Fleiri fréttir

Talibanar sækja fram í Sangin

Vígamenn sitja um hundruð hermenn og lögreglumenn nærri bænum, sem er sagður vera undir stjórn Talibana.

Yfirlýsing um loftslag á Höfn

"Sveitarfélagið er fyrsta sveitarfélag á Íslandi sem gerist aðili að loftslagsverkefni Landverndar. Tækifærin liggja í loftinu,“ segir í bókun bæjarráðs Hornafjarðar sem í gær samþykkti fyrir sitt leyti yfirlýsingu um samstarf við Landvernd.

Styrkja svæðiskerfi Landsnets á Austurlandi

Framkvæmdir eru að hefjast við lagningu 132 kílóvolta jarðstrengja frá Stuðlalínu 2 sunnan Eskifjarðar að tengivirki Landsnets á Eskifirði og áfram þaðan að loftlínum ofan við bæinn.

Fagna samþykkt um fullgildingu

Íslandsdeild Amnesty International fagnar nýtilkominni samþykkt þingsályktunar um fullgildingu valfrjálsrar bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.

Ósáttir við yfirlýsingar Gunnars Braga

Samráðherrar Gunnars Braga Sveinssonar eru ósáttir við afdráttarlausar yfirlýsingar um stuðning hans við viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Stjórnvöld hafa ekki tekið formlega ákvörðun um þátttöku.

Djúpborun fær veglegan styrk

Rannsóknaráætlun Evrópusambandsins, Horizon 2020, hefur veitt styrk upp á tæpar tuttugu milljónir evra – eða um þrjá milljarða íslenskra króna – til rannsókna og þróunar við jarðhitanýtingu á Reykjanesi og í suðurhluta Frakklands.

Sjá næstu 50 fréttir