Fleiri fréttir

Mun meiri stuðningur hjá körlum en konum

Um 41 prósent landsmanna styður ríkisstjórnina en 59 prósent styðja hana ekki. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands framsóknarkvenna, segir muninn hugsanlega stafa af mismunandi nálgun karla og kvenna í pólitík.

Starfsmenn mótmæltu niðurskurði

Starfsmenn Reykjanesbæjar fjölmenntu á bæjarstjórnarfund á þriðjudag og mótmæltu fyrirhuguðum niðurskurði á launum um 250 milljónir. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og Starfsmannafélag Suðurnesja funduðu í gær með bæjarstarfsmönnum.

Að óbreyttu fækkað um allt að 100 starfsmenn á LSH

Óbreytt fjárlög þýða að hagræðingaráætlun verður sett í gang á Landspítalanum. Gert er ráð fyrir að lækka rekstrarkostnað spítalans um 1,5 milljarð króna. Til þess að ná því markmiði þarf að fækka starfsmönnum spítalans um 70 til 100 manns.

Ferðaþjónustuna bráðvantar fagmenntað starfsfólk

Skortur á fagmenntuðu starfsfólki innan ferðaþjónustunnar er tilfinnanlegur og getur orðið dragbítur á vöxt greinarinnar til framtíðar litið. Að óbreyttu gæti orðspor Íslands sem ferðamannastaðar beðið skaða af.

Áhrif á lífríki ráðast af lengd eldgossins

Nauðsynlegt er að hefja undirbúning rannsókna á ám og vötnum vegna mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni. Það er lengd umbrotanna sem ræður mestu, en nokkuð mikið þarf til að lífríkið láti á sjá vegna brennisteinsmengunar.

Ofurtölva á Íslandi stórbætir veðurspár

Veðurstofur Íslands og Danmerkur stórauka samstarf. Ofurtölva verður sett upp á Íslandi þar sem orkuþörf hennar gerir rekstur í Danmörku óhugsandi. Tækifæri fyrir Veðurstofuna og tölvuhýsingarfyrirtæki, segir þróunarstjóri Veðurstofunnar.

Villandi að tala um velgjörð

Stjórnmál „Staðgöngumæðrun í velferðarskyni er villandi hugtak,“ segir Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar.

Fleiri HIV-smitaðir með risvandamál

Níu af þrettán HIV-smituðum körlum eða 69,2 prósent glíma við risvandamál af einhverju tagi. Þar af eru sjö, eða um 54 prósent, með alvarleg risvandamál

Tíu mánaða fangelsi fyrir frelsissviptingu

Hinrik Geir Helgason, einn þeirra sem dæmdir voru í Stokkseyrarmálinu svokallaða, var á mánudag dæmdur í 10 mánaða fangelsi fyrir að hafa svipt mann frelsi.

Umsækjandi vill rökstuðning

Ragnheiður Skúladóttir ætlar að fara fram á rökstuðning vegna ráðningar Ara Matthíassonar sem þjóðleikhússtjóra.

Vínveitingar í Heilsuverndarstöðinni

Hostel B47 í Heilsuverndarstöðinni á Barónsstíg vill fá leyfi til að selja léttvín í borðsal á fyrstu hæð í tengslum við gistahúsrekstur sinn.

Íbúð árásarmanns lögð í rúst

Heimili Palestínumannsins sem ók bifreið inn í hóp fólks á járnbrautarstöð í Jerúsalem í síðasta mánuði var lagt í rúst í gær.

Hiti mældur á landamærastöð

Í landamærabænum Kouremale í Malí, rétt við landamæri Nígeríu, er nú grannt fylgst með öllum ferðum fólks milli landanna.

Fannfergi og frost vestra

Vetrarhörkur hafa skollið á íbúum Bandaríkjanna nú í vikunni, óvenju snemma árs. Næturfrost var í öllum 50 ríkjum Bandaríkjanna síðustu nótt. Líka á Hawaii.

Dúx með ígræðslu

Drengur sem fæddist heyrnarlaus hlaut 95 í raðeinkunn í samræmdu prófum lokaárs grunnskóla í október.

Bjargaði dóttur sinni úr röðum ISIS

Hollensk móðir hefur bjargað dóttur sinni úr röðum ISIS eftir að hún hélt til sýrlensku borgarinnar Raqqa og fór með hana aftur til Hollands.

Skipulagði ráðstefnu og lumar á ýmsum hugmyndum

Í dag fór fram í Hörpunni ráðstefna um menntamál og er skipuleggjandinn, Unnur Lárusdóttir, aðeins sautján ára. Þessi kraftmikla unga kona lumar á nóg af hugmyndum að fleiri verkefnum.

Þórey og blaðamenn DV leita sátta

Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, greindi frá því á Facebook-síðu sinni nú undir kvöld að henni hafi nýlega borist sáttatilboð frá þeim Jóhanni Páli Jóhanssyni og Jóni Bjarka Magnússyni.

Frumvarp um ný kvótalög lagt fram fyrir jól

Frumvarp um stjórn fiskveiða byggir á svo kallaðri sáttaleið með nýtingarrétti til rúmlega 20 ára. Veiðigjöld hækka ekki og gætu lækkað samkvæmt frumvarpinu.

Helmingur prófa fellur niður

Prófessor við Háskóla Íslands segir að próf í hans námskeiði muni fara fram. Formaður Félags prófessora segir reglurnar skýrar og ekki einstaka kennara að túlka þær og viðmið þeirra.

Pollapönk söng af stað Jólapeysuátakið

Jólapeysan, fjáröflunarátak Barnaheilla – Save the Children á Íslandi gegn einelti, var formlega ýtt úr vör í dag á leikskólanum Kirkjubóli í Garðabæ.

Pétur Blöndal verulega ósáttur við Öryrkjabandalagið

"Það sæmir ekki Öryrkjabandalaginu að nota sér erfiðleika fólks í veikindum, klippa í sundur setningar og nota myndskeið án leyfis til að klekkja af fólki. Hafa af því æruna og vega að trúverðugleika þess,“ sagði hann á þingi í dag.

Vilja lög um starfshætti eftirlitsstofnana

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, skipaði þann 27. júní 2014 vinnuhóp sem falið var að fara yfir lög, reglur og stjórnsýslu mikilvægra eftirlitsstofnana.

Styrmir og Þórhildur í nýjum þætti á RÚV

Hringborðið er nýr umræðuþáttur sem senn hefur göngu sína á RÚV þar sem þjóðmálaumræðan verður skoðuð í stærra samhengi með hliðsjón af samhengi sögunnar og reynslunnar.

Sjá næstu 50 fréttir