Fleiri fréttir Móttaka flóttamanna talin þróunarsamvinna Kostnaður af komu hælisleitenda og móttöku flóttamanna hingað til lands flokkast sem alþjóðleg þróunarsamvinna. Hækkun á framlagi til þróunarmála skýrist að miklu leyti af komu flóttamanna. 20.11.2017 06:00 Hjón kæra Garðabæ fyrir að loka vegi Í bréfi til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála krefjast hjónin þess að deiliskipulag fyrir Garðahraun sem Garðabær samþykkti í haust verði fellt úr gildi hvað snertir lokun vegtengingar milli Herjólfsbrautar og Garðahraunsvegar. 20.11.2017 06:00 Viðræður fara á fullt aftur eftir helgarfrí Búast má við að viðræðum ljúki ekki fyrr en undir lok vikunnar. 20.11.2017 06:00 Ferðamaður gekk berserksgang Lögreglan hafði afskipti af drukknum manni við Laugaveg á ellefta tímanum í gærkvöldi. 20.11.2017 05:57 Stjórnarmyndunarviðræðum í Þýskalandi slitið Óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum í Þýskalandi á milli Kristilega demókrataflokksins, Græningja og Frjálslynda flokksins hefur verið slitið. Frjálslyndi flokkurinn sleit viðræðunum laust fyrir miðnætti. 19.11.2017 23:49 Yfirvöld í Tyrklandi hafa bannað viðburði hinsegin fólks Yfirvöld í Tyrklandi banna viðburði hinsegin fólks þangað til annað verður ákveðið. 19.11.2017 23:35 Lyfti andanum frekar en farsímanum Það hefur valdið Frans páfa vonbrigðum að sjá hve margir nota farsímana sína í messu. 19.11.2017 22:23 Segir hvítabirni misvísandi tákn Umhverfisverndarsamtök eru sökuð um misvísandi skilaboð með því að nota hvítabirni sem tákn í baráttu sinni, á sama tíma og ísbjarnastofninn hafi fimmfaldast að stærð. 19.11.2017 22:00 Þingmenn Pírata aðstoða 1984 í björgunarstarfinu Þingmenn Pírata, þeir Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, hafa aðstoðað vefhýsingafyrirtækið 1984 í því að bjarga því sem bjargað verður eftir kerfishrun hjá fyrirtækinu í síðustu viku. 19.11.2017 21:45 Segja málefni stúdenta vanrækt Aldís Mjöll Geirsdóttir, formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta, vill að hugað verði að málefnum stúdenta við myndun stjórnarsáttmála. 19.11.2017 21:23 Telja lögreglumenn á vettvangi hafa brugðist rétt við Lögreglan lítur svo á að lögreglumenn sem höfðu afskipti af stúlku í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt laugardags hafði brugðist rétt við. Dyravörður á skemmtistað í Reykjavík taldi grun leika á um að henni hafði verið byrlað ólyfjan en taldi lögregluna hafa sýnt af sér sinnuleysi gagnvart stúlkunni. 19.11.2017 21:07 „Vagnstjórinn slapp með skrekkinn“ Mildi þykir að ekki fór verr í hörðum árekstri í dag þegar strætisvagn lenti aftan á vörubíl með þeim afleiðingum að pall vörubílsins fór að stórum hluta í gegnum framrúðu strætisvagnsins. Viðbragðsaðilar telja að sólin hafi líklegast blindað ökumanninn. Nadine Guðrún Yaghi. Atvikið átti sér stað um hádegisbil í dag og var mikill viðbúnaður á staðnum. 19.11.2017 20:00 Nærri þriðjungur kvenna óttast að verða fyrir kynferðisofbeldi í miðborginni og margar forðast illa upplýstar götur Nær enginn karlmaður, sem tók afstöðu í nýrri könnun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um öryggi í miðborginni, hafði áhyggjur af því að verða þolandi kynferðisofbeldis - á sama tíma og þrjár af hverjum tíu konum höfðu slíkar áhyggjur. Þá eru konur mun líklegri til að hegða sér á ákveðin hátt til þess að auka öryggi sitt á svæðinu. 19.11.2017 20:00 Vonaðist eftir að sjá systur sína í lagi Þórir Guðmundsson, lögreglumaður, kom að umferðarslysi á Hnífsdalsvegi árið 2006 þar sem tvíburasystir hans lést. 19.11.2017 19:45 Franskur lögregluþjónn myrti þrjá í norðurhluta Parísar Lögregluþjónn í norðurhluta Parísar hóf skotárás með þeim afleiðingum að þrír létust og aðrir þrír særðust. 19.11.2017 19:38 Mugabe sagði ekki af sér þvert á væntingar Robert Mugabe, forseti Simbabve, sagði ekki af sér embætti er hann ávarpaði þjóð sína í sjónvarpsávarpi fyrir stundu. Fastlega hafði verið gert ráð fyrir að hann myndi nota sjónvarpsávarpið til að láta af embætti forseta. 19.11.2017 19:32 Treystum á vísindamennina og tæknina til að segja um hvað sé að gerast í jöklinum Vísindamenn Veðurstofunnar og fulltrúar almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra funda vegna Öræfajökuls klukkan níu í kvöld. 19.11.2017 19:15 Biðin skýrist af því að flokkarnir séu að vanda sig Katrín Jakobsdóttir segir flokkana nálgast stjórnarmyndunarviðræður með öðrum hætti en fram að þessu. 19.11.2017 18:42 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Nær enginn karlmaður, sem tók afstöðu í nýrri könnun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um öryggi í miðborginni 19.11.2017 18:15 Sex slasaðir eftir rútuslys á Snæfellsnesi Sex slösuðust þegar lítil rúta fór á hliðina á Snæfellsnesvegi við Lýsuhól á sjötta tímanum. Mikill viðbúnaður var vegna slyssins. 19.11.2017 17:45 Gagnrýnir viðbrögð lögreglu vegna gruns um eiturbyrlun Dyravörður á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur gagnrýnir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu fyrir viðbrögð lögreglumanna eftir að tilkynnt var um að grunur léki á að stúlku hefði verið byrlað ólyfjan á skemmtistað í nótt. 19.11.2017 17:00 Sagði ásakanir um kynferðisofbeldi ekki á rökum reistar en biðst nú afsökunar Bandaríska leikkonan Lena Dunham, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðinni Girls, baðst afsökunar á því að hafa komið handritshöfundi þáttanna til varnar. 19.11.2017 16:43 Rýmingaráætlun útfærð með hjálp íbúa við Öræfajökul Í nýlegu hættumati vegna óvissustigsins við jökulinn kemur m.a. fram að aðeins 20 mínútur myndu líða frá því að eldgos næði til yfirborðs á jöklinum og þangað til að flóð væri komið að þjóðvegi 1. 19.11.2017 16:02 Samfélagið tekur höndum saman og safnar fyrir flogaveika ekkju og dóttur hennar Íbúar í Reykjanesbæ safna nú fyrir íslenska konu sem missti manninn sinn fyrr í vikunni. 19.11.2017 15:00 Störfum lokið á vettvangi Bæði ökutækin voru flutt af slysstað á þriðja tímanum í dag. 19.11.2017 14:57 Óhreinsuðu skólpi sleppt í sjó við Faxaskjól næstu daga Almenningur er því beðinn um að halda sig fjarri sjónum við Faxaskjól í vikunni. 19.11.2017 14:12 Mugabe settur af sem leiðtogi flokksins Fyrrverandi varaforseti Simbabve, Emmerson Mnangagwa, hefur verið skipaður nýr leiðtogi Zanu-PF. 19.11.2017 13:49 Pallur vörubílsins var aðeins nokkrum sentímetrum frá bílstjóra strætisvagnsins Meðfylgjandi myndir voru teknar á vettvangi árekstursins á Reykjanesbraut þar sem strætisvagn keyrði aftan á vörubifreið. 19.11.2017 13:45 Strætisvagn og vörubíll rákust saman á Reykjanesbraut Þrír voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Reykjanesbraut. 19.11.2017 12:31 „Samsæri gegn kjósendum“ um lægsta samnefnara Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði afleitt að ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, sem nú er í burðarliðnum, muni byggja á öðrum forsendum en pólitík. 19.11.2017 12:16 Forsetinn flutti ávarp á minningarathöfn um fórnarlömb umferðarslysa á Íslandi Í dag var haldin minningarathöfn í Reykjavík þar sem heiðruð voru fórnarlömb umferðarslysa og viðbragðsaðilar. 19.11.2017 11:45 Funda um Mugabe í dag Búist er við því að hershöfðingjar kalli Mugabe á fund sinn í dag og reyni að fá hann til að segja af sér. 19.11.2017 11:18 Áfram óvissustig vegna Öræfajökuls: Unnið úr sýnum í dag Hjálmar Björgvinsson deildarstjóri Almannavarna hjá Ríkislögreglustjóra segir að vel sé fylgst með stöðu mála vegna Öræfajökuls. 19.11.2017 11:00 Safna fötum fyrir börn og unglinga á Íslandi sem eiga ekki nauðsynlegar flíkur Lumar þú á ónotuðum eða lítið notuðum barna- eða unglingafötum? 19.11.2017 10:39 Mun standa í vegi fyrir „ólöglegri“ kjarnorkuárás John Hyten, yfirmaður kjarnorkuvopnamála innan Bandaríkjahers, sagðist ekki myndu verða að ósk Bandaríkjaforseta ef hann fyrirskipaði kjarnorkuárás. 19.11.2017 10:17 Kosningunni Hverfið mitt lýkur á miðnætti: Íbúar í Reykjavík ráðstafa 450 milljónum í framkvæmdir Í dag er síðasti dagurinn í kosningunni Hverfið mitt, það sem íbúar í Reykjavík ráðstafa alls 450 milljónum í framkvæmdir í hverfunum. 19.11.2017 10:09 Námu hugsanlega boð úr neyðarsendi týnda kafbátsins Víðtæk leit hefur staðið yfir af argentískum kafbát og 44 manna áhöfn síðan á miðvikudag. 19.11.2017 09:00 Var nauðgað af ókunnugum manni í Barcelona: „Ég hélt að hann myndi drepa mig“ Líf Kristínar Þóru Sigurðardóttir snerist á hvolf eftir að henni var nauðgað þegar hún var í spænskunámi í Barcelona. Kristín Þóra var þá 19 ára gömul og hafði aðeins verið í borginni í rúma þrjá sólarhringa þegar hún varð fyrir árásinni. 19.11.2017 08:00 Hvassviðri með éljum í næstu viku: Fólk sem hyggur á ferðalög ætti að fylgjast vel með veðurspám Veðurspáin fyrir næstu daga er mjög kuldaleg. 19.11.2017 07:26 Keyrðu á ljósastaur og yfirgáfu svo vettvanginn Töluvert var um akstur undir áhrifum áfengis- og fíkniefna í nótt. 19.11.2017 07:08 Weinstein útbjó leynilista til að koma í veg fyrir ásakanir Breska dagblaðið The Observer hefur komist yfir leynilegan lista Harwey Weinstein sem hann setti saman til þess að átta sig á því hverjir vissu um ásakanir um kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hans hálfu. 18.11.2017 23:46 Óvissustig almannavarna áfram í gildi vegna Öræfajökuls Stöðufundur var haldinn á Veðurstofu Íslands í kvöld til þess að reyna fá skýrari mynd um hvað sé að gerast í Öræfajökli en í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins. Óvissustig almannavarna verður áfram í gildi á meðan staðan er rannsökuð. 18.11.2017 22:30 Leitar að bíræfnum þjóf sem stal bíl af áttræðum manni Maður sem er íbúi á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík varð fyrir barðinu á bíræfnum þjóf þegar hann sótt húsfund í sal hjúkrunarheimilisins á fimmtudaginn síðastliðinn. 18.11.2017 22:02 Davíð segir frásögn Jóhönnu af síðasta samtalinu ekki standast Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins segir að frásögn Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, af símtali þeirra á milli í febrúar 2009, ekki standast. Frásögnin sé rangfærsla sem verði að túlka sem rugl. 18.11.2017 21:30 Ólöglegar áfengisauglýsingar „úti um allt“ Þrátt fyrir að yfir fimmtán hundruð tilkynningar um ólöglegar áfengisauglýsingar hafi borist stjórnvöldum þá hefur ekki verið gripið í taumana. 18.11.2017 20:30 Sjá næstu 50 fréttir
Móttaka flóttamanna talin þróunarsamvinna Kostnaður af komu hælisleitenda og móttöku flóttamanna hingað til lands flokkast sem alþjóðleg þróunarsamvinna. Hækkun á framlagi til þróunarmála skýrist að miklu leyti af komu flóttamanna. 20.11.2017 06:00
Hjón kæra Garðabæ fyrir að loka vegi Í bréfi til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála krefjast hjónin þess að deiliskipulag fyrir Garðahraun sem Garðabær samþykkti í haust verði fellt úr gildi hvað snertir lokun vegtengingar milli Herjólfsbrautar og Garðahraunsvegar. 20.11.2017 06:00
Viðræður fara á fullt aftur eftir helgarfrí Búast má við að viðræðum ljúki ekki fyrr en undir lok vikunnar. 20.11.2017 06:00
Ferðamaður gekk berserksgang Lögreglan hafði afskipti af drukknum manni við Laugaveg á ellefta tímanum í gærkvöldi. 20.11.2017 05:57
Stjórnarmyndunarviðræðum í Þýskalandi slitið Óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum í Þýskalandi á milli Kristilega demókrataflokksins, Græningja og Frjálslynda flokksins hefur verið slitið. Frjálslyndi flokkurinn sleit viðræðunum laust fyrir miðnætti. 19.11.2017 23:49
Yfirvöld í Tyrklandi hafa bannað viðburði hinsegin fólks Yfirvöld í Tyrklandi banna viðburði hinsegin fólks þangað til annað verður ákveðið. 19.11.2017 23:35
Lyfti andanum frekar en farsímanum Það hefur valdið Frans páfa vonbrigðum að sjá hve margir nota farsímana sína í messu. 19.11.2017 22:23
Segir hvítabirni misvísandi tákn Umhverfisverndarsamtök eru sökuð um misvísandi skilaboð með því að nota hvítabirni sem tákn í baráttu sinni, á sama tíma og ísbjarnastofninn hafi fimmfaldast að stærð. 19.11.2017 22:00
Þingmenn Pírata aðstoða 1984 í björgunarstarfinu Þingmenn Pírata, þeir Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, hafa aðstoðað vefhýsingafyrirtækið 1984 í því að bjarga því sem bjargað verður eftir kerfishrun hjá fyrirtækinu í síðustu viku. 19.11.2017 21:45
Segja málefni stúdenta vanrækt Aldís Mjöll Geirsdóttir, formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta, vill að hugað verði að málefnum stúdenta við myndun stjórnarsáttmála. 19.11.2017 21:23
Telja lögreglumenn á vettvangi hafa brugðist rétt við Lögreglan lítur svo á að lögreglumenn sem höfðu afskipti af stúlku í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt laugardags hafði brugðist rétt við. Dyravörður á skemmtistað í Reykjavík taldi grun leika á um að henni hafði verið byrlað ólyfjan en taldi lögregluna hafa sýnt af sér sinnuleysi gagnvart stúlkunni. 19.11.2017 21:07
„Vagnstjórinn slapp með skrekkinn“ Mildi þykir að ekki fór verr í hörðum árekstri í dag þegar strætisvagn lenti aftan á vörubíl með þeim afleiðingum að pall vörubílsins fór að stórum hluta í gegnum framrúðu strætisvagnsins. Viðbragðsaðilar telja að sólin hafi líklegast blindað ökumanninn. Nadine Guðrún Yaghi. Atvikið átti sér stað um hádegisbil í dag og var mikill viðbúnaður á staðnum. 19.11.2017 20:00
Nærri þriðjungur kvenna óttast að verða fyrir kynferðisofbeldi í miðborginni og margar forðast illa upplýstar götur Nær enginn karlmaður, sem tók afstöðu í nýrri könnun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um öryggi í miðborginni, hafði áhyggjur af því að verða þolandi kynferðisofbeldis - á sama tíma og þrjár af hverjum tíu konum höfðu slíkar áhyggjur. Þá eru konur mun líklegri til að hegða sér á ákveðin hátt til þess að auka öryggi sitt á svæðinu. 19.11.2017 20:00
Vonaðist eftir að sjá systur sína í lagi Þórir Guðmundsson, lögreglumaður, kom að umferðarslysi á Hnífsdalsvegi árið 2006 þar sem tvíburasystir hans lést. 19.11.2017 19:45
Franskur lögregluþjónn myrti þrjá í norðurhluta Parísar Lögregluþjónn í norðurhluta Parísar hóf skotárás með þeim afleiðingum að þrír létust og aðrir þrír særðust. 19.11.2017 19:38
Mugabe sagði ekki af sér þvert á væntingar Robert Mugabe, forseti Simbabve, sagði ekki af sér embætti er hann ávarpaði þjóð sína í sjónvarpsávarpi fyrir stundu. Fastlega hafði verið gert ráð fyrir að hann myndi nota sjónvarpsávarpið til að láta af embætti forseta. 19.11.2017 19:32
Treystum á vísindamennina og tæknina til að segja um hvað sé að gerast í jöklinum Vísindamenn Veðurstofunnar og fulltrúar almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra funda vegna Öræfajökuls klukkan níu í kvöld. 19.11.2017 19:15
Biðin skýrist af því að flokkarnir séu að vanda sig Katrín Jakobsdóttir segir flokkana nálgast stjórnarmyndunarviðræður með öðrum hætti en fram að þessu. 19.11.2017 18:42
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Nær enginn karlmaður, sem tók afstöðu í nýrri könnun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um öryggi í miðborginni 19.11.2017 18:15
Sex slasaðir eftir rútuslys á Snæfellsnesi Sex slösuðust þegar lítil rúta fór á hliðina á Snæfellsnesvegi við Lýsuhól á sjötta tímanum. Mikill viðbúnaður var vegna slyssins. 19.11.2017 17:45
Gagnrýnir viðbrögð lögreglu vegna gruns um eiturbyrlun Dyravörður á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur gagnrýnir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu fyrir viðbrögð lögreglumanna eftir að tilkynnt var um að grunur léki á að stúlku hefði verið byrlað ólyfjan á skemmtistað í nótt. 19.11.2017 17:00
Sagði ásakanir um kynferðisofbeldi ekki á rökum reistar en biðst nú afsökunar Bandaríska leikkonan Lena Dunham, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðinni Girls, baðst afsökunar á því að hafa komið handritshöfundi þáttanna til varnar. 19.11.2017 16:43
Rýmingaráætlun útfærð með hjálp íbúa við Öræfajökul Í nýlegu hættumati vegna óvissustigsins við jökulinn kemur m.a. fram að aðeins 20 mínútur myndu líða frá því að eldgos næði til yfirborðs á jöklinum og þangað til að flóð væri komið að þjóðvegi 1. 19.11.2017 16:02
Samfélagið tekur höndum saman og safnar fyrir flogaveika ekkju og dóttur hennar Íbúar í Reykjanesbæ safna nú fyrir íslenska konu sem missti manninn sinn fyrr í vikunni. 19.11.2017 15:00
Störfum lokið á vettvangi Bæði ökutækin voru flutt af slysstað á þriðja tímanum í dag. 19.11.2017 14:57
Óhreinsuðu skólpi sleppt í sjó við Faxaskjól næstu daga Almenningur er því beðinn um að halda sig fjarri sjónum við Faxaskjól í vikunni. 19.11.2017 14:12
Mugabe settur af sem leiðtogi flokksins Fyrrverandi varaforseti Simbabve, Emmerson Mnangagwa, hefur verið skipaður nýr leiðtogi Zanu-PF. 19.11.2017 13:49
Pallur vörubílsins var aðeins nokkrum sentímetrum frá bílstjóra strætisvagnsins Meðfylgjandi myndir voru teknar á vettvangi árekstursins á Reykjanesbraut þar sem strætisvagn keyrði aftan á vörubifreið. 19.11.2017 13:45
Strætisvagn og vörubíll rákust saman á Reykjanesbraut Þrír voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Reykjanesbraut. 19.11.2017 12:31
„Samsæri gegn kjósendum“ um lægsta samnefnara Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði afleitt að ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, sem nú er í burðarliðnum, muni byggja á öðrum forsendum en pólitík. 19.11.2017 12:16
Forsetinn flutti ávarp á minningarathöfn um fórnarlömb umferðarslysa á Íslandi Í dag var haldin minningarathöfn í Reykjavík þar sem heiðruð voru fórnarlömb umferðarslysa og viðbragðsaðilar. 19.11.2017 11:45
Funda um Mugabe í dag Búist er við því að hershöfðingjar kalli Mugabe á fund sinn í dag og reyni að fá hann til að segja af sér. 19.11.2017 11:18
Áfram óvissustig vegna Öræfajökuls: Unnið úr sýnum í dag Hjálmar Björgvinsson deildarstjóri Almannavarna hjá Ríkislögreglustjóra segir að vel sé fylgst með stöðu mála vegna Öræfajökuls. 19.11.2017 11:00
Safna fötum fyrir börn og unglinga á Íslandi sem eiga ekki nauðsynlegar flíkur Lumar þú á ónotuðum eða lítið notuðum barna- eða unglingafötum? 19.11.2017 10:39
Mun standa í vegi fyrir „ólöglegri“ kjarnorkuárás John Hyten, yfirmaður kjarnorkuvopnamála innan Bandaríkjahers, sagðist ekki myndu verða að ósk Bandaríkjaforseta ef hann fyrirskipaði kjarnorkuárás. 19.11.2017 10:17
Kosningunni Hverfið mitt lýkur á miðnætti: Íbúar í Reykjavík ráðstafa 450 milljónum í framkvæmdir Í dag er síðasti dagurinn í kosningunni Hverfið mitt, það sem íbúar í Reykjavík ráðstafa alls 450 milljónum í framkvæmdir í hverfunum. 19.11.2017 10:09
Námu hugsanlega boð úr neyðarsendi týnda kafbátsins Víðtæk leit hefur staðið yfir af argentískum kafbát og 44 manna áhöfn síðan á miðvikudag. 19.11.2017 09:00
Var nauðgað af ókunnugum manni í Barcelona: „Ég hélt að hann myndi drepa mig“ Líf Kristínar Þóru Sigurðardóttir snerist á hvolf eftir að henni var nauðgað þegar hún var í spænskunámi í Barcelona. Kristín Þóra var þá 19 ára gömul og hafði aðeins verið í borginni í rúma þrjá sólarhringa þegar hún varð fyrir árásinni. 19.11.2017 08:00
Hvassviðri með éljum í næstu viku: Fólk sem hyggur á ferðalög ætti að fylgjast vel með veðurspám Veðurspáin fyrir næstu daga er mjög kuldaleg. 19.11.2017 07:26
Keyrðu á ljósastaur og yfirgáfu svo vettvanginn Töluvert var um akstur undir áhrifum áfengis- og fíkniefna í nótt. 19.11.2017 07:08
Weinstein útbjó leynilista til að koma í veg fyrir ásakanir Breska dagblaðið The Observer hefur komist yfir leynilegan lista Harwey Weinstein sem hann setti saman til þess að átta sig á því hverjir vissu um ásakanir um kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hans hálfu. 18.11.2017 23:46
Óvissustig almannavarna áfram í gildi vegna Öræfajökuls Stöðufundur var haldinn á Veðurstofu Íslands í kvöld til þess að reyna fá skýrari mynd um hvað sé að gerast í Öræfajökli en í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins. Óvissustig almannavarna verður áfram í gildi á meðan staðan er rannsökuð. 18.11.2017 22:30
Leitar að bíræfnum þjóf sem stal bíl af áttræðum manni Maður sem er íbúi á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík varð fyrir barðinu á bíræfnum þjóf þegar hann sótt húsfund í sal hjúkrunarheimilisins á fimmtudaginn síðastliðinn. 18.11.2017 22:02
Davíð segir frásögn Jóhönnu af síðasta samtalinu ekki standast Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins segir að frásögn Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, af símtali þeirra á milli í febrúar 2009, ekki standast. Frásögnin sé rangfærsla sem verði að túlka sem rugl. 18.11.2017 21:30
Ólöglegar áfengisauglýsingar „úti um allt“ Þrátt fyrir að yfir fimmtán hundruð tilkynningar um ólöglegar áfengisauglýsingar hafi borist stjórnvöldum þá hefur ekki verið gripið í taumana. 18.11.2017 20:30