Fleiri fréttir

Nýr jepplingur frá Borgward

Borgward er þýskur bílaframleiðandi sem varð gjaldþrota árið 1963 en hefur nú verið endurvakið.

Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn

Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu.

Ríkið dregur lappirnar í vinnuvernd

Vinnueftirlitið hnýtir í Stjórnarráðið í nýrri ársskýrslu og hvetur eindregið til þess að vinnuvernd verði gert hærra undir höfði. Erindi hafa verið send allt frá hruni.

Leigusalar fela myglusvepp

Fjölmörg dæmi eru um leigjendur sem hrekjast út úr íbúðum vegna veikinda af völdum myglusvepps. Framkvæmdastjóri Leigusamtakanna segir sárlega skorta eftirlit með leigumarkaðnum.

Hvalaskoðunarfyrirtæki hafnar ásökunum leiðsögumanns

Fyrrverandi leiðsögumaður kveðst telja hvalaskoðunarfyrirtæki sigla með ­farþega í ólgusjó til að verða ekki af tekjum. Framkvæmdastjóri Gentle Giant á Húsavík segir skipstjóra meta hvort þeir sigli. Farþegar séu upplýstir um stöðuna fyrirfram.

Rækta kakó- og kaffibaunir í gróðurhúsi í Hveragerði

Í hitabeltisgróðurhúsi á Reykjum í Ölfusi hefur gengið vel að rækta kakóplöntur síðustu ár og þar er von á fyrstu uppskeru. Kaffibaunaplöntur hafa verið ræktaðar þar árum saman og íslenski kaffisopinn dýr en eftirsóttur.

Gert skylt að taka hallarekstur með sér

Sviðum og stofnunum innan Reykjavíkurborgar verður gert að bera ábyrgð á rekstri sínum með því að taka halla eða afgang með sér frá fyrra fjárhagsári yfir á það næsta. Verði halli á einhverjum málaflokkum þurfa þeir að mæta hallanum á næsta ári. Þetta var samþykkt í borgarráði í gær.

Telja lýðveldisherinn enn að störfum

Peter Robinson, forsætisráðherra Norður-Írlands, hefur sagt af sér eftir að frumvarp um að leysa upp þingið og boða til kosninga var felld í kosningu á þinginu í gær. Þá er búist við því að fleiri ráðherrar muni segja af sér á næstunni.

Breyta leiðakerfi Strætó vegna samgöngumiðstöðvar

Stýrihópur Reykjavíkur­borgar um leiðakerfisbreytingar í Reykjavík hefur gefið út drög til umsagnar þar sem lagðar eru fram breytingar á leiðakerfi Strætó vestan­megin við Kringlumýrarbrautina. Breytingar eru vegna fyrirhugaðrar samgöngumiðstöðvar á Umferðarmiðstöðvarreit (BSÍ).

Fræða LSH um kynáttunarvanda barna

Tveir hollenskir sérfræðingar í málefnum barna og unglinga með kynáttunarvanda aðstoða transteymi Landspítalans og fræða starfsfólk um kynáttunarvanda barna og unglinga.

Snýr aftur með frumvarp um sölu áfengis

„Það stendur til að þetta verði forgangsmál okkar. Allir þingflokkar velja sín forgangsmál og ég á von á að þetta verði eitt þeirra,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Sjá næstu 50 fréttir