Innlent

Forlaginu gert að greiða 20 milljónir króna

Atli Ísleifsson skrifar
Hæstiréttur felldi hluta úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála úr gildi.
Hæstiréttur felldi hluta úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála úr gildi. Vísir/GVA
Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá október í fyrra þar sem Forlagið var dæmt vegna brota á samkeppnislögum og til greiðslu 20 milljóna króna í ríkissjóð. Hluti úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála var hins vegar fellur úr gildi.

Forlagið áfrýjaði dómi héraðsdóms, en Samkeppniseftirlitið hafði áður talið að Forlagið hefði brotið gegn þeim skilmálum sem félagið hafði skuldbundið sig til að fara eftir þegar JPV-útgáfa og Vegamót sameinuðust í Forlagið 2008.

Í dómnum segir að Forlaginu hafi verið óheimilt aðhafa nokkur afskipti af söluverði endurseljenda eða birta söluverð þeirra á bókum sem félagið gæfi út. Á móti kemur að Hæstiréttur taldi að Forlagið hefði ekki brotið gegn reglum um að veita afslátt til endurseljenda nema hægt væri að færa fyrir því „óyggjandi kostnaðarleg rök“.

Áfrýjunarnefndin hafði áður lagt til að Forlagið myndi greiða þá 25 milljóna króna stjórnvaldssekt sem Samkeppniseftirlitið hafði lagt til. Héraðsdómur hafði einnig dæmt Forlagið til greiðslu 25 milljóna króna, en Hæstiréttur lækkaði sektina í 20 milljónir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×