Fleiri fréttir

Lofa nýjum aðgerðum gegn loftslagsvánni

Leiðtogafundur Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál hófst í gær í New York. Ríki og alþjóðafyrirtæki leggja fram nýjar skuldbindingar til aðgerða gegn hlýnun loftslags. Lofslagsmótmæli hafa farið fram í meira en 150 ríkjum.

Ráðherra vill aðgerðir til að vernda lundann

Umhverfisráðherra vill grípa til aðgerða vegna mikillar fækkunar lunda á undanförnum áratugum. Friðun eða verndun lundans hefur verið erfið í ljósi hlunnindaveiða en til stendur að endurskoða alla villidýralöggjöfina í vor.

Tilgangur Jim Ratcliffe sagður bara einn

Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe vinnur nú að uppbyggingu lax og lífríkis í ám á Norðausturlandi. Talsmaður hans segir Íslendinga ekki þurfa að hafa neinar áhyggjur af fyrirætlunum hans því verkefnið sé bara eitt. Að bjarga laxastofninum á svæðinu.

Slökktu í rusli í Hróarstungu

Brunavarnir á Austurlandi sendu allt tiltækt lið á vettvang í Hróarstungu í kvöld eftir að vegfarendur tilkynntu um eldsvoða.

Trump segist eiga Nóbels­verð­laun skilið

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fundaði í dag með Imran Khan forsætisráðherra Pakistan, í New York þar sem Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fer fram í vikunni. Á blaðamannafundi leiðtoganna ræddu þeir meðal annars átökin í Kasmír ríki en Trump var ákveðinn í að leysa deilurnar.

Viðtalið var kornið sem fyllti mælinn

Viðtal Harald Johannessen við Morgunblaðið á dögunum var kornið sem fyllti mælinn sem varð til þess að formannafundur Landssambands lögreglumanna ákvað að lýsa yfir vantrausti á hendur ríkislögreglustjóra. Formaður félagsins fær ekki séð hvernig Haraldur getur setið áfram í embætti.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Átta af níu lögreglustjórum landsins hafa lýst yfir vantrausti á hendur Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra. Lögreglustjórinn á Vesturlandi segir ríkislögreglustjóra óstarfhæfan og lýsir vandanum sem djúpstæðum.

Thunberg lét þjóðarleiðtoga heyra það

Sænski aðgerðasinninn hélt tilfinningaþrungna ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum í dag þar sem hún skammaði þjóðarleiðtoga fyrir að velta ábyrgð á loftslagsvandanum á komandi kynslóðir.

Neitar að hafa brotið tvisvar á fjórtán ára stúlku

Karlmaður sem sakaður er um að hafa brotið tvívegis kynferðislega gegn fjórtán ára stúlku fyrri hluta árs 2017 neitar sök í málinu. Aðalmeðferð í málinu fer fram í október við Héraðsdóm Reykjavíkur.

Efling segir engan fót fyrir ásökun fjármálastjórans

Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrðingu fjármálastjóra félagsins um vinnubrögð forystu Eflingar eru sagðar ósannar. Fullyrðingar hennar komu fram í yfirlýsingu sem var send til fjölmiðla í gær.

Þrýstingur á að kæra Trump fyrir embættisbrot eykst

Ásakanir um að Trump forseti hafi nýtt embætti sitt til að þrýsta á Úkraínustjórn um aðstoð gegn pólitískum andstæðingi hans hafa sett aukinn þrýsting á forystu Demókrataflokksins um að kæra Trump fyrir embættisbrot.

Smá­báta­sjó­menn saka Fiski­stofu um lög­brot

Stjórn Landsambands smábátaeigenda óskar eftir því við sjávarútvegsráðherra, að upplýst verði um ástæður þess að krókaaflamarksbátum var gert heimilt að tilheyra flokki uppsjávarskipa í aflaheimildum með makríl.

Leiðtogafundur um loftslagsmál á allsherjarþinginu í dag

Leiðtogafundur um loftslagsmál fer fram í dag.á 74. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem stendur nú yfir í New York. Fundurinn er vettvangur ríkja, einkageirans og borgaralegs samfélags til að kynna lausnir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og efla viðnám við loftslagsbreytingum og aðlögun.

Forseti Alþýðusambandsins telur Eflingu virða kjarasamninga í starfsmannadeilu

Forseti Alþýðusambands Íslands segir sambandið telja að Efling hafi ekki brotið gegn kjarasamningi í starfsmannadeilu sinni. Hæstaréttarlögmaður tveggja kvenna sem hafa verið í veikindaleyfi í ár segir þær fara fram á að fá fjárhagstjón sitt bætt. Sökum aldurs sé ólíklegt að þær fái aðra vinnu, þær eigi þrjú til fjögur ár til eftirlaunaaldurs. Efling hafi ekki sýnt neinn sáttavilja í starfsmannamálunum.

Tesla Model S tókst á við Nürburgring

Tesla varði síðustu viku á hinni víðfrægu Nürburgring braut. Framleiðendur nota brautina gjarnan til að bera saman getu sinna nýjustu afurða.

Sjá næstu 50 fréttir