Fleiri fréttir

Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi

Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19).

Nýtt verkefni til skoðunar í landgræðslu og sjálfbærri landnýtingu

Til skoðunar er að setja á fót nýtt þróunarsamvinnuverkefni á sviði landgræðslu og sjálfbærrar landnýtingar. Um yrði að ræða samstarfsverkefni Íslands og Norræna þróunarsjóðsins (NDF) í samvinnu við Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP), byggt á grunni samstarfs þessara aðila sem skilað hefur miklum árangri í jarðhitaverkefni í austanverðri Afríku á síðustu árum.

Karlahlaupið blásið af vegna verkfalls Eflingar

Aðstandendur hins svokallaða Karlahlaups Krabbameinsfélags Íslands, sem fram átti að fara á sunnudag, hafa ákveðið að fresta hlaupinu vegna yfirstandandi verkfalls Eflingar í Reykjavíkurborg

Íslendingar á Tenerife-hótelinu koma heim um helgina

Að minnsta kosti hluti þeirra Íslendinga sem hafa verið í sóttkví á hótelinu á Tenerife fá að fara heim til Íslands á sunnudag. Fleiri kórónuveirusmit hafa verið að greinast á Norðurlöndum og segir yfirmaður sýkingavarnadeildar Landspítalans að mikið álag hafi verið á deildinni.

Leggið ykkur fram um að sýna frumkvæði og hafa áhrif

Þór H. Ásgeirsson forstöðumaður Sjávarútvegsskólans útskrifaði 24 nemendur í vikunni. Tólf konur og tólf karlar voru í útskriftarhópnum að þessu sinni, frá tólf löndum í Asíu, Afríku og Karíbahafi. Þór hvatti hópinn til að sýna frumkvæði og hafa áhrif.

Nýr Kia Ceed SW tengiltvinnbíll frumsýndur

Bílaumboðið Askja mun frumsýna nýjan Kia Ceed Sportswagon í tengiltvinn útfærslu í Kia húsinu að Krókhálsi á morgun, laugardag kl 12-16 samkvæmt fréttatilkynningu frá Öskju.

Féll aftur fyrir sig og rotaðist

Tilkynnt var um slys í Grafarvogi á tólfta tímanum í gærkvöldi. Kona féll aftur fyrir sig og er talin hafa rotast við fallið. Konan komst til meðvitundar og var þegar í stað flutt með sjúkrabifreið til aðhlynningar á bráðadeild.

Tilboð Reykjavíkurborgar gott ef rétt reynist

Framkvæmdastjóri Eflingar sagði að loknum fundi samninganefndanna í gær að ringulreið, seinagangur og ósamkvæmni væri í vinnubrögðum borgarinnar og vísar þá til viðtals borgarstjóra í fjölmiðlum í síðustu viku og orða formanns samninganefndar Reykjavíkurborgar þar sem launatölur og launahækkanir voru lagðar fram.

Tvö sýni reyndust neikvæð á Ísafirði

Fimm einstaklingar eru í sóttkví á Ísafirði og voru tveir settir í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Sýni úr báðum reyndust neikvæð og hefur þeim verið sleppt úr einangrun.

Hræðilegt ástand og mestu fólksflutningarnir í sögu stríðsins

Héðinn Halldórsson, upplýsingafulltrúi hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, er kominn að landamærum Tyrklands og Sýrlands. Neyðarástand er á svæðinu enda fólksflutningar frá Sýrlandi nú þeir mestu frá því stríð braust þar út fyrir tæpum áratug.

Fólki með heilaskaða og utanveltu í kerfinu gefin von

Heilabrot, endurhæfingarsetur fyrir fólk með framheilaskaða, kynnti í dag nýtt úrræði til endurhæfingar. Hegðunarvandi er algengt vandamál eftir heilaskaða og getur birst sem óviðeigandi hegðun, skortur á framtakssemi, mótþrói, sjálfskaðandi hegðun og jafnvel ofbeldi.

Foreldrar uggandi vegna áframhaldandi verkfalls

Foreldrar eru uggandi yfir stöðunni í kjaradeilu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í gær. Ekki sér fyrir endann á ótímabundnu verkfalli Eflingar.

Hægt að fara með rusl til Sorpu og nýta önnur úrræði

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru hvattir til að nota önnur úrræði til að nýta öskutunnurnar sem best á meðan sorphirðumenn eru í verkfalli. Sömuleiðis er hægt að fara með tiltekið magn af sorpi beint til Sorpu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við foreldra sem eru uggandi yfir stöðunni í kjaradeilum Eflingar og borgarinnar og segjast skilja illa hvað beri á milli samningsaðila.

Guðni fékk fyrstu Mottumarssokkana

Fyrsta Mottumarssokkapar Krabbameinsfélagsins var fært í hendur Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands á Bessastöðum í dag.

Sjá næstu 50 fréttir