Fleiri fréttir

Framlög til vísinda og nýsköpunar efld verulega

Á fundi Vísinda- og tækniráðs, sem haldinn var í dag, var samþykkt aðgerðaáætlun sem ætlað er að styðja við og efla samkeppnishæfni atvinnulífsins og gagnsæja nýtingu opinbers fjár en þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Nautabanar slasast illa á Spáni

Blása þurfti af nautaatshátíðina San Isidro í Madrid eftir að allir þrír nautabanarnir sem taka áttu þátt voru illa stangaðir af nautum.

Úrslitin liggja nánast fyrir

Grétar Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði segir eitthvað mikið þurfa að gerast til að breyta meginstraumum kannana um fylgi flokkanna í sveitarstjórnum landsins.

Keyra upp gleðina

Stóru málin komu við í Norðurþingi vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor.

Tælenski herinn tekur völdin

Valdatakan sögð liður í því að koma aftur á stöðugleika í Tælandi eftir um sex mánaða vargöld sem ríkt hefur í landinu.

Verkfall hafið á hjúkrunarstofnunum

Samningamenn sjúkraliða og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu sitja enn á samningafundi, sem hófst hjá Ríkissáttasemjara klukkan níu í gærmorgun, en ótímabundið verkfall þeirra hófst klukkan átta.

Mannskæð hryðjuverkaárás í Kína

Hryðjuverkamenn myrtu rúmlega þrjátíu manns á markaði í Xinjiang héraði í Kína snemma í morgun og nærri hundrað eru sárir. Árásin var gerð með þeim hætti að tveimur bílum var ekið á fullri ferð inn í mannþröng á markaði einum í héraðshöfuðborginni Urumqi.

Heimiliskötturinn grunaður um íkveikju í Hafnarfirði

Talið er að heimiliskötturinn hafi stigið á snertirofa á eldavél í heimahúsi á Völlunum í Hafnarfirði í gærkvöldi með þeim afleiðingum að það kviknaði á eldavélinni og eldur kviknaði í tómum pitsa kössum, sem lágu á henni.

Lýðræðið er stundum veikburða

Kreppan í Evrópu hefur verið að snúast upp í stjórnmálakreppu, segir Kinga Göncz, fyrrverandi utanríkisráðherra Ungverjalands. Hún segir kreppuna hafa auðveldað öfgakenndum þjóðernisflokkum í Evrópulöndum að setja mark sitt á almenna stjórnmálaumræðu.

Vill fara sem fyrst úr ESB

Nigel Farage og Breska sjálfstæðisflokknum hans er spáð stórsigri í kosningunum til Evrópuþingsins.

30 milljónir töpuðust á einum degi

Um 30 milljóna króna velta tapaðist á einum degi hjá fyrirtækinu Kötlu DMI sem þjónustar erlenda ferðamenn vegna aðgerða flugmanna hjá Icelandair. Tvö til þrjú hundruð gistinætur töpuðust hjá Grand Hóteli Reykjavík.

Sjá næstu 50 fréttir