Fleiri fréttir

Úðarar í Auschwitz reita safngesti til reiði

Fjölmargir Ísraelsmenn eru sármóðgaðir eftir að aðstandendur safnsins um útrýmingabúðirnar komu upp úðurum sem eru taldir svipa til gasklefanna alræmdu sem áður myrtu milljónir.

Diskósúpan sló í gegn

1200 lítrar af súpu gerð úr hráefni sem átti að henda vakti athygli á Matarháið Búrsins í Hörpu um helgina.

Faldi sig í vélarrými bifreiðar

Tveir flóttamenn voru aðframkomnir af ofþornun og þreytu þegar landamæraverðir fundu þá liggjandi í hnipri í bifreið sem aka átti til Spánar.

Innkalla vínarpylsur vegna aðskotahlutar

Síld og fiskur ehf hefur þurft að innkalla tvær framleiðslulotur af Bónus vínarpylsum með þremur pökkunardagsetningum vegna aðskotahlutar sem fannst í einni pylsunni.

Systur dæmdar til nauðgunar

Þorpsþing í Norður-Indlandi hefur dæmt tvær systur til nauðgunar eftir að bróðir þeirra stakk af með giftri konu sem tilheyrir hærra settri stétt.

Grunur um að bílaleiga hafi brotið lög

Ökumaður sem stöðvaður var fyrir hraðakstur á Suðurlandi sagðist hafa tekið bifreiðina á bílaleigu hjá höfuðborgarsvæðinu en við eftirgrennslan lögreglu kom í ljós að bifreiðin reyndist ekki skráð sem bílaleigubifreið og ekki með viðeigandi tryggingar.

Vatnið hitnar í Vaðlaheiðargöngum

Heitavatnsrennslið í Vaðlaheiðargöngum vestanverðum er stöðugt og hefur hiti vatnsins náð 63 gráðum. Þegar stóra vatnsæðin kom í ljós síðasta sumar var vatnið um 43 gráður og runnu þá um 350 lítrar á sekúndu úr stafni ganganna. Enn er of mikið kaldavatnsrennsli austanmegin í göngunum til að geta hafið gangagröft þar.

Ætla sér að færa valdið til almennings

Aðalfundur Pírata lofar íslensku þjóðinni að samþykkja nýja stjórnarskrá og koma á þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu.

Kynfræðingar ekki kátir með kynlífspillu

Ný pilla, Addyi, sem á að auka kynlöngun kvenna kemur á markað í Bandaríkjunum á næstunni. Ólíkt Viagra, stinningarlyfi fyrir karlmenn, virkar pillan á huglæga þætti en ekki líffræðilega og er því um margt skylt geðlyfi.

Gestum í Gistiskýlinu fækki

Gistiskýlið fyrir útigangsfólk er fullt þrátt fyrir að plássum hafi verið fjölgað um tíu. Veikasti hópurinn vill ekki borga fyrir húsnæði. Formaður velferðarráðs Reykjavíkur segir útigangsfólk þurfa „tough love“

Sjá næstu 50 fréttir