Fleiri fréttir

Ræða breytta forgangsröðun við breytingar á stjórnarskrá

Formenn stjórnmálaflokkanna íhuga nú að setja umbætur á ákvæðum um dómsvald í stjórnarskrá í forgang en áður var fyrirhugað að breytingar á þeim kafla stjórnarskrár yrðu endurskoðaðar á næsta kjörtímabili auk kafla um Alþingi og alþingiskosningar, mannréttindi og fleira.

Leggjast á eitt og safna fé til góðgerðarmála

Gott mál, góðgerðardagur Hagaskóla, verður haldinn á morgun. Nemendur safna peningum til styrktar Landvernd og Bjartri sýn. Dagurinn er haldinn í ellefta sinn og hafa fjölmörg málefni verið styrkt um rúmar tuttugu milljónir.

Demó­kratar fögnuðu sigri

Demókratar í Bandaríkjunum fögnuðu sigri í kosningum sem fram fóru í gær en kosið var um ríkisstjóra og þingmenn á nokkrum ríkisþingum landsins.

Lyklar virki alls staðar

Rafbílasamband Íslands er tilbúið að gefa eftir kröfu um að ekki þurfi aðgangslykla frá orkufyrirtækjum til að hlaða rafbíla í skiptum fyrir að lykill frá einu fyrirtæki virki á allar hleðslustöðvar.

Risagróðurhús þyrfti orku Blönduvirkjunar

Paradise Farm þarf raforku sem samsvarar hámarksafli Blönduvirkjunar ef áform um 500 þúsund fermetra gróðurhús verða að veruleika. Talsmaður segir að leggja þyrfti í miklar fjárfestingar til að flytja raforkuna að stöðinni.

Vilja að starfsmannastjóri Trump beri vitni

Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa beðið Mick Mulvaney, fyrrverandi þingmann og starfandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, um að mæta á fund þingmanna. Hann ætlar ekki að verða við beiðninni.

Átta börn lifðu mannskæða árás af í Mexíkó

Átta börn flúðu úr þremur bílum og földu sig í runnum og öðrum gróðri á meðan sex önnur börn og þrjár konur, mæður barnanna, voru skotin til bana af vígamönnum glæpasamtaka í Mexíkó.

Mælt fyrir frumvarpi um neyslurými í annað sinn

Landlæknir getur veitt sveitarfélagi leyfi til að stofna og reka neyslurými þar sem varsla og meðferð ávana- og fíkniefna er heimil, eða svo kölluð neyslurými, samkvæmt frumvarpi sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mælti fyrir í dag.

Lykilvitni breytir framburði sínum

Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, hefur viðurkennt að hafa tilkynnt aðstoðarmanni forseta Úkraínu að hernaðaraðstoð yrði ekki afhent fyrr en Úkraínumenn hefðu rannsóknir sem Trump hafði krafið Volodymr Zelensky, forseta Úkraínu, um og lýstu því yfir opinberlega.

Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök

Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök í máli barnshafandi konu sem vísað var úr landi ásamt fjölskyldu sinni í nótt. Heilbrigðisstarfsmenn hjá mæðravernd og Embætti Landlæknis telja stofnuna hafa farið gegn ráðleggingum heilbrigðisstarfsmanna.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök í máli kasóléttrar konu sem vísað var úr landi ásamt fjölskyldu sinni í nótt. Þetta og fleira í Kvöldfréttum Stöðvar 2.

Blásið til herferðar gegn örplasti í snyrtivörum

Hvað er í baðherberginu hjá þér? spyr Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna og hvetur fólk til að skoða snyrtivörur á baðherbergjum. Markmiðið er að auka vitund almennings um þann skaða sem örplast í þeim vörum getur valdið.

Flutti ræðu í borgar­stjórn í bundnu máli

Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, flutti ræðu sína í borgarstjórn í dag í bundnu máli. Til umræðu var frumvarp að fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2020 og fimm ára áætlun 2020-2024.

Gekk skólaus yfir Geirsgötu með blóðuga fyrrverandi kærustu í fanginu

Tvítugur karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps eða mjög grófa líkamsárás á sautján ára kærustu sinni í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardagsins 19. október tjáði lögreglu í kjölfar handtöku að fram hefðu farið dramatísk sambandsslit um nóttina.

Blóðhundurinn nær 740 km/klst

Landhraðametsbíllinn Blóðhundurinn náði fyrir helgina 740 km/klst. Myndband má sjá af bílnum á þeim hraða í fréttinni.

Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar

Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu.

Á að vinna að útfærslu á sykurskatti

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að setja af stað hóp til að vinna að útfærslu á sykurskatti eftir að Embætti landlæknis hefur ítrekað mælt með aðferðinni.

Sjá næstu 50 fréttir