Fleiri fréttir

ÍR-ingar rann­saka fjár­drátt starfs­manns

Aðalstjórn Íþróttafélags Reykjavíkur hefur að undanförnu verið með fjárdrátt starfsmanns félagsins til rannsóknar, en upp komst um málið í lok síðasta árs og var starfsmaðurinn í kjölfarið látinn fara.

Lægir í nótt og herðir á frosti

Gera má ráð fyrir norðlægri átt á landinu í dag, víða milli fimm til þrettán metrar á sekúndu, en heldur hvassari undir austanverðum Vatnajökli í kvöld.

Segja ríkið hækka laun langt um­fram lífs­kjara­samninginn

Stéttarfélagið Efling segir að ríkið hafi nú þegar samið við hálaunahópa um launahækkanir sem séu í raun langt umfram lífskjarasamninginn svokallaða sem Efling og VR undirrituðu við Samtök atvinnulífsins í byrjun apríl í fyrra.

BL frumsýnir nýjan Nissan Juke

BL við Sævarhöfða frumsýnir á morgun, laugardag, á milli kl. 12 og 16, nýja og breytta kynslóð sportjeppans Nissan Juke. Bíllinn hefur tekið miklum útlitsbreytingum þar sem skerpt hefur verið á helstu megineinkennum í útliti jepplingsins.

Slökktu á kerfum sjónaukans Spitzer

Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, slökktu í kvöld á Spitzer sjónaukanum sem hefur tekið infrarauðar myndir af alheiminum í tæp sautján ár.

Maður sak­felldur fyrir að reyna að stela Magna Carta

Maður á fimmtugsaldri var sakfelldur fyrir að hafa gert tilraun til að stela afriti af Magna Carta frá dómkirkjunni í Salisbury í Bretlandi. Magna Carta er enskur lagabálkur frá árinu 1215 sem takmarkaði völd konungs og er elsti vísir að þingræði sem til er.

Á­nægja með raf­rænt ökus­kir­teini

Áður en langt um líður ættu Ís­lendingar að geta fengið öku­skír­teini sín í far­símann. Vonir standa til að stafræn ökuskírteini verði komin í gagnið í vor en þróun þeirra hefur staðið yfir undanfarna mánuði á vegum Ríkislögreglustjóra og Stafræns Íslands.

Deildu um lögþvingun

Sveitarstjórnarráðherra segir suma þingmenn misskilja þingsályktunartillögu um lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga. Ekki sé um lögþvingun að ræða enda hafi tillagan verið unnin í náinni samvinnu við sveitarfélög og þau hafi tíma til að aðlaga sig.

Nallinn ómar í Háskólabíó

BSRB, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Bandalag háskólamanna, Sameyki og Sjúkraliðafélag Íslands stóðu í dag fyrir baráttufundi opinberra starfsmanna í Háskólabíó.

WHO lýsir yfir neyðarástandi

Neyðarnefnd Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, hefur ákveðið að lýsa yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu.

Vonar að menntuðum lögreglumönnum fjölgi hratt

Nýtt lögregluráð tók til starfa í dag. Staða löggæslu á Íslandi var meðal annars til umræðu en menntaðir lögreglumenn eru á þriðja hundrað færri en greiningardeild ríkilögreglustjóra telur ásættanlegt. Dómsmálaráðherra vonandi til að faglærðum lögreglumönnum fjölgi hratt á næstu árum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Nýtt lögregluráð tók til starfa í dag. Staða löggæslu á Íslandi var meðal annars til umræðu en menntaðir lögreglumenn eru á þriðja hundrað færri en greiningardeild ríkilögreglustjóra telur ásættanlegt.

Fallbyssukúla fannst í kjallara í Eyjum

Tveir liðsmenn séraðgerðasveitar Landhelgisgæslunnar og sprengjusveitar Ríkislögreglustjóra fóru til Vestmannaeyja í dag eftir að fallbyssukúla fannst í kjallara Byggðasafnsins þar.

John Snorri lagður af stað úr grunnbúðum K2

Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson og gönguhópur hans héldu í nótt úr grunnbúðum fjallsins K2. John Snorri stefnir á að verða fyrsti maðurinn til að klífa tind fjallsins að vetrarlagi.

Skóladagvist og matur dýrust og hækkar mest á Seltjarnarnesi

Heildargjöld fyrir skóladagvistun og skólamat hjá fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins hækkuðu í öllum tilvikum milli ára. Hækkunin var um eða undir 2,5% nema í tilviki Seltjarnarness þar sem gjöldin hækkuðu um 10,1 prósent.

Sjá næstu 50 fréttir