Fleiri fréttir

Hundi frá Litháen vísað úr landi

Nýlega staðfesti atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið synjun Matvælastofnunar á innflutningi hunds frá Litháen og var hundurinn því fluttur út að nýju daginn eftir komuna til landsins.

Ísland í 18. sæti á regnbogakortinu

Ísland er í 18. sæti á svokölluðu regnbogakorti sem ILGA-Europe-samtökin gefa út ár hvert en með kortinu er staða réttinda hinsegin fólks í Evrópu tekin saman.

Bein útsending: Forvarnir og fyrsta hjálp

Samtök ferðaþjónustunnar standa í dag fyrir fundi um bestu starfshætti varðandi öryggismál og viðbrögð við óvæntum atburðum sem kunna að koma upp í ferðaþjónustu.

Bilun olli reyk í strætisvagni

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út rétt fyrir klukkan átta í morgun vegna elds sem talið var að hefði kviknað í strætisvagni sem staðsettur var í Ártúnsbrekku.

Umboðsmenn hafa sett út á öryggi innsigla

Of auðvelt er að eiga við innsigli sem notuð eru við kosningar að mati þingmanns Pírata. Fleiri athugasemdir hafa verið gerðar við framkvæmd kosninga hér á landi af hálfu umboðsmanna. Ráðuneytið telur ekki tilefni til breytinga.

Malavar hæstánægðir með fimm sjúkrabíla frá Íslandi

Sendiráð Íslands í Malaví færði um helgina þarlendum stjórnvöldum fimm sjúkrabifreiðar, sem framvegis munu aka um Mangochi-hérað. Fjölmargir Malavar láta lífið á hverju ári því þeir komast ekki undir læknishendur.

Ísland í lykilhlutverki í Alzheimertilraun

Hópur Íslendinga tekur þátt í fimm ára lyfjarannsókn sem mun marka þáttaskil í baráttunni við Alzheimer. „Menn vilja sjá að lyfið komi í veg fyrir sjúkdóminn,“ segir Jón G. Snædal, yfirmaður rannsóknarinnar hér á landi og yfirlæknir öldrunarsviðs Landspítala.

Trump lofar að koma í veg fyrir að störf tapist í Kína

Donald Trump Bandaríkjaforseti setti færslu á Twitter í nótt þess efnis að hann og Xi Jinping, forseti Kína, myndu leita allra leiða til að bjarga kínverska fjarskiptarisanum ZTE. Verð hlutabréfa á mörkuðum í Hong Kong tók strax mikinn kipp við tíðindin.

Bandaríkin hóta evrópskum stórfyrirtækjum

Donald Trump er reiðubúinn að beita viðskiptaþvingunum gegn evrópskum fyrirtækjum sem munu halda áfram að eiga viðskipti í Íran eftir að Bandaríkin sögðu sig úr kjarnorkusamningnum við ríkið.

Breyta nafninu fyrir Trump

Beitar Jerusalem, stærsta knattspyrnulið Jerúsalemborgar, tilkynnti í gær að liðið ætlaði að breyta nafni sínu í Beitar Trump Jerusalem til heiðurs Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.

Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir

Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum.

Fimmtán ár frá því að Ólafur og Dorrit giftust

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti lýðveldisins, er 75 ára gamall í dag. Á þessum degi fyrir fimmtán árum voru þau Dorrit gefin saman af sýslumanninum í Hafnarfirði í látlausri athöfn.

Fleiri sprengingar í Indónesíu

Tveir mótorhjólamenn sprengdu sig í loft upp við höfuðstöðvar lögreglunnar í borginni Surabaya í Indónesíu í morgun.

Segir að gera þurfi sérstakan samning um gjöld til fasteignasala

Framkvæmdastjóri Félags fasteignasala segir mikilvægt að skýrir samningar séu gerðir um öll gjöld og þóknanir í fasteignaviðskiptum. Enn eru dæmi um að kaupendur séu látnir samþykkja greiðslu sérstaks umsýslugjalds við undirritun kauptilboðs.

„Ég skal mála allan heiminn elsku mamma"

Menntasjóður Mæðrastyrksnefndar hefur frá árinu 2012 styrkt yfir hundrað tekjulágar konur til menntunar. Mæðradagurinn er í dag og í tilefni dagsins er forsetafrúin Eliza Reid með leyniskilaboð til allra mæðra.

Forgangsatriði að laga flug- og vegasamgöngur

Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir að öflug ferðaþjónusta sé forsenda þess að hægt sé að halda úti byggð á öllu Norðurlandi. Hún segir það vera forgangsatriði að laga flug- og vegasamgöngur á svæðinu.

Segir að huga megi betur að sviðsetningunni

Fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision segir keppendur ganga sátta frá borði þó atriðið hafi hafnað í neðsta sæti í keppninni. Þó sé tilefni til að huga betur að sviðsetningu okkar atriða í framtíðinni. Hann kveðst vona að hægt sé að horfa framhjá pólitík í úrslitum gærkvöldsins.

Sjá næstu 50 fréttir