Innlent

Ætlar að senda Pepsí bréf - Peningarnir í mannúðarmál

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Aðspurður hvað hann ætli sér að gera við peningana ef hann fái einhverja segist hann ætla að halda gott partý. Eftir smá umhugsun segist hann þó kannski frekar munu setja peninginn í einhver mannúðarmál.
Aðspurður hvað hann ætli sér að gera við peningana ef hann fái einhverja segist hann ætla að halda gott partý. Eftir smá umhugsun segist hann þó kannski frekar munu setja peninginn í einhver mannúðarmál.
„Þegar ég fór að velta þessu fyrir mér aftur ákvað ég að gera eitthvað meira í málinu,“ segir Egill Viðarsson, en mynd af honum sem fór víða um í netheimum var notuð í alþjóðlega auglýsingu á Pepsi Max.

Egill hafði rætt við lögfræðing á sínum tíma en hafði svo ekkert gert í málinu. Eftir að fréttin um málið var birt á Vísi í gær hafi vinir hans og fólk í kringum hann náð að espa hann upp í að fara lengra með málið.

Félagi Egils, Hrafn Jónsson, tók myndina og hann á að sjálfsögðu höfundarétt á myndinni en myndin var upphaflega birt á Flickr síðu Hrafns.

Egill ætlar að senda þeim bréf en hverjar kröfur hans verða segir hann að það liggi ekki alveg fyrir. Vinkona hans er lögfræðingur og þau ætla að fara yfir málið á næstu dögum.

Aðspurður hvað hann ætli sér að gera við peningana ef hann fái einhverja segist hann ætla að halda gott partý. Eftir smá umhugsun segist hann þó kannski frekar munu setja peninginn í einhver mannúðarmál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×