Fleiri fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Rætt verður við íbúa Grindavíkur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld um skjálftahrinu sem þeir fundu vel fyrir í gærkvöld. Einnig verður fjallað um Wuhan-veiruna og ásakanir á hendur blómainnflytjendum. Þetta og margt fleira á slaginu 18.30.

Vísa á bug orðrómum um að Ólympíuleikum verði aflýst vegna veirunnar

Skipuleggjendur Sumarólympíuleikanna 2020, sem fara fram í Tókýó í Japan í sumar, hafa séð sig knúna til þess að hafna opinberlega orðrómum um að útbreiðsla Wuhan-kórónaveirunnar í Asíu, og einkum og sér í lagi í nágrannaríkinu Kína, gæti orðið til þess að leikunum yrði aflýst.

Hefja undirbúning Landspítala fyrir mögulegt smit

Landspítalinn hefur nú hafið undirbúning til þess að geta tekið á móti fólki smituðu af Wuhan-kórónaveirunni. Sérstök gámaeining verður sett upp með það fyrir augum að taka á móti fólki sem mögulega er smitað.

Þyrlan mátti ekki fara á loft í þoku

Fyrirtækið sem á þyrluna sem hrapaði með körfuboltagoðsögnina Kobe Bryant, Giönnu dóttur hans og sjö önnur innanborðs, hafði ekki leyfi til að fljúga í jafn lélegu skyggni og var þegar þyrlan fór niður.

Talsvert um ölvunarakstur í nótt

Talsvert af málum er sneru að akstri bíla undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Voru hið minnsta sjö bílar stöðvaðir vegna gruns um ölvunar eða fíkniefnaakstur.

Öflug skjálftahrina nærri Grindavík

Þrír snarpir jarðskjálftar hafa mælst síðasta klukkutímann nærri Grindavík, sá stærsti 4,3 að stærð klukkan 22:24 í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Skjálftinn fannst vel á Reykjanesskaga og fannst hann einnig í Reykjavík. Einnig hafa fundist fjölmargir eftirskjálftar.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað ítarlega um Brexit, fjallað áfram um Wuhan-veiruna og rætt við starfsmenn leikskóla sem fara í verkfall í næstu viku ef ekki næst að semja. Þetta og margt fleira í Kvöldfréttum Stöðvar 2.

Lögregla heldur fjórum í varðhaldi en sleppir tveimur

Fjórir karlmenn, sem grunaðir eru um aðild að umfangsmiklu sakamáli sem snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti, voru úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Varasöm hengja í vesturbrún Mosfells

Veðurstofa Íslands greinir frá því á vefsíðu sinni að varasöm hengja sé nú í vesturbrún Mosfells en staðkunnugur íbúi í Mosfellsbæ hafði samband við snjóflóðavaktina og kvaðst áhyggjur af hættu í vesturhlíð fjallsins.

Sjá næstu 50 fréttir