Bílar

Tesla Model S tókst á við Nürburgring

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Tesla nýtti ferðina á Nürburgring til að setja upp hleðslustöð þar.
Tesla nýtti ferðina á Nürburgring til að setja upp hleðslustöð þar. Tesla
Tesla varði síðustu viku á hinni víðfrægu Nürburgring braut. Framleiðendur nota brautina gjarnan til að bera saman getu sinna nýjustu afurða.

Bráðabirgðatími fyrir Model S er í kringum sjö mínútur og 24 sekúndur. Sá tími er nærri 20 sekúndum skemmri en Porsche Taycan, nýjum rafmagns Porsche tókst að fara hringinn á.

Svo virðist sem alvöru rafmangs barátta sé að hefjast á Nürburgring. Þann 26. ágúst síðastlitinn setti Porsche myndband af Taycan að aka hring á Nürburgring á mettíma fyrir fjögurra dyra rafbíl.

Þrátt fyrir góðan árangur Model S þá gekk tilraunin ekki snurðulaust fyrir sig. Annar bílanna sem Tesla mætti með bilaði og þegar hann hægði á sér tók Porsche Taycan fram úr honum.

Model S bílarnir sem notaðir voru á brautinni voru af næstu kynslóð. Þeir voru ögn breiðari en núvernadi Model S bílar. Eins voru þeir strípaðir niður eins og hægt var. Ólíkt því sem Porsche gerði með Taycan bíl sinn, samkvæmt Porsche.

Tesla hefur sent frá sér tvít sem segir að fyrirtækið hyggi á frekari prófanir á Nürburgring í næsta mánuði. Þá er markmiðið að koma tímanum niður í sjö mínútur og fimm sekúndur.


Tengdar fréttir






×