Ekki undanþága vegna sparnaðar í útlöndum Óli Kristján Ármannsson skrifar 20. apríl 2016 09:35 Seðlabanki Íslands viðhefur eftirlit með því að lögum og reglum um gjaldeyrismál sé framfylgt, sem og því að þeir sem fengið hafi undanþágu frá ákvæðum laga um gjaldeyrismál framkvæmi ekki annað en þeim hefur verið veitt heimild til, að því er fram kemur í svari til bankans til Fréttablaðsins. Fréttablaðið/GVA Ekki hefði fengist undanþága frá gjaldeyrishöftum til söfnunar inn á eftirlaunasjóð Júlíusar Vífils Ingvarssonar, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sem vistaður var í aflandsfélagi í Panama. Þetta kemur fram í svari Seðlabankans við fyrirspurn Fréttablaðsins.Júlíus Vífill Ingvarsson vill ekkert tjá sig frekar um aflandsfélag. Fréttablaðið/DaníelJúlíus Vífill sagði sig frá borgarstjórn um síðustu mánaðamót eftir að ljóst var að nafn hans væri tengt félagi í Panama-skjölunum svonefndu. Í svari Seðlabankans kemur fram að fjármagnshreyfingar á milli landa séu bundnar takmörkunum í samræmi við ákvæði laga og reglna um gjaldeyrismál. Aðeins sé unnt að flytja fjármuni á milli landa ef það er sérstaklega undanþegið takmörkunum eða á grundvelli sérstakrar undanþágu frá Seðlabanka Íslands. „Innlendum aðilum er óheimilt að flytja fjármuni af reikningum sínum hjá fjármálafyrirtæki hér á landi yfir á reikning í sinni eigu hjá fjármálafyrirtæki erlendis í þeim tilgangi einum að halda úti sparnaði erlendis,“ segir þar jafnframt. Um leið er þó bent á að innlendur aðili geti átt fjármuni erlendis, sem ekki séu háðir skilaskyldu hingað til lands í samræmi við ákvæði laga um gjaldeyrismál, til dæmis vegna þess að fjármunir hafi verið í eigu viðkomandi aðila frá því fyrir 28. nóvember 2008 þegar fjármagnshöft voru innleidd hér á landi. „Í slíkum tilvikum getur innlendur aðili flutt þá fjármuni á milli tveggja bankareikninga í sinni eigu erlendis þar sem það telst ekki fjármagnshreyfing á milli landa í skilningi laga um gjaldeyrismál.“ Fram kom í umfjöllun Kastljóss 3. apríl að félag Júlíusar Vífils hefði verið stofnað í Panama í ársbyrjun 2014 og rík áhersla lögð á að leyna eignarhaldi hans. Ekki liggja fyrir upplýsingar um greiðslur í félagið. Júlíus Vífill vildi ekki tjá sig frekar um málið þegar eftir því var leitað í gær, en vísaði þess í stað til yfirlýsingar sinnar frá 1. apríl og ræðu á í borgarstjórn 5. apríl, en þá var lausnarbeiðni hans frá borgarstjórn samþykkt. Þá sagði hann að allt sem við kæmi þessum sjóði væri í samræmi við íslensk lög og reglur. „Enda naut ég sérfræðiráðgjafar til að tryggja að réttilega og löglega væri að málum staðið,“ segir í yfirlýsingu Júlíusar Vífils. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Ekki hefði fengist undanþága frá gjaldeyrishöftum til söfnunar inn á eftirlaunasjóð Júlíusar Vífils Ingvarssonar, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sem vistaður var í aflandsfélagi í Panama. Þetta kemur fram í svari Seðlabankans við fyrirspurn Fréttablaðsins.Júlíus Vífill Ingvarsson vill ekkert tjá sig frekar um aflandsfélag. Fréttablaðið/DaníelJúlíus Vífill sagði sig frá borgarstjórn um síðustu mánaðamót eftir að ljóst var að nafn hans væri tengt félagi í Panama-skjölunum svonefndu. Í svari Seðlabankans kemur fram að fjármagnshreyfingar á milli landa séu bundnar takmörkunum í samræmi við ákvæði laga og reglna um gjaldeyrismál. Aðeins sé unnt að flytja fjármuni á milli landa ef það er sérstaklega undanþegið takmörkunum eða á grundvelli sérstakrar undanþágu frá Seðlabanka Íslands. „Innlendum aðilum er óheimilt að flytja fjármuni af reikningum sínum hjá fjármálafyrirtæki hér á landi yfir á reikning í sinni eigu hjá fjármálafyrirtæki erlendis í þeim tilgangi einum að halda úti sparnaði erlendis,“ segir þar jafnframt. Um leið er þó bent á að innlendur aðili geti átt fjármuni erlendis, sem ekki séu háðir skilaskyldu hingað til lands í samræmi við ákvæði laga um gjaldeyrismál, til dæmis vegna þess að fjármunir hafi verið í eigu viðkomandi aðila frá því fyrir 28. nóvember 2008 þegar fjármagnshöft voru innleidd hér á landi. „Í slíkum tilvikum getur innlendur aðili flutt þá fjármuni á milli tveggja bankareikninga í sinni eigu erlendis þar sem það telst ekki fjármagnshreyfing á milli landa í skilningi laga um gjaldeyrismál.“ Fram kom í umfjöllun Kastljóss 3. apríl að félag Júlíusar Vífils hefði verið stofnað í Panama í ársbyrjun 2014 og rík áhersla lögð á að leyna eignarhaldi hans. Ekki liggja fyrir upplýsingar um greiðslur í félagið. Júlíus Vífill vildi ekki tjá sig frekar um málið þegar eftir því var leitað í gær, en vísaði þess í stað til yfirlýsingar sinnar frá 1. apríl og ræðu á í borgarstjórn 5. apríl, en þá var lausnarbeiðni hans frá borgarstjórn samþykkt. Þá sagði hann að allt sem við kæmi þessum sjóði væri í samræmi við íslensk lög og reglur. „Enda naut ég sérfræðiráðgjafar til að tryggja að réttilega og löglega væri að málum staðið,“ segir í yfirlýsingu Júlíusar Vífils.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira