"Úrræðunum fækkaði eftir því sem hann varð veikari" Birta Björnsdóttir skrifar 23. janúar 2014 20:00 Samtökin Olnbogabörn voru stofnuð á dögunum, en þeim er ætlað að styðja við foreldra barna í fíkniefnaneyslu sem og að þrýsta á yfirvöld um betri of fjölbreyttari úrræði fyrir unga fíkla. "Það eru margar gloppur í kerfinu, það vitum við og aðrir sem þekkja þessi mál af eigin raun," segir Lilja Sigurðardóttir, stjórnarformaður Olnbogabarna. "Það þarf líka að grípa strax inní, ekki bíða eftir að barnið er komið út í harða neyslu," segir Sigurbjörg Sigurðardóttir hjá samtökunum. Einn þeirra sem þekkir baráttuna af eigin raun er Bjarni Sigurður Jóhannsson, en sonur hans, Arnar Óli, lést í lok árs 2013 eftir áralanga baráttu við eiturlyfjafíkn. Bjarni ritar áhrifamikla minningargrein um son sinn sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Arnar Óli var þrítugur þegar hann lést. Bjarni segir sárlega vanta heildstæð meðferðarúrræði fyrir fíkla og fjölskyldur þeirra. "Það komu tímabil inn á milli þar sem hann vildi leita sér hjálpar en þá voru engin úrræði í boði. Eftir því sem lengri tími leið, þeimun veikari varð hann og þá er eins og úrræðunum fækkaði í samræmi við það," segir Bjarni. Hann segir barnsmóður sína hafa barist fyrir son sinn alla tíð en alltaf komið að lokuðum dyrum, fyrir hrun hafi hann geta sótt á bráðamóttökuna og fengið samtal við geðlækni en nú hafi honum verið vísað á dyr þar. Sé einstaklingur undir 18 ára er það barnaverndaryfirvalda að ákveða hvort lýsa eigi eftir barninu, Þær Sigurbjörg og Lilja segjast þekkja dæmi þess að ekki sé lýst eftir börnum vegna þess að ekki séu nein úrræði fyrir þau er þau finnast. Sé einstaklingur eldri en 18 ára er það lögreglan sem ákvarðar hvort lýsa eigi eftir einstaklingi. Móðir Arnars Óla hans heyrði í síðast í honum á þorláksmessu og hafði samband við lögreglu rétt eftir jól og bað þá um að lýsa eftir honum. Hún þurfti að ganga hart á eftir því að lögreglan hæfi formlega leit. Arnar Óli fannst látinn í íbúð sinni þann 30. desember. "Manni finnst það alveg hræðilegt að það sé lögreglan sem ein fái að ákveða hvenær lýst sé eftir einstaklingum," segir Bjarni. Viðtalið við Bjarna má heyra í heild sinni á meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Samtökin Olnbogabörn voru stofnuð á dögunum, en þeim er ætlað að styðja við foreldra barna í fíkniefnaneyslu sem og að þrýsta á yfirvöld um betri of fjölbreyttari úrræði fyrir unga fíkla. "Það eru margar gloppur í kerfinu, það vitum við og aðrir sem þekkja þessi mál af eigin raun," segir Lilja Sigurðardóttir, stjórnarformaður Olnbogabarna. "Það þarf líka að grípa strax inní, ekki bíða eftir að barnið er komið út í harða neyslu," segir Sigurbjörg Sigurðardóttir hjá samtökunum. Einn þeirra sem þekkir baráttuna af eigin raun er Bjarni Sigurður Jóhannsson, en sonur hans, Arnar Óli, lést í lok árs 2013 eftir áralanga baráttu við eiturlyfjafíkn. Bjarni ritar áhrifamikla minningargrein um son sinn sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Arnar Óli var þrítugur þegar hann lést. Bjarni segir sárlega vanta heildstæð meðferðarúrræði fyrir fíkla og fjölskyldur þeirra. "Það komu tímabil inn á milli þar sem hann vildi leita sér hjálpar en þá voru engin úrræði í boði. Eftir því sem lengri tími leið, þeimun veikari varð hann og þá er eins og úrræðunum fækkaði í samræmi við það," segir Bjarni. Hann segir barnsmóður sína hafa barist fyrir son sinn alla tíð en alltaf komið að lokuðum dyrum, fyrir hrun hafi hann geta sótt á bráðamóttökuna og fengið samtal við geðlækni en nú hafi honum verið vísað á dyr þar. Sé einstaklingur undir 18 ára er það barnaverndaryfirvalda að ákveða hvort lýsa eigi eftir barninu, Þær Sigurbjörg og Lilja segjast þekkja dæmi þess að ekki sé lýst eftir börnum vegna þess að ekki séu nein úrræði fyrir þau er þau finnast. Sé einstaklingur eldri en 18 ára er það lögreglan sem ákvarðar hvort lýsa eigi eftir einstaklingi. Móðir Arnars Óla hans heyrði í síðast í honum á þorláksmessu og hafði samband við lögreglu rétt eftir jól og bað þá um að lýsa eftir honum. Hún þurfti að ganga hart á eftir því að lögreglan hæfi formlega leit. Arnar Óli fannst látinn í íbúð sinni þann 30. desember. "Manni finnst það alveg hræðilegt að það sé lögreglan sem ein fái að ákveða hvenær lýst sé eftir einstaklingum," segir Bjarni. Viðtalið við Bjarna má heyra í heild sinni á meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira