Fleiri fréttir

Fleiri Afganar fá líklega hæli eftir nýtt mat Svía

Dómsmála- og innflytjendaráðherra Svíþjóðar, Morgan Johansson, telur að fleiri Afganar fái hæli í Svíþjóð í kjölfar nýs mats sænsku innflytjendastofnunarinnar á ástandinu í Afganistan.

Vinkonan varð forseta að falli

Suður-Kóreubúar geta þurft að að bíða í hálft ár eftir því hvort hæstiréttur staðfestir embættissviptingu forseta landsins, en hún er sögð hafa látið vinkonu sína draga sig inn í spillingarmál.

Þéna minna en foreldrarnir gerðu

Helmingur allra þrítugra Bandaríkjamanna, eða 49 prósent, þénar minna en foreldrar þeirra gerðu á sama aldri. Fyrir 40 árum voru þeir sem þénuðu minna en foreldrarnir átta prósent.

Enginn fær umboð frá Guðna

Guðni sendi flokksleiðtogunum skýr skilaboð um ábyrgð þeirra við myndun ríkisstjórnar. Logi og Birgitta hafa enn trú á því að flokkarnir fimm geti myndað stjórn. Katrín og Benedikt íhuga minnihlutastjórnir.

Hreiðar Már vill tíu milljónir

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, fer fram á að íslenska ríkið greiði honum tíu milljónir króna í miskabætur vegna meintra tengsla sérstaks saksóknara við héraðsdómara.

Lökustu skólarnir halda áfram að dragast aftur úr

Niðurstöður samræmdra prófa benda til þess að áfram sé vaxandi getumunur á milli nemenda á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Reykjanesbær kemur vel út úr prófunum í stærðfræði. 25 skólar skora langt fyrir neðan landsmeð

Segja fyrirheit um lækkun tryggingagjalds svikin

Samtök atvinnulífsins segja skorta efndir á loforðum um lækkun tryggingagjalds í band­ormsfrumvarpinu svokallaða, eða frumvarpi til laga um ýmsar forsendur fjárlagafrumvarpsins.

Erfitt að fá bóluefni

Sóttvarnalæknir keypti 65 þúsund skammta af inflúensubóluefni sem kláruðust snemma í haust eftir að inflúensan gerði óvænt vart við sig í september.

Komust naumlega út úr brennandi íbúð á Miklubraut

Tveir menn komust naumlega út úr brennandi kjallaraíbúð í fjölbýlishúsi við Miklubraut um klukkan fjögur í nótt. Slökkvilið frá tveimur stöðvum á höfuðborgarsvæðinu var sent á vettvang og var þá reykur farinn að berast um allt húsið þannig að ákveðið var að rýma aðrar íbúðir.

Bensínstöð brann á Þórshöfn

Grillskáli N-1 á Þórshöfn á Langanesi gjöreyðilagðist í eldi í nótt. Eldsins varð vart rétt fyrir klukkan fjögur.

Evu Joly gremst afstaða Svía

Eva Joly, Evrópuþingmaður og fyrrverandi saksóknari í Frakklandi, er vonsvikin yfir því að Svíar skyldu vera á móti stofnun saksóknaraembættis innan Evrópusambandsins, ESB.

Samningar samþykktir en grasrótin óánægð

Naumur meirihluti grunnskólakennara samþykkti kjarasamning í gærkvöldi. Kjaradeilan varð til þess að hundrað kennarar sögðu upp störfum. Grasrót kennara kallar eftir afsögn forystu kennara.

Vilja 435 milljónir í bætur vegna friðunar

Forsætisráðuneytið hafnaði í gær bótakröfu tveggja húseigenda vegna friðunar á tveimur húsum hér í borg. Samanlögð bótakrafa hljóðaði upp á um 435 milljónir króna.

Kattaeigendur í Hafnarfirði harmi slegnir

Grunur leikur á að eitrað hafi verið fyrir köttum í Hafnarfirði í síðustu viku en að minnsta kosti fjórir kettir hafa skyndilega drepist á þeim tíma en allir búa þeir á sama svæði. Eigendur kattanna eru harmi slegnir.

Birgitta: Vantaði upp á vilja til að miðla málum í mjög stórum málum

Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sem skilaði umboði til stjórnarmyndunar í dag segir að það hafi vantað upp á vilja til að miðla málum í mjög stórum málum hjá flokkunum fimm. Hún vill þó ekki benda á einn flokk sem að viðræðurnar hafi strandað á.

Sjá næstu 50 fréttir