Bílar

Blóðhundurinn nær 740 km/klst

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Blóðhundurinn í gömlum litum. Nýjustu litasamsetninguna má sjá í myndbandinu.
Blóðhundurinn í gömlum litum. Nýjustu litasamsetninguna má sjá í myndbandinu. Getty
Landhraðametsbíllinn Blóðhundurinn náði fyrir helgina 740 km/klst. Myndband má sjá af bílnum á þeim hraða í fréttinni.

Blóðhundurinn og teymið að baki honum, nálgast þar með markmið sitt sem er að komast á yfir 800 km/klst. í þessari lotu á flötum Hakskeenpan eyðimerkurinnar.

Þessi tilraun var ekki eingöngu til að ná sem mestum hraða. Heldur til að prófa vinstri fallhlífina sem ætlað er að aðstoða við að hægja aftur á bílnum.

Þegar Blóðhundurinn náði 708 km/klst. slakaði ökumaðurinn rólega á inngjöfinni en bíllinn fór hraðast á yfir 740 km/klst.

Eftir þetta stóð til að snúa bílnum við og reyna við 800 km/klst. en ekkert varð af þeirri tilraun. Smávægileg bilun kom upp og því hætt við prófunina.

Blóðhundinum er ætlað að ná yfir 1220 km/klst. á næsta ári áður en stefnan er sett á að rjúfa 1609 km/klst. múrinn (1000 m/klst).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×