Ríkið dregur lappirnar í vinnuvernd Svavar Hávarðsson skrifar 11. september 2015 07:00 Undirmönnun lögregluembættanna í landinu er ein aðalskýringin á því af hverju opinber stjórnsýsla leiðir slysatölfræði Vinnueftirlitsins. vísir/pjetur Vinnueftirlit ríkisins hefur allt frá hruni endurtekið beint því til Stjórnarráðsins að gera átak í vinnuvernd þeirra fjölmörgu sem starfa hjá hinu opinbera. Vinnuslys opinberra starfsmanna, bæði í opinberri stjórnsýslu og þjónustu, eru hvað stærstu tölurnar í allri slysatölfræði eftirlitsins. Þolinmæði forsvarsmanna eftirlitsins virðist þrotin vegna þess hversu fálega er tekið í erindi þeirra.Eyjólfur SæmundssonEnn og aftur „Ég vil ekki ganga svo langt að þeir hafi skellt alveg skollaeyrum við þeim ábendingum sem við höfum komið á framfæri. En það er alveg ljóst að þeir þurfa að taka á sínum málum og vinna að því hörðum höndum að fækka slysum,“ segir Eyjólfur Sæmundsson forstjóri spurður um málið, en í nýrri ársskýrslu Vinnueftirlitsins segir: „Opinber stjórnsýsla, þ.m.t. lögregla en einnig aðrir innan þess geira, tilkynna hins vegar um langflest slys og óhöpp. Staðreynd sem enn og aftur þarf að beinast til Stjórnarráðsins og ekki síst innanríkisráðuneytis um að krefjast þess að þeir axli ábyrgð á að bæta vinnuumhverfi sinna starfsmanna og þeirra sem heyra undir opinbera stjórnsýslu.“ Kristinn Tómasson, yfirlæknir VER, sem þarna heldur á penna, segir að strax við hrun og árin á eftir hafi því verið beint til stjórnvalda að huga að vinnuvernd – enda þegar allt er skoðað ættu stjórnvöld að ganga á undan með góðu fordæmi. Það sé hins vegar fjarri því að vera raunin. Hann segir að stærsti hópurinn sem um ræðir sé lögreglan – en einnig slökkvilið sveitarfélaganna svo og margir aðrir í fjölþættum störfum á vegum hins opinbera. Vandi lögreglunnar er varðar vinnuvernd sé mikill og viðvarandi undirmönnun rót þess vanda. Það sama eigi við um opinbera þjónustu; þar sé vinnuvernd áhyggjuefni en undir hana falla heilbrigðisstarfsmenn svo dæmi sé tekið um stétt þar sem vinnuslys eru algeng. Undirmönnun kemur þar líka mikið við sögu. „Það er margt sem kallar á það að hið opinbera gangi fram með skipulegum hætti við að bæta vinnuverndarstarf hjá sér. Það hefur það ekki haft í forgrunni með nægilega skýrum hætti, því við sjáum þess ekki stað að vinnuverndarstarf sé á háum stalli og það vantar skilning á því að þetta er einn mælikvarði á góða þjónustu að vinnuumhverfið sé slysa- og hættulaust fyrir starfsmenn og þá einnig öruggara fyrir þá sem þiggja þjónustuna,“ segir Kristinn og bætir við að þá sé kostnaðurinn ótalinn. Erlendar rannsóknir sýna að vinnuslys og atvinnutengdir sjúkdómar kosta vestræn samfélög eins og okkar 3 til 4% af landsframleiðslu, sem samsvarar 50 til 70 milljörðum hjá okkur Íslendingum.Kristinn TómassonTruflandi tala Kristinn segir að tölfræði yfir vinnuslys hjá þeim sem starfa við opinbera stjórnsýslu sé „truflandi tala“. Tilkynnt slys eru 409 alls árið 2014 og fleiri en í öðrum flokkum atvinnustarfsemi. Byggingageirinn kroppar í einn fjórða af þessari tölu. Beinbrot eru einn mælikvarði á alvarlegustu vinnuslysin og þar er það sama uppi á teningnum. Á árinu var tilkynnt um alls 1.742 vinnuslys. „Auðvitað er ríkið stærsti vinnuveitandinn en á sama hátt skal minnt á það að mannréttindi felast í því að koma heill heim. Oft er skorið niður í bein á þeim bæ en þá gleyma menn því að ein árangursríkasta leiðin til að ná hagræðingu er að hafa vinnuverndarmál í lagi. Það er nefnilega óhemjudýrt að missa frá sér starfsmenn í vinnuslysum svo ekki sé talað um þrautir þeirra sem lenda í þessum slysum,“ segir Kristinn og segir að sér finnist „hrikalega illa“ farið með fé hins opinbera að hafa þessi mál ekki í lagi. „Við verðum að brjóta okkur út úr því mynstri að hugsa um vinnuvernd eftir að starfsmaðurinn hefur slasað sig, og opinberar stofnanir og fyrirtæki verða að setja þessi mál á oddinn.“ Kristinn bætir við að ábyrgðin liggi hjá yfirmönnum viðkomandi stofnana og fyrirtækja hins opinbera en það breyti ekki því að skilaboðin þurfi að koma úr efsta stóli ráðuneytanna og frá ráðherra. Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Vinnueftirlit ríkisins hefur allt frá hruni endurtekið beint því til Stjórnarráðsins að gera átak í vinnuvernd þeirra fjölmörgu sem starfa hjá hinu opinbera. Vinnuslys opinberra starfsmanna, bæði í opinberri stjórnsýslu og þjónustu, eru hvað stærstu tölurnar í allri slysatölfræði eftirlitsins. Þolinmæði forsvarsmanna eftirlitsins virðist þrotin vegna þess hversu fálega er tekið í erindi þeirra.Eyjólfur SæmundssonEnn og aftur „Ég vil ekki ganga svo langt að þeir hafi skellt alveg skollaeyrum við þeim ábendingum sem við höfum komið á framfæri. En það er alveg ljóst að þeir þurfa að taka á sínum málum og vinna að því hörðum höndum að fækka slysum,“ segir Eyjólfur Sæmundsson forstjóri spurður um málið, en í nýrri ársskýrslu Vinnueftirlitsins segir: „Opinber stjórnsýsla, þ.m.t. lögregla en einnig aðrir innan þess geira, tilkynna hins vegar um langflest slys og óhöpp. Staðreynd sem enn og aftur þarf að beinast til Stjórnarráðsins og ekki síst innanríkisráðuneytis um að krefjast þess að þeir axli ábyrgð á að bæta vinnuumhverfi sinna starfsmanna og þeirra sem heyra undir opinbera stjórnsýslu.“ Kristinn Tómasson, yfirlæknir VER, sem þarna heldur á penna, segir að strax við hrun og árin á eftir hafi því verið beint til stjórnvalda að huga að vinnuvernd – enda þegar allt er skoðað ættu stjórnvöld að ganga á undan með góðu fordæmi. Það sé hins vegar fjarri því að vera raunin. Hann segir að stærsti hópurinn sem um ræðir sé lögreglan – en einnig slökkvilið sveitarfélaganna svo og margir aðrir í fjölþættum störfum á vegum hins opinbera. Vandi lögreglunnar er varðar vinnuvernd sé mikill og viðvarandi undirmönnun rót þess vanda. Það sama eigi við um opinbera þjónustu; þar sé vinnuvernd áhyggjuefni en undir hana falla heilbrigðisstarfsmenn svo dæmi sé tekið um stétt þar sem vinnuslys eru algeng. Undirmönnun kemur þar líka mikið við sögu. „Það er margt sem kallar á það að hið opinbera gangi fram með skipulegum hætti við að bæta vinnuverndarstarf hjá sér. Það hefur það ekki haft í forgrunni með nægilega skýrum hætti, því við sjáum þess ekki stað að vinnuverndarstarf sé á háum stalli og það vantar skilning á því að þetta er einn mælikvarði á góða þjónustu að vinnuumhverfið sé slysa- og hættulaust fyrir starfsmenn og þá einnig öruggara fyrir þá sem þiggja þjónustuna,“ segir Kristinn og bætir við að þá sé kostnaðurinn ótalinn. Erlendar rannsóknir sýna að vinnuslys og atvinnutengdir sjúkdómar kosta vestræn samfélög eins og okkar 3 til 4% af landsframleiðslu, sem samsvarar 50 til 70 milljörðum hjá okkur Íslendingum.Kristinn TómassonTruflandi tala Kristinn segir að tölfræði yfir vinnuslys hjá þeim sem starfa við opinbera stjórnsýslu sé „truflandi tala“. Tilkynnt slys eru 409 alls árið 2014 og fleiri en í öðrum flokkum atvinnustarfsemi. Byggingageirinn kroppar í einn fjórða af þessari tölu. Beinbrot eru einn mælikvarði á alvarlegustu vinnuslysin og þar er það sama uppi á teningnum. Á árinu var tilkynnt um alls 1.742 vinnuslys. „Auðvitað er ríkið stærsti vinnuveitandinn en á sama hátt skal minnt á það að mannréttindi felast í því að koma heill heim. Oft er skorið niður í bein á þeim bæ en þá gleyma menn því að ein árangursríkasta leiðin til að ná hagræðingu er að hafa vinnuverndarmál í lagi. Það er nefnilega óhemjudýrt að missa frá sér starfsmenn í vinnuslysum svo ekki sé talað um þrautir þeirra sem lenda í þessum slysum,“ segir Kristinn og segir að sér finnist „hrikalega illa“ farið með fé hins opinbera að hafa þessi mál ekki í lagi. „Við verðum að brjóta okkur út úr því mynstri að hugsa um vinnuvernd eftir að starfsmaðurinn hefur slasað sig, og opinberar stofnanir og fyrirtæki verða að setja þessi mál á oddinn.“ Kristinn bætir við að ábyrgðin liggi hjá yfirmönnum viðkomandi stofnana og fyrirtækja hins opinbera en það breyti ekki því að skilaboðin þurfi að koma úr efsta stóli ráðuneytanna og frá ráðherra.
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira