Innlent

Krefst þess að ríkisstjórnin standi við loforð um afnám verðtryggingar

Höskuldur Kári Schram skrifar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson, segir að tillögur sérfræðihóps um afnám verðtryggingar af neytendalánum - sem hann átti sæti í - séu ekki samræmi við kosningaloforð ríkisstjórnarninar.

Hópurinn leggur meðal annars til að verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára verði bönnuð og að lágmarkstími verðtryggðra neytendalána verði hækkaður úr fimm árum í tíu.

Vilhjálmur skrifaði ekki undir þessar tillögur og skilaði inn séráliti.

„Ég skilaði inn séráliti vegna þess að meirihlutinn leggur ekki til að verðtryggingin verði afnumin eins og skipunarbréf forsætisráðherra kvað á um,“ segir Vilhjálmur. „Það liggur fyrir að okkur var falið að koma með tillögur um afnám verðtryggingar en þau stíga miklu minna skref en okkur var falið að gera.“

Vilhjálmur krefst þess að ríkisstjórnin standi við loforð um að afnema verðtryggingu.

„Ég mun setja fram skýlausa kröfu á forystumenn ríkisstjórninarinnar að þeir standi við það sem þeir lofuðu. Þeir eru nú með tvö álit í höndunum. Annað álitið gengur út það að afnema ekki verðtryggingu hér nema að litlu leyti. Hitt álitið gengur út að það að stíga skrefið til fulls og það er í samræmi við það skipunarbréf sem okkur var falið. Ég vann samviskusamlega eftir því sem mér var falið og legg fram tillögur um það. Ég vonast til þess að ríkisstjórnin standi við eitt stærsta kosningaloforð í íslenskri stjórnmálasögu,“ segir Vilhjálmur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×