Mikið hefur dregið úr notkun rafmagns á íslenskum heimilum Svavar Hávarðsddon skrifar 20. apríl 2016 00:01 Sparperan og betri raftæki spara samfélaginu milljarða. NordicPhotos/Getty Þökk sé orkusparandi perum og sparneytnari heimilistækjum að árleg meðaltalsnotkun heimila á rafmagni hefur minnkað úr 4,9 megavattstundum (MWh) árið 2009 niður í 4,5 MWh árið 2014. Rafmagnsnotkun heimila hefur því minnkað um átta prósent frá 2009. Þetta kemur fram í nýrri raforkuspá orkuspárnefndar sem áætlar að orkunotkun hvers heimilis muni minnka niður í 4 MWh á næstu árum. Í frétt á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins segir að helstu orsakir minni raforkunotkunar á heimilum landsmanna séu breytingar í lýsingu þar sem mun orkugrennri perur en glóperurnar eru komnar til sögunnar og heimilistæki hafa orðið sparneytnari. Á móti kemur að tækjum á heimilum hefur farið fjölgandi en flestar nýjar tækjategundir eru orkugrannar. Í raforkuspánni kemur fram að lengi vel hafi almenn heimilisnotkun utan rafhitunar farið vaxandi og náði hún hámarki árið 2009. Núna hefur hún hins vegar ekki verið jafn lítil í áratug. Gert er ráð fyrir að fyrrnefndar breytingar í lýsingu fari einnig að skila sér í garðyrkju eftir nokkur ár og mun þá raforkunotkun í landbúnaði minnka. Haldi þróunin áfram eins og spáin gerir ráð fyrir þá nemur árlegur þjóðhagslegur sparnaður um tveimur milljörðum króna. Þetta hefur líka það í för með sér að nú á tímum umframeftirspurnar eftir raforku hafa orkufyrirtækin 130 GWst til sölu án þess að leggja í kostnað við nýjar virkjanir. Til samanburðar er orkuvinnsla Steingrímsstöðvar 122 GWst/ári. Rekstur Steingrímsstöðvar hófst árið 1959 og er uppsett afl hennar 27 megavött (MW) – en þar er virkjað fall Efra-Sogs úr Þingvallavatni í Úlfljótsvatn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Þökk sé orkusparandi perum og sparneytnari heimilistækjum að árleg meðaltalsnotkun heimila á rafmagni hefur minnkað úr 4,9 megavattstundum (MWh) árið 2009 niður í 4,5 MWh árið 2014. Rafmagnsnotkun heimila hefur því minnkað um átta prósent frá 2009. Þetta kemur fram í nýrri raforkuspá orkuspárnefndar sem áætlar að orkunotkun hvers heimilis muni minnka niður í 4 MWh á næstu árum. Í frétt á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins segir að helstu orsakir minni raforkunotkunar á heimilum landsmanna séu breytingar í lýsingu þar sem mun orkugrennri perur en glóperurnar eru komnar til sögunnar og heimilistæki hafa orðið sparneytnari. Á móti kemur að tækjum á heimilum hefur farið fjölgandi en flestar nýjar tækjategundir eru orkugrannar. Í raforkuspánni kemur fram að lengi vel hafi almenn heimilisnotkun utan rafhitunar farið vaxandi og náði hún hámarki árið 2009. Núna hefur hún hins vegar ekki verið jafn lítil í áratug. Gert er ráð fyrir að fyrrnefndar breytingar í lýsingu fari einnig að skila sér í garðyrkju eftir nokkur ár og mun þá raforkunotkun í landbúnaði minnka. Haldi þróunin áfram eins og spáin gerir ráð fyrir þá nemur árlegur þjóðhagslegur sparnaður um tveimur milljörðum króna. Þetta hefur líka það í för með sér að nú á tímum umframeftirspurnar eftir raforku hafa orkufyrirtækin 130 GWst til sölu án þess að leggja í kostnað við nýjar virkjanir. Til samanburðar er orkuvinnsla Steingrímsstöðvar 122 GWst/ári. Rekstur Steingrímsstöðvar hófst árið 1959 og er uppsett afl hennar 27 megavött (MW) – en þar er virkjað fall Efra-Sogs úr Þingvallavatni í Úlfljótsvatn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira