Vegakaflinn Eiði-Þverá opnaður á Vestfjörðum í dag Atli Ísleifsson skrifar 11. september 2015 10:36 Vegurinn þverar Mjóafjörð og Kjálkafjörð. Vísir/Egill Sextán kílómetra nýr vegakafli sem liggur frá Eiði í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði á sunnanverðum Vestfjörðum verður formlega opnaður síðar í dag. Ólöf Nordal innanríkisráðherra mun klippa á borða með aðstoð Hreins Haraldssonar vegamálastjóra og fer athöfnin fram við áningarstað sem er rétt austan brúarinnar yfir Mjóafjörð. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að Vestfjarðavegur (60) sé aðalsamgönguæð sunnanverðra Vestfjarða. „Hinn nýi vegur sem nú er formlega tekinn í notkun liggur frá Eiði í Vattarfirði að Þverá í Kjálkafirði. Nýi vegurinn er 16 km langur og leysir af hólmi 24 km langan malarveg og styttir því leiðina um 8 km. Vegurinn þverar Mjóafjörð og Kjálkafjörð. Kostnaður var í upphafi áætlaður 3,6 milljarðar króna og stefnir í að lokakostnaður verði 3,7-3,8 milljarðar á sambærilegu verðlagi. Þetta er einn af stóráföngunum í bættum samgöngum á svæðinu en önnur helstu verk sem unnin hafa verið á síðustu árum eru Brattabrekka (2003), vegur um Svínadal (2007), þverun Gilsfjarðar (1999), vegur um Klettsháls (2004), vegur úr Kjálkafirði í Vatnsfjörð (2010) og um Kleifaheiði (2002). Að þessum áfanga loknum er aðeins einn stór áfangi eftir á sunnanverðum Vestfjörðum, kaflinn í Gufudalssveit þar sem ágreiningur hefur verið um vegagerð um Teigsskóg,“ segir í tilkynningunni. Vegurinn er byggður í vegflokki C8, með heildarbreidd 8,0 metra en þar af er slitlag 7,0 metra breitt. Tvær brýr voru byggðar vegna þverana fjarðanna. Brúin á Mjóafirði er 160 metra löng og brúin á Kjálkafirði er 117 metra. Í veginn fóru um 1.600 þ.m3 af efni og í brýrnar fóru um 2.900 m3 af steypu og um 215 tonn af stáli.Mynd/VegagerðinSteypta brúin yfir Mjóafjörð er 140 metra löng. Myndin var tekin í september 2014 af framkvæmdunum.Mynd/Egill Tengdar fréttir Vestfjarðavegur orðinn átta kílómetrum styttri Nýja brúin yfir Mjóafjörð inn af Kerlingarfirði í Austur-Barðastrandarsýslu var opnuð fyrir almenna umferð í dag. 15. desember 2014 15:45 Styttri leið og færri holur með brú yfir Kjálkafjörð Nýja brúin yfir Kjálkafjörð hefur verið opnuð umferð samtímis því sem tíu kílómetrar af bundnu slitlagi hafa bæst á þjóðveginn um sunnanverða Vestfirði. 30. september 2014 19:30 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Sextán kílómetra nýr vegakafli sem liggur frá Eiði í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði á sunnanverðum Vestfjörðum verður formlega opnaður síðar í dag. Ólöf Nordal innanríkisráðherra mun klippa á borða með aðstoð Hreins Haraldssonar vegamálastjóra og fer athöfnin fram við áningarstað sem er rétt austan brúarinnar yfir Mjóafjörð. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að Vestfjarðavegur (60) sé aðalsamgönguæð sunnanverðra Vestfjarða. „Hinn nýi vegur sem nú er formlega tekinn í notkun liggur frá Eiði í Vattarfirði að Þverá í Kjálkafirði. Nýi vegurinn er 16 km langur og leysir af hólmi 24 km langan malarveg og styttir því leiðina um 8 km. Vegurinn þverar Mjóafjörð og Kjálkafjörð. Kostnaður var í upphafi áætlaður 3,6 milljarðar króna og stefnir í að lokakostnaður verði 3,7-3,8 milljarðar á sambærilegu verðlagi. Þetta er einn af stóráföngunum í bættum samgöngum á svæðinu en önnur helstu verk sem unnin hafa verið á síðustu árum eru Brattabrekka (2003), vegur um Svínadal (2007), þverun Gilsfjarðar (1999), vegur um Klettsháls (2004), vegur úr Kjálkafirði í Vatnsfjörð (2010) og um Kleifaheiði (2002). Að þessum áfanga loknum er aðeins einn stór áfangi eftir á sunnanverðum Vestfjörðum, kaflinn í Gufudalssveit þar sem ágreiningur hefur verið um vegagerð um Teigsskóg,“ segir í tilkynningunni. Vegurinn er byggður í vegflokki C8, með heildarbreidd 8,0 metra en þar af er slitlag 7,0 metra breitt. Tvær brýr voru byggðar vegna þverana fjarðanna. Brúin á Mjóafirði er 160 metra löng og brúin á Kjálkafirði er 117 metra. Í veginn fóru um 1.600 þ.m3 af efni og í brýrnar fóru um 2.900 m3 af steypu og um 215 tonn af stáli.Mynd/VegagerðinSteypta brúin yfir Mjóafjörð er 140 metra löng. Myndin var tekin í september 2014 af framkvæmdunum.Mynd/Egill
Tengdar fréttir Vestfjarðavegur orðinn átta kílómetrum styttri Nýja brúin yfir Mjóafjörð inn af Kerlingarfirði í Austur-Barðastrandarsýslu var opnuð fyrir almenna umferð í dag. 15. desember 2014 15:45 Styttri leið og færri holur með brú yfir Kjálkafjörð Nýja brúin yfir Kjálkafjörð hefur verið opnuð umferð samtímis því sem tíu kílómetrar af bundnu slitlagi hafa bæst á þjóðveginn um sunnanverða Vestfirði. 30. september 2014 19:30 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Vestfjarðavegur orðinn átta kílómetrum styttri Nýja brúin yfir Mjóafjörð inn af Kerlingarfirði í Austur-Barðastrandarsýslu var opnuð fyrir almenna umferð í dag. 15. desember 2014 15:45
Styttri leið og færri holur með brú yfir Kjálkafjörð Nýja brúin yfir Kjálkafjörð hefur verið opnuð umferð samtímis því sem tíu kílómetrar af bundnu slitlagi hafa bæst á þjóðveginn um sunnanverða Vestfirði. 30. september 2014 19:30