Fleiri fréttir

Lærbrotnaði í svifflugi á Kirkjufelli

Ungur karlmaður við svifflug brotnaði á læri og var fluttur með þyrlu úr suðurhlíðum Kirkjufells við Grundarfjörð eftir hádegi í dag. Björgunaraðgerðir gengu með besta móti en um fimmtíu manns komu að þeim.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

85 manns eru nú í sóttkví hér á landi vegna kórónuveirunnar. Fréttamaður okkar verður í beinni útsendingu frá Keflavíkurflugvelli þar sem hann tekur á móti farþegum sem voru að koma frá Verona. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum klukkan 18.30.

Árekstrar á Reykjanesbrautinni

Tveir voru fluttir minniháttar slasaðir á slysadeild eftir árekstur jeppa og bíls á Reykjanesbrautinni nærri Mjóddinni síðdegis í dag.

Ekkert sýni reynst jákvætt

Ekkert þeirra sýna sem rannsökuð hafa verið eftir að íslenskur karlmaður greindist með kórónuveiruna í gær hefur reynst jákvætt fyrir veirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra.

Samþykktu frekari verkföll með miklum meirihluta

Félagsmenn stéttarfélagsins Eflingar sem greiddu atkvæði um verkföll hjá einkareknum skólum og hjá sveitarfélögum öðrum en Reykjavíkurborg samþykktu vinnustöðvanir í atkvæðagreiðslu. Munu vinnustöðvanir að óbreyttu hefjast 9. mars næstkomandi.

Bandarískir hermenn úr landi eftir 14 mánuði

Bandaríkin og bandamenn þeirra heita því að draga allan herafla sinn frá Afghanistan eftir fjórtán mánuði standi Talibanar við loforð sem gefin eru í nýjum samningi sem undirritaður var í dag.

Hóteli á Rauðarárstíg breytt í sóttkví

Ákveðið hefur verið að nýta hótel á Rauðarárstíg sem sóttkví fyrir þau sem mögulega smituð eru af kórónuveirunni. Gestum hótelsins var tilkynnt þetta í morgun og voru þeir fluttir á annað hótel í nágrenninu. Forstjóri Sjúkratrygginga segir ekkert smit hafa komið upp, aðeins sé um varúðarúrræði að ræða.

Fimm handteknir í og við Hvalfjarðargöng

Handtökur lögreglunnar í aðgerðum í og við Hvalfjarðargöng á tíunda tímanum í morgun voru fimm talsins en um fíkniefnamál var að ræða, þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Alvarleg líkamsárás á Kópaskeri

Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um alvarlega líkamsárás á Kópaskeri á tíunda tímanum í gærkvöld. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var eggvopni beitt í árásinni.

Tvö andlát ungmenna vegna ofneyslu lyfja til rannsóknar

Tvö ungmenni hafa látist af völdum ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja á síðustu þremur mánuðum. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar vill auka aðgengi fólks í áhættuhegðun að mótefni sem getur komið í veg fyrir ofneyslu eða jafnvel andláti.

Helmingur Simbabvemanna glímir við matarskort

Óvíða er matvælaöryggi jafnlítið og í Simbabve. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna reynir nú að aðstoða þann helming þessarar fimmtán milljóna manna þjóðar sem er matarþurfi.

Mikill meirihluti fær væg einkenni flensunnar

Fyrsta tilfelli Covid-19 kórónuveirunnar var greint hér á landi í dag. Karlmaður um fimmtugt, sem var á ferðalagi um norður Ítalíu liggur veikur á spítala. Viðbúnaðarstig almannavarna hefur verið hækkað úr óvissustigi í hættustig. Almenningur er beðinn að sýna stillingu og fylgja fyrirmælum yfirvalda.

Brottvísun Maní frestað

Brottvísun íranska trans piltsins Maní Shahidi og fjölskyldu hans hefur verið frestað þar til niðurstaða er komin í endurupptöku á máli þeirra.

Meirihlutinn segir Guðmund hafa ákveðið að hætta

Meirihlutinn í Ísafjarðarbæ segir að Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóra Ísafjarðar, hafi sjálfur ákveðið að hætta. Það hafi hann gert þegar „þörfin var hvað mest fyrir samstöðu“ hjá sveitarfélaginu

Sjá næstu 50 fréttir