Bollakökur og vélmenni Birta Björnsdóttir skrifar 19. apríl 2016 19:30 Nokkrir nemendur í verkfræðideild Háskóla Íslands sýndu í dag lokaverkefni sín úr áfanga sem nefnist tölvustýrður velbúnaður. Meðal þess sem þar var til sýnis var eftirmynd vélmennisins BB-8 úr nýjustu Star Wars kvikmyndinni. BB-8 er úr smiðju þeirra Sverris Karls Björnssonar, Elíasar Steins Leifssonar, Kristins Arnar Björnssonar og Arnar Dúa Kristjánssonar. „Það voru tveir úr hópnum sem voru ekki búnir að sjá myndina áður en við byrjuðum, en þeir eru búnir að því núna,“ segir Sverrir Karl. „Við notuðum ljósaskerm af ljósastaur í stóru kúluna og plastskál fyrir hausinn. Þrívíddarprentaði hausinn sem við ætluðum að nota var of þungur svo við þurftum að nota plastskálina frekar,“ segir Sverrir. Sverrir Karl Björnsson, nemandi í verkfræði.Og það voru fleiri áhugaverð lokaverkefnin í tölvustýrðum vélbúnaði. Þau Kristín Guðmundsdóttir, Júlía Arnardóttir og Njáll Gunnarsson smíðuðu svokallaðan skreytingameistara. „Við ákváðum að útbúa sérstaka skreytivél, en við Júlía erum einu stelpurnar í þessum áfanga og þekkjum vel það vandamál að þurfa að skreyta of margar bollakökur,“ útskýrir Kristín. „Okkur datt því í hug að gera svona færiband sem snýr kökunum og þær stoppa á þremur stöðum í ferlinu. Á fyrstu stöðinni er sett krem á kökuna, þaðan fer hún í kurlara og þar er marglitu kökuskrauti dreift yfir þær. Að síðustu er þeim svo skutlað yfir á rennibraut þar sem þau renna niður á disk sem svo er hægt að bera fram.“ Hún segir þetta vissulega hafa verið ónsnyrtilegasta verkefnið á háskólaferlinum hingað til. „Já allt þetta krem og kökuskraut hefur dreifst út um allt,“ segir Kristín. Hún bætir við að líklegt sé að þau komi til með að bjóða upp á vel skreyttar bollakökur í fyrirhuguðum útskriftarveislum sínum í vor, það verði að nýta vélina. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Nokkrir nemendur í verkfræðideild Háskóla Íslands sýndu í dag lokaverkefni sín úr áfanga sem nefnist tölvustýrður velbúnaður. Meðal þess sem þar var til sýnis var eftirmynd vélmennisins BB-8 úr nýjustu Star Wars kvikmyndinni. BB-8 er úr smiðju þeirra Sverris Karls Björnssonar, Elíasar Steins Leifssonar, Kristins Arnar Björnssonar og Arnar Dúa Kristjánssonar. „Það voru tveir úr hópnum sem voru ekki búnir að sjá myndina áður en við byrjuðum, en þeir eru búnir að því núna,“ segir Sverrir Karl. „Við notuðum ljósaskerm af ljósastaur í stóru kúluna og plastskál fyrir hausinn. Þrívíddarprentaði hausinn sem við ætluðum að nota var of þungur svo við þurftum að nota plastskálina frekar,“ segir Sverrir. Sverrir Karl Björnsson, nemandi í verkfræði.Og það voru fleiri áhugaverð lokaverkefnin í tölvustýrðum vélbúnaði. Þau Kristín Guðmundsdóttir, Júlía Arnardóttir og Njáll Gunnarsson smíðuðu svokallaðan skreytingameistara. „Við ákváðum að útbúa sérstaka skreytivél, en við Júlía erum einu stelpurnar í þessum áfanga og þekkjum vel það vandamál að þurfa að skreyta of margar bollakökur,“ útskýrir Kristín. „Okkur datt því í hug að gera svona færiband sem snýr kökunum og þær stoppa á þremur stöðum í ferlinu. Á fyrstu stöðinni er sett krem á kökuna, þaðan fer hún í kurlara og þar er marglitu kökuskrauti dreift yfir þær. Að síðustu er þeim svo skutlað yfir á rennibraut þar sem þau renna niður á disk sem svo er hægt að bera fram.“ Hún segir þetta vissulega hafa verið ónsnyrtilegasta verkefnið á háskólaferlinum hingað til. „Já allt þetta krem og kökuskraut hefur dreifst út um allt,“ segir Kristín. Hún bætir við að líklegt sé að þau komi til með að bjóða upp á vel skreyttar bollakökur í fyrirhuguðum útskriftarveislum sínum í vor, það verði að nýta vélina.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira