Innlent

Fræða LSH um kynáttunarvanda barna

Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar
Thomas Steensma sálfræðingur og Daniel Klink læknir fræða transteymi Landspítalans um kynáttunarvanda barna og unglinga.
Thomas Steensma sálfræðingur og Daniel Klink læknir fræða transteymi Landspítalans um kynáttunarvanda barna og unglinga. Fréttablaðið/Anton
Tveir hollenskir sérfræðingar í málefnum barna og unglinga með kynáttunarvanda aðstoða transteymi Landspítalans og fræða starfsfólk um kynáttunarvanda barna og unglinga.

Thomas Steensma sálfræðingur og Daniel Klink læknir eru framarlega á þessu sviði í Hollandi og gjarnan er vitnað til rannsókna þeirra hvað varðar meðferð og líðan ungs fólks með kynáttunarvanda. „Við ætlum að tala um hvaða læknismeðferða og aðferða sé hægt að grípa til þegar börn og unglingar eiga í kynáttunarvanda. Það sem er mikilvægast er að grípa strax inn í og hjálpa þeim. Þannig er mögulegt að koma í veg fyrir alvarlega vanlíðan, þunglyndi og aðra geðsjúkdóma,“ segir Thomas.

Hann bendir á að það geti reynst unglingum afar sárt og erfitt að ganga í gegnum kynþroskaskeið upplifi þau sig sem annað kyn. Þess vegna hafi það gefið góða raun að bæla kynþroska með lyfjagjöf þangað til þau taka ákvörðun um kynleiðréttingu. Ákvörðunina segir hann einnig mikilvægt að taka að vel ígrunduðu mál en eins fljótt og mögulegt er.

„Ungt fólk finnur til togstreitu og vanlíðunar tengt því að vera í röngu kynhlutverki og því þarf að hjálpa því að takast á við það, það þarf að fara fram ítarlegt mat á vandanum og taka ákvörðun um meðferðarúrræði. Það hefur reynst vel að tefja kynþroska með lyfjum,“ segir hann og bendir á að afleiðingar þess að grípa ekki inn í vandann geti verið alvarlegar. 

„Það er til dæmis erfitt fyrir karlmann að gangast undir kynleiðréttingu þegar hann hefur gengið í gegnum kynþroskann. Að venjast kvenlíkamanum getur verið erfið lífsreynsla eftir að hafa orðið fullvaxta karlmaður.  Það má koma í veg fyrir þetta með því að hjálpa þessum einstaklingum fyrr.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×