Ford segir upp 20% í B-Max verksmiðju Finnur Thorlacius skrifar 19. nóvember 2014 15:47 Ford B-Max. Salan á smávaxna fjölnotabílnum B-Max hefur valdið Ford vonbrigðum og nú hefur Ford neyðst til að segja 20% af starfsfólki í veksmiðju sinni í Craiova í Rúmeníu, en þar er ford B-Max framleiddur. Missa 680 manns vinnuna við uppsagnirnar. Sala B-Max féll um 21% á fyrstu 9 mánuðum ársins og seldust alls 43.749 bílar. Svo virðist sem kaupendur bíla velji fremur jepplinga en smærri fjölnotabíla þessa dagana og sala B-Max endurspeglar það. Ford hefur á prjónunum að hefja sölu annarrar bílgerðar í verksmiðjunni í Rúmeníu til að hífa upp nýtingu hennar. Ford tók yfir þessa verksmiðju í Rúmeníu af Automobile Craiova árið 2008, en hóf smíði B-Max bílsins þar fyrir tveimur árum. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent
Salan á smávaxna fjölnotabílnum B-Max hefur valdið Ford vonbrigðum og nú hefur Ford neyðst til að segja 20% af starfsfólki í veksmiðju sinni í Craiova í Rúmeníu, en þar er ford B-Max framleiddur. Missa 680 manns vinnuna við uppsagnirnar. Sala B-Max féll um 21% á fyrstu 9 mánuðum ársins og seldust alls 43.749 bílar. Svo virðist sem kaupendur bíla velji fremur jepplinga en smærri fjölnotabíla þessa dagana og sala B-Max endurspeglar það. Ford hefur á prjónunum að hefja sölu annarrar bílgerðar í verksmiðjunni í Rúmeníu til að hífa upp nýtingu hennar. Ford tók yfir þessa verksmiðju í Rúmeníu af Automobile Craiova árið 2008, en hóf smíði B-Max bílsins þar fyrir tveimur árum.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent