árinu 2016. Hún tekur við starfinu af dr. Hafdísi Hönnu Ægisdóttur sem gegndi starfi forstöðumanns frá 2008. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Vistaskipti Skógrækt og landgræðsla Skóla - og menntamál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent
Dr. Sjöfn Vilhelmsdóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns Landgræðsluskólans sem er einn fjögurra skóla sem reknir eru undir merkjum GRÓ – þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu í samstarfi við Mennta-, vísinda- og menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Hlutverk skólans er að þjálfa sérfræðinga frá þróunarríkjum sem glíma við land- og jarðvegseyðingu og neikvæð áhrif loftslagsbreytinga. Frá stofnun skólans árið 2007 hafa 139 sérfræðingar útskrifast úr námi Landgræðsluskólans hér á landi, en jafnframt hafa 124 sérfræðingar tekið þátt í og útskrifast úr námskeiðum sem haldin hafa verið á vettvangi í samstarfslöndum skólans í Afríku og Asíu. Sjöfn Vilhelmsdóttir hefur víðtæka starfsreynslu á sviði alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Hún hefur bæði starfað í Afríkuríkjum og á Íslandi og unnið fyrir stjórnvöld og félagasamtök. Hún starfaði sem forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands á árunum 2015 til 2020. Hún er með doktorspróf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, MA í alþjóðlegum fræðum frá Háskólanum í Denver og BA-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Sjöfn hefur kennt og leiðbeint fjölda nemenda við Landgræðsluskólann frá árinu 2008 og verið fulltrúi í fagráði skólans frá árinu 2016. Hún tekur við starfinu af dr. Hafdísi Hönnu Ægisdóttur sem gegndi starfi forstöðumanns frá 2008. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Vistaskipti Skógrækt og landgræðsla Skóla - og menntamál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent