Segir koma til greina að notast við ofanflóðasjóð Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2015 10:17 „Það er alltaf öðruvísi að sjá hlutina í eigin persónu eða heyra lýsingar eða sjá myndir. Menn eru reyndar búnir að vinna ótrúlegt þrekvirki nú þegar í að þrífa bæinn, þrífa göturnar, dæla upp úr húsum og svo framvegis. En það er engu að síður mjög sláandi að sjá hve mikill kraftur hefur leist úr læðingi þarna og sérstaklega áhrifin á heimili fólks,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Sigmundur var á Siglufirði í gær og í fyrradag, þar sem flóð og aurskriður ullu miklum skemmdum í síðustu viku. Hann sagði skemmdir á gatnakerfi, ræsum og slíku vera eitthvað sem tiltölulega auðvelt væri að gera við, en tjónið á heimilunum gæti verið tilfinningalegt ekki síður en peningalegt. „Þar skiptir öllu máli og allir sem ég hitti voru sammála, að íbúarnir höfðu staðið alveg einstaklega vel saman. Strax og ljóst var í hvað stefndi þá voru allir boðnir og búnir til að aðstoða þá sem lentu verst í þessu og þannig hafa menn komist í gegnum þetta.“ Sigmundur sagðist hafa farið inn á nokkur heimili sem hafi orðið fyrir skemmdum og sums staðar hafi orðið varanlegar skemmdir á húsum. Hann sagði að mestar skemmdirnar falli undir viðlagatryggingu. „Tjón sem að fellur utan viðlagatryggingar er líklega minna en að menn óttuðust í fyrstu, en það er engu að síður eitthvað sem þarf að huga að. Hvernig megi bæta slíkt.“ Hann sagði að unnið yrði að því með heimamönnum að finna út úr hvernig takast eigi við þann kostnað. „Ég hef nefnt sem dæmi að ofanflóðasjóður gæti hugsanlega, það er eitt af því sem verið er að skoða, komið þarna að málum. Þetta er auðvitað eitthvað sem að varðar starfssvið hans. Að koma í veg fyrir tjón af völdum svona flóða. Hugsanlega má nýta þá möguleika eitthvað.“ Tengdar fréttir Eitt stærsta aurflóð sem fólk man eftir Gríðarmikil úrkoma sólarhringinn fyrir flóðin á Siglufirði olli því að þúsundir rúmmetra skriðu fram. Sjö skriður loka veginum milli Siglufjarðar og Fljóta og nokkra daga tekur að hreinsa fráveitukerfi bæjarins. 31. ágúst 2015 07:00 Úrhelli á Siglufirði: „Holræsakerfi bæjarins er fullt af drullu“ Hreinsunarstarf er að hefjast á Siglufirði en gríðarlegt úrhelli var þar í gær með tilheyrandi aurskriðum og vatnsflaumi. 29. ágúst 2015 09:59 Viðbragðshópur kallaður saman vegna vatnavaxta í Fjallabyggð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur óskað eftir því að viðbragðshópur verði kallaður saman vegna ástandsins sem skapast hefur í Fjallabyggð undanfarna daga vegna óvenju mikillar úrkomu. 28. ágúst 2015 19:24 Úrhelli á Siglufirði: „Hefur gengið djöfullega að eiga við ástandið“ Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir losnað hafi úr snjóflóðavarnargarðinum og farið á hús. 28. ágúst 2015 15:27 Hryllilegt að sjá leirdrulluna leka inn og rústa húsunum Ljóst er að tjón af völdum vatnavaxtar er mikið í Fjallabyggð. Á Siglufirði stóð yfir viðamikið hreinsunarstarf en hátt í þrjátíu hús skemmdust í vatnsveðrinu í gær. 29. ágúst 2015 19:30 Margra daga vinna að hreinsa veginn til og frá Strákagöngum Fulltrúar viðlagatryggingar fóru norður strax í gær til að meta tjónið sem orðið hefur í vatnavöxtunum þar seinustu daga. 29. ágúst 2015 14:43 Siglufjarðarvegur enn lokaður Það er hinsvegar búið að opna veginn norðan Bjarnarfjarðar á Ströndum. 31. ágúst 2015 07:25 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Sjá meira
„Það er alltaf öðruvísi að sjá hlutina í eigin persónu eða heyra lýsingar eða sjá myndir. Menn eru reyndar búnir að vinna ótrúlegt þrekvirki nú þegar í að þrífa bæinn, þrífa göturnar, dæla upp úr húsum og svo framvegis. En það er engu að síður mjög sláandi að sjá hve mikill kraftur hefur leist úr læðingi þarna og sérstaklega áhrifin á heimili fólks,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Sigmundur var á Siglufirði í gær og í fyrradag, þar sem flóð og aurskriður ullu miklum skemmdum í síðustu viku. Hann sagði skemmdir á gatnakerfi, ræsum og slíku vera eitthvað sem tiltölulega auðvelt væri að gera við, en tjónið á heimilunum gæti verið tilfinningalegt ekki síður en peningalegt. „Þar skiptir öllu máli og allir sem ég hitti voru sammála, að íbúarnir höfðu staðið alveg einstaklega vel saman. Strax og ljóst var í hvað stefndi þá voru allir boðnir og búnir til að aðstoða þá sem lentu verst í þessu og þannig hafa menn komist í gegnum þetta.“ Sigmundur sagðist hafa farið inn á nokkur heimili sem hafi orðið fyrir skemmdum og sums staðar hafi orðið varanlegar skemmdir á húsum. Hann sagði að mestar skemmdirnar falli undir viðlagatryggingu. „Tjón sem að fellur utan viðlagatryggingar er líklega minna en að menn óttuðust í fyrstu, en það er engu að síður eitthvað sem þarf að huga að. Hvernig megi bæta slíkt.“ Hann sagði að unnið yrði að því með heimamönnum að finna út úr hvernig takast eigi við þann kostnað. „Ég hef nefnt sem dæmi að ofanflóðasjóður gæti hugsanlega, það er eitt af því sem verið er að skoða, komið þarna að málum. Þetta er auðvitað eitthvað sem að varðar starfssvið hans. Að koma í veg fyrir tjón af völdum svona flóða. Hugsanlega má nýta þá möguleika eitthvað.“
Tengdar fréttir Eitt stærsta aurflóð sem fólk man eftir Gríðarmikil úrkoma sólarhringinn fyrir flóðin á Siglufirði olli því að þúsundir rúmmetra skriðu fram. Sjö skriður loka veginum milli Siglufjarðar og Fljóta og nokkra daga tekur að hreinsa fráveitukerfi bæjarins. 31. ágúst 2015 07:00 Úrhelli á Siglufirði: „Holræsakerfi bæjarins er fullt af drullu“ Hreinsunarstarf er að hefjast á Siglufirði en gríðarlegt úrhelli var þar í gær með tilheyrandi aurskriðum og vatnsflaumi. 29. ágúst 2015 09:59 Viðbragðshópur kallaður saman vegna vatnavaxta í Fjallabyggð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur óskað eftir því að viðbragðshópur verði kallaður saman vegna ástandsins sem skapast hefur í Fjallabyggð undanfarna daga vegna óvenju mikillar úrkomu. 28. ágúst 2015 19:24 Úrhelli á Siglufirði: „Hefur gengið djöfullega að eiga við ástandið“ Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir losnað hafi úr snjóflóðavarnargarðinum og farið á hús. 28. ágúst 2015 15:27 Hryllilegt að sjá leirdrulluna leka inn og rústa húsunum Ljóst er að tjón af völdum vatnavaxtar er mikið í Fjallabyggð. Á Siglufirði stóð yfir viðamikið hreinsunarstarf en hátt í þrjátíu hús skemmdust í vatnsveðrinu í gær. 29. ágúst 2015 19:30 Margra daga vinna að hreinsa veginn til og frá Strákagöngum Fulltrúar viðlagatryggingar fóru norður strax í gær til að meta tjónið sem orðið hefur í vatnavöxtunum þar seinustu daga. 29. ágúst 2015 14:43 Siglufjarðarvegur enn lokaður Það er hinsvegar búið að opna veginn norðan Bjarnarfjarðar á Ströndum. 31. ágúst 2015 07:25 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Sjá meira
Eitt stærsta aurflóð sem fólk man eftir Gríðarmikil úrkoma sólarhringinn fyrir flóðin á Siglufirði olli því að þúsundir rúmmetra skriðu fram. Sjö skriður loka veginum milli Siglufjarðar og Fljóta og nokkra daga tekur að hreinsa fráveitukerfi bæjarins. 31. ágúst 2015 07:00
Úrhelli á Siglufirði: „Holræsakerfi bæjarins er fullt af drullu“ Hreinsunarstarf er að hefjast á Siglufirði en gríðarlegt úrhelli var þar í gær með tilheyrandi aurskriðum og vatnsflaumi. 29. ágúst 2015 09:59
Viðbragðshópur kallaður saman vegna vatnavaxta í Fjallabyggð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur óskað eftir því að viðbragðshópur verði kallaður saman vegna ástandsins sem skapast hefur í Fjallabyggð undanfarna daga vegna óvenju mikillar úrkomu. 28. ágúst 2015 19:24
Úrhelli á Siglufirði: „Hefur gengið djöfullega að eiga við ástandið“ Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir losnað hafi úr snjóflóðavarnargarðinum og farið á hús. 28. ágúst 2015 15:27
Hryllilegt að sjá leirdrulluna leka inn og rústa húsunum Ljóst er að tjón af völdum vatnavaxtar er mikið í Fjallabyggð. Á Siglufirði stóð yfir viðamikið hreinsunarstarf en hátt í þrjátíu hús skemmdust í vatnsveðrinu í gær. 29. ágúst 2015 19:30
Margra daga vinna að hreinsa veginn til og frá Strákagöngum Fulltrúar viðlagatryggingar fóru norður strax í gær til að meta tjónið sem orðið hefur í vatnavöxtunum þar seinustu daga. 29. ágúst 2015 14:43
Siglufjarðarvegur enn lokaður Það er hinsvegar búið að opna veginn norðan Bjarnarfjarðar á Ströndum. 31. ágúst 2015 07:25