Innlent

Fólk þarf að vera á varðbergi gegn kaupum á þýfi

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Mikilvægt sé að sannreyna að vörurnar séu ekki stolnar, til dæmis með því að seljandi sýni kvittun fyrir vörunni.
Mikilvægt sé að sannreyna að vörurnar séu ekki stolnar, til dæmis með því að seljandi sýni kvittun fyrir vörunni. VÍSIR/VALLI
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur að það gerist of oft að þýfi finnist í fórum fólks sem ber því við að það hafi keypt vöruna án þess að vita að hún væri stolin. Kaupendur þýfisins vita ekki nafn seljanda, heimilisfang né annað sem að gagni má koma við lögreglurannsókn.

Það beri þó við að fólki finnist ósanngjarnt að varan sé tekin af því og komið í hendur rétts eiganda.  Lögreglan hvetur því kaupendur til árvekni við verslun á vefsíðum þar sem meðal annars eru seldar notaðar vörur eins og farsímar, fatnaður, reiðhjól og fleira.

Mikilvægt sé að sannreyna að vörurnar séu ekki stolnar, til dæmis með því að seljandi sýni kvittun fyrir vörunni.

Lögreglan bendir af þessu tilefni á að ef engir kaupendur séu að stolnum vörum sé hvatinn til þjófnaðar farinn og hún hvetur fólk til að hafa það í huga þegar ódýrar vörur bjóðast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×