Innlent

Bóluefni við inflúensu er uppurið í landinu

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Öndunarfæraveirusýkingarnar geta lagst þungt á suma en aðrir sleppa vel.
Öndunarfæraveirusýkingarnar geta lagst þungt á suma en aðrir sleppa vel. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Allt bóluefni gegn árlegri inflúensu er uppurið í landinu en frá því í haust hafa sextíu þúsund skammtar verið seldir.

„Við eigum von á fleiri skömmtum til landsins næstu daga,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann segir ekki of seint að láta bólusetja sig þótt árleg inflúensa sé farin að láta á sér kræla. Hún sé þó enn ekki farin að ganga.

Nokkrar tegundir af öndunarfæraveirum hafa verið greindar á undanförnum vikum. „Þetta getur lagst þungt á suma en aðrir sleppa vel.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×