Segja málefni stúdenta vanrækt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. nóvember 2017 21:23 Aldís Mjöll Geirsdóttir, formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta, vill að hugað verði að málefnum stúdenta við myndun stjórnarsáttmála. Aldís Mjöll „Það er okkar skoðun að málefni stúdenta hafi verið vanrækt allt of lengi,“ segir Aldís Mjöll Geirsdóttir, formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta, sem fer þess á leit við flokkana sem eiga í stjórnarmyndunarviðræðum, Framsóknarflokk, Vinstri græn og Sjálfstæðisflokk, að horfa til sjónarmiða stúdenta við myndun stjórnarsáttmála.Lánasjóðs-og húsnæðismál brýnust í hugum stúdentaÍ aðdraganda nýafstaðinna þingkosninga funduðu fulltrúar allra aðildarfélaga Landssamtaka íslenskra stúdenta og komust að niðurstöðu hvaða málefni það væru sem brýnust væri í hugum stúdenta og gáfu út ályktun þess efnis. Nú, þegar stjórn Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna er í smíðum var tekin sú ákvörðun að skerpa á málefnum stúdenta og setja tvö mál á oddinn sem eru lánasjóðs- og húsnæðismál. Aldís Mjöll segist ekki hafa farið fram á fund með flokkunum en segir að það væri tilvalið að koma málunum áleiðis í eigin persónu. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, sagði frá því fyrr í kvöld að flokkarnir sem eiga í viðræðum nálgist stjórnarmyndunarviðræður með nýjum hætti en þekkist áður. Þau hafi komið að máli við ýmsa aðila í samfélaginu eins og Landlækni, og aðila vinnumarkaðarins.Enginn lánasjóður án stúdentaNú hefur ekki verið eining meðal stúdenta um hvers konar lánasjóðskerfi eigi að vera við lýði, er komin einhver niðurstaða hjá aðildarfélögunum?„Við hjá aðildarfélögum LÍS höfum enn ekki komið saman og rætt efnisleg atriði nýs lánasjóðskerfis en við ákváðum að áhersla númer eitt varðandi lánasjóðsmálin væri aðkoma stúdenta – að byrja þar. Það þyrfti sterka aðkomu stúdenta við myndun nýs kerfis frá upphafi,“ segir Aldís. Hún finnur að því hvernig málum var háttað við gerð „Illuga-frumvarpsins“ svokallaða. Leitað hafi verið til stúdenta þegar búið var að semja frumvarpið. „Okkur finnst eðlilegt og sjálfsagt að það sé aðkoma stúdenta frá upphafi, að það séu að minnsta kosti tveir fulltrúa stúdenta sem komi að vinnunni. Það væri enginn lánasjóður ef það væri ekki fyrir stúdenta,“ segir Aldís. Tengdar fréttir Þitt atkvæði skiptir máli - Kjóstu menntun Síðastliðnar tvær og hálfa viku hafa Landssamtök íslenskra stúdenta í samstarfi við aðildarfélög sín, eða hagsmunafélög íslenskra stúdenta, vakið athygli á stöðu háskólastigsins á Íslandi undir kassamerkinu #kjóstumenntun. 19. október 2017 09:00 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
„Það er okkar skoðun að málefni stúdenta hafi verið vanrækt allt of lengi,“ segir Aldís Mjöll Geirsdóttir, formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta, sem fer þess á leit við flokkana sem eiga í stjórnarmyndunarviðræðum, Framsóknarflokk, Vinstri græn og Sjálfstæðisflokk, að horfa til sjónarmiða stúdenta við myndun stjórnarsáttmála.Lánasjóðs-og húsnæðismál brýnust í hugum stúdentaÍ aðdraganda nýafstaðinna þingkosninga funduðu fulltrúar allra aðildarfélaga Landssamtaka íslenskra stúdenta og komust að niðurstöðu hvaða málefni það væru sem brýnust væri í hugum stúdenta og gáfu út ályktun þess efnis. Nú, þegar stjórn Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna er í smíðum var tekin sú ákvörðun að skerpa á málefnum stúdenta og setja tvö mál á oddinn sem eru lánasjóðs- og húsnæðismál. Aldís Mjöll segist ekki hafa farið fram á fund með flokkunum en segir að það væri tilvalið að koma málunum áleiðis í eigin persónu. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, sagði frá því fyrr í kvöld að flokkarnir sem eiga í viðræðum nálgist stjórnarmyndunarviðræður með nýjum hætti en þekkist áður. Þau hafi komið að máli við ýmsa aðila í samfélaginu eins og Landlækni, og aðila vinnumarkaðarins.Enginn lánasjóður án stúdentaNú hefur ekki verið eining meðal stúdenta um hvers konar lánasjóðskerfi eigi að vera við lýði, er komin einhver niðurstaða hjá aðildarfélögunum?„Við hjá aðildarfélögum LÍS höfum enn ekki komið saman og rætt efnisleg atriði nýs lánasjóðskerfis en við ákváðum að áhersla númer eitt varðandi lánasjóðsmálin væri aðkoma stúdenta – að byrja þar. Það þyrfti sterka aðkomu stúdenta við myndun nýs kerfis frá upphafi,“ segir Aldís. Hún finnur að því hvernig málum var háttað við gerð „Illuga-frumvarpsins“ svokallaða. Leitað hafi verið til stúdenta þegar búið var að semja frumvarpið. „Okkur finnst eðlilegt og sjálfsagt að það sé aðkoma stúdenta frá upphafi, að það séu að minnsta kosti tveir fulltrúa stúdenta sem komi að vinnunni. Það væri enginn lánasjóður ef það væri ekki fyrir stúdenta,“ segir Aldís.
Tengdar fréttir Þitt atkvæði skiptir máli - Kjóstu menntun Síðastliðnar tvær og hálfa viku hafa Landssamtök íslenskra stúdenta í samstarfi við aðildarfélög sín, eða hagsmunafélög íslenskra stúdenta, vakið athygli á stöðu háskólastigsins á Íslandi undir kassamerkinu #kjóstumenntun. 19. október 2017 09:00 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Þitt atkvæði skiptir máli - Kjóstu menntun Síðastliðnar tvær og hálfa viku hafa Landssamtök íslenskra stúdenta í samstarfi við aðildarfélög sín, eða hagsmunafélög íslenskra stúdenta, vakið athygli á stöðu háskólastigsins á Íslandi undir kassamerkinu #kjóstumenntun. 19. október 2017 09:00