Innlent

Olsen bróðirinn Jørgen Olsen með tónleika á Grímsborgum

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Jørgen Olsen, sem verður með tónleikana á Hótel Grímsborgum 17. og 18. apríl. Niels Olsen er veikur og kemst því ekki til Íslands. Jørgen mun syngja heimsþekkt lög eftir þá Olsen bræður og fleiri, svo sem Bee Gees, Beach Boys, Everly Brothers og Bellamy Brothers. Miðasala fer fram á tix.is og á Hótel Grímsborgum, grimsborgir.is
Jørgen Olsen, sem verður með tónleikana á Hótel Grímsborgum 17. og 18. apríl. Niels Olsen er veikur og kemst því ekki til Íslands. Jørgen mun syngja heimsþekkt lög eftir þá Olsen bræður og fleiri, svo sem Bee Gees, Beach Boys, Everly Brothers og Bellamy Brothers. Miðasala fer fram á tix.is og á Hótel Grímsborgum, grimsborgir.is

Hótel Grímsborgir í Grímsnes og Grafningshreppi hafa fengið Jørgen Olsen, Eurovision sigurverara og annan af Olsen bræðrum til að koma og halda tónleika á hótelinu föstudagskvöldið 17. apríl og laugardagskvöldið 18. apríl næstkomandi.

Tónleikarnir verða haldnir í tilefni af því að nú eru tuttugu ár frá því að Olsen bræður unnu Eurovision keppnina eftirminnilega með laginu „Fly on the Wings of Love“ árið 2000.

Tónleikarnir munu samanstanda af stærstu smellum þeirra bræðra, ásamt heimsfrægum smellum sem allir þekkja, til dæmis lög af disknum “Brothers to Brother” sem inniheldur lög eftir tónlistarmenn eins og Bee Gees, Beach Boys, Everly Brothers og Bellamy Brothers svo einhverjir séu nefndir. Á milli laga mun Jørgen Olsen slá á létta strengi.

 

Ólafur Laufdal sem á og rekur Hótel Grímsborgir ásamt Kristínu Ketilsdóttur. Magnús Hlynur Hreiðarsson.

Hótel Grímsborgir er glæsilegt, fyrsta vottaða fimm stjörnu hótel á Íslandi, við Sogið í Grímsnesi. Eigendur og gestgjafar eru hjónin Ólafur Laufdal og Kristín Ketilsdóttir en þau yfir áratugalangri reynslu í hótel- og veitingageiranum þar sem þau ráku meðal annars Broadway og Hótel Ísland. Miðaverð á tónleikana með þriggja rétta kvöldverði er 12.900 krónur.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.