Ekki undanþága vegna sparnaðar í útlöndum Óli Kristján Ármannsson skrifar 20. apríl 2016 09:35 Seðlabanki Íslands viðhefur eftirlit með því að lögum og reglum um gjaldeyrismál sé framfylgt, sem og því að þeir sem fengið hafi undanþágu frá ákvæðum laga um gjaldeyrismál framkvæmi ekki annað en þeim hefur verið veitt heimild til, að því er fram kemur í svari til bankans til Fréttablaðsins. Fréttablaðið/GVA Ekki hefði fengist undanþága frá gjaldeyrishöftum til söfnunar inn á eftirlaunasjóð Júlíusar Vífils Ingvarssonar, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sem vistaður var í aflandsfélagi í Panama. Þetta kemur fram í svari Seðlabankans við fyrirspurn Fréttablaðsins.Júlíus Vífill Ingvarsson vill ekkert tjá sig frekar um aflandsfélag. Fréttablaðið/DaníelJúlíus Vífill sagði sig frá borgarstjórn um síðustu mánaðamót eftir að ljóst var að nafn hans væri tengt félagi í Panama-skjölunum svonefndu. Í svari Seðlabankans kemur fram að fjármagnshreyfingar á milli landa séu bundnar takmörkunum í samræmi við ákvæði laga og reglna um gjaldeyrismál. Aðeins sé unnt að flytja fjármuni á milli landa ef það er sérstaklega undanþegið takmörkunum eða á grundvelli sérstakrar undanþágu frá Seðlabanka Íslands. „Innlendum aðilum er óheimilt að flytja fjármuni af reikningum sínum hjá fjármálafyrirtæki hér á landi yfir á reikning í sinni eigu hjá fjármálafyrirtæki erlendis í þeim tilgangi einum að halda úti sparnaði erlendis,“ segir þar jafnframt. Um leið er þó bent á að innlendur aðili geti átt fjármuni erlendis, sem ekki séu háðir skilaskyldu hingað til lands í samræmi við ákvæði laga um gjaldeyrismál, til dæmis vegna þess að fjármunir hafi verið í eigu viðkomandi aðila frá því fyrir 28. nóvember 2008 þegar fjármagnshöft voru innleidd hér á landi. „Í slíkum tilvikum getur innlendur aðili flutt þá fjármuni á milli tveggja bankareikninga í sinni eigu erlendis þar sem það telst ekki fjármagnshreyfing á milli landa í skilningi laga um gjaldeyrismál.“ Fram kom í umfjöllun Kastljóss 3. apríl að félag Júlíusar Vífils hefði verið stofnað í Panama í ársbyrjun 2014 og rík áhersla lögð á að leyna eignarhaldi hans. Ekki liggja fyrir upplýsingar um greiðslur í félagið. Júlíus Vífill vildi ekki tjá sig frekar um málið þegar eftir því var leitað í gær, en vísaði þess í stað til yfirlýsingar sinnar frá 1. apríl og ræðu á í borgarstjórn 5. apríl, en þá var lausnarbeiðni hans frá borgarstjórn samþykkt. Þá sagði hann að allt sem við kæmi þessum sjóði væri í samræmi við íslensk lög og reglur. „Enda naut ég sérfræðiráðgjafar til að tryggja að réttilega og löglega væri að málum staðið,“ segir í yfirlýsingu Júlíusar Vífils. Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Sjá meira
Ekki hefði fengist undanþága frá gjaldeyrishöftum til söfnunar inn á eftirlaunasjóð Júlíusar Vífils Ingvarssonar, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sem vistaður var í aflandsfélagi í Panama. Þetta kemur fram í svari Seðlabankans við fyrirspurn Fréttablaðsins.Júlíus Vífill Ingvarsson vill ekkert tjá sig frekar um aflandsfélag. Fréttablaðið/DaníelJúlíus Vífill sagði sig frá borgarstjórn um síðustu mánaðamót eftir að ljóst var að nafn hans væri tengt félagi í Panama-skjölunum svonefndu. Í svari Seðlabankans kemur fram að fjármagnshreyfingar á milli landa séu bundnar takmörkunum í samræmi við ákvæði laga og reglna um gjaldeyrismál. Aðeins sé unnt að flytja fjármuni á milli landa ef það er sérstaklega undanþegið takmörkunum eða á grundvelli sérstakrar undanþágu frá Seðlabanka Íslands. „Innlendum aðilum er óheimilt að flytja fjármuni af reikningum sínum hjá fjármálafyrirtæki hér á landi yfir á reikning í sinni eigu hjá fjármálafyrirtæki erlendis í þeim tilgangi einum að halda úti sparnaði erlendis,“ segir þar jafnframt. Um leið er þó bent á að innlendur aðili geti átt fjármuni erlendis, sem ekki séu háðir skilaskyldu hingað til lands í samræmi við ákvæði laga um gjaldeyrismál, til dæmis vegna þess að fjármunir hafi verið í eigu viðkomandi aðila frá því fyrir 28. nóvember 2008 þegar fjármagnshöft voru innleidd hér á landi. „Í slíkum tilvikum getur innlendur aðili flutt þá fjármuni á milli tveggja bankareikninga í sinni eigu erlendis þar sem það telst ekki fjármagnshreyfing á milli landa í skilningi laga um gjaldeyrismál.“ Fram kom í umfjöllun Kastljóss 3. apríl að félag Júlíusar Vífils hefði verið stofnað í Panama í ársbyrjun 2014 og rík áhersla lögð á að leyna eignarhaldi hans. Ekki liggja fyrir upplýsingar um greiðslur í félagið. Júlíus Vífill vildi ekki tjá sig frekar um málið þegar eftir því var leitað í gær, en vísaði þess í stað til yfirlýsingar sinnar frá 1. apríl og ræðu á í borgarstjórn 5. apríl, en þá var lausnarbeiðni hans frá borgarstjórn samþykkt. Þá sagði hann að allt sem við kæmi þessum sjóði væri í samræmi við íslensk lög og reglur. „Enda naut ég sérfræðiráðgjafar til að tryggja að réttilega og löglega væri að málum staðið,“ segir í yfirlýsingu Júlíusar Vífils.
Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Sjá meira