Nissan dregur sig úr þolaksturskeppnum Finnur Thorlacius skrifar 23. desember 2015 09:05 Nissan GT-R LM Nismo. Autoblog Nissan kom verulega á óvart með þátttökubíl sínum í þolaksturskeppnum síðasta tímabils með framhjóladrifnum bíl með vélina frammí, sem kallaður var GT-R LM Nismo. Nissan taldi með því að bíllinn hefði yfirburði yfir aðra keppnisbíla með betra gripi og meiri yfirþrýstingi á griphjólin og betra loftflæði. Þetta reyndist alrangt hjá Nissan og bíllinn stóð sig ílla í samkeppninni við Porsche, Audi og Toyota bíla sem slátruðu þessum byltingarkennda bíl. Þetta hefur Nissan nú viðurkennt og hefur dregið sig úr keppninni. Nissan var með 3 svona keppnisbíla í Le Mans keppninni og enginn þeirra kláraði keppnina, svo að eitthvað meira var að þessum bílum. Það að Nissan dregur sig bæði úr Le Mans keppninni og þolaksturkeppnisröðinni FIA World Endurance Championship er ekki til að gleðja keppnishaldara sem glaðst hafa yfir þátttöku hvaða bílaframleiðanda sem er, ekki síst stórra framleiðenda eins og Nissan. Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent
Nissan kom verulega á óvart með þátttökubíl sínum í þolaksturskeppnum síðasta tímabils með framhjóladrifnum bíl með vélina frammí, sem kallaður var GT-R LM Nismo. Nissan taldi með því að bíllinn hefði yfirburði yfir aðra keppnisbíla með betra gripi og meiri yfirþrýstingi á griphjólin og betra loftflæði. Þetta reyndist alrangt hjá Nissan og bíllinn stóð sig ílla í samkeppninni við Porsche, Audi og Toyota bíla sem slátruðu þessum byltingarkennda bíl. Þetta hefur Nissan nú viðurkennt og hefur dregið sig úr keppninni. Nissan var með 3 svona keppnisbíla í Le Mans keppninni og enginn þeirra kláraði keppnina, svo að eitthvað meira var að þessum bílum. Það að Nissan dregur sig bæði úr Le Mans keppninni og þolaksturkeppnisröðinni FIA World Endurance Championship er ekki til að gleðja keppnishaldara sem glaðst hafa yfir þátttöku hvaða bílaframleiðanda sem er, ekki síst stórra framleiðenda eins og Nissan.
Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent