Nefnd um afnám verðtryggingar klofin í afstöðu sinni Heimir Már Pétursson skrifar 23. janúar 2014 21:01 Nefnd á vegum forsætisráðherra leggur til að verðtrygging verði afnumin á næstu tveimur árum. Í fyrsta áfanga verði bannað að veita verðtryggð lán með jöfnum greiðslum til lengri tíma en 25 ára. Vilhjálmur Birgisson skilaði séráliti og telur að ekki sé verið að standa við gefin fyrirheit stjórnvalda um fullt afnám verðtryggingarinnar. Þegar tillögur um lækkun verðtryggðra skulda heimilanna voru kynntar í nóvember boðuðu formenn stjórnarflokkanna til mikillar kynningar í Hörpu. En nú þegar tillögur um afnám verðtryggingar liggja fyrir voru ráðherrarnir hvergi sjáanlegir og veittu ekki viðtöl. Í 10 punkta þingsályktunartillögu forsætisráðherra á sumarþingi segir að "Settur verði á fót sérfræðingahópur um afnám verðtryggingar af neytendalánum. Tillögur og tímasett áætlun liggi fyrir í lok árs 2013. " Hópurinn skilaði af sér í dag en telur ekki skynsamlegt að afnema verðtrygginguna með öllu í einu skrefi. „Við erum að leggja til afnám í tveimur áföngum. Í fyrsta áfanganum erum við með mjög róttækar tillögur sem allar taka gildi 1. janúar 2015. Og í öðrum áfanganum sem á að fara fram árið 2016 fer fram ákveðið endurmat, sem þarf að fara fram, og þá er teiknuð upp endanleg áætlun um fullt afnám,“ segir ingibjörg Ingvadóttir formaður nefndarinnar. Í millitíðinni þurfi m.a. að endurskipkuleggja Íbúðalánasjóðs og lánakerfi hans. Í fyrsta áfanganum um næstu áramót yrði ráðist gegn verðtryggðum jafngreiðslulánum til fjörtíu ára og hámarks lánstími slíkra lána verði til 25 ára. „Þau hafa verið talin versta birtingarmyndin á verðtryggingunni. Þannig að við leggjum til að þau fari út og svo leggjum við til að lágmarks tíminn í neðri endanum á verðtryggingunni sem er núna fimm ár verði tekinn upp í tíu ár og þannig erum við að ná utan um flest venjuleg neyslulán,“ segir Ingibjörg. Greiðslubyrði lána mun ekki lækka við þetta og því þurfi að grípa til mótvægisaðgerða, en á móti hækki höfuðstóll lánanna ekki eins og í 40 ára lánunum. „Þetta eru ekki mjög kostnaðarsamar aðgerðir fyrir ríkissjóð sem við leggjum til. Þannig að við teljum þetta vel gerlegt,“ segir Ingibjörg. Þá verði settar takmarkanir á veðsettningu íbúðarhúsnæðis með verðtryggðum lánum og hvatar settir í kerfið til töku óverðtryggðra lána. Árið 2016 verði reynslan metin og áætlun gerði um fullt afnám verðtryggingar. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness sem sæti átti í nefndinni skilar séráliti og er ekki sáttur. „Það er einfaldlega vegna þess að það er ekki verið að fara eftir skipunarbréfi forsætisráðherra og því sem verið hefur lofað um að afnema hér verðtryggingu. Það er einfaldlega vegna þess,“ segir Vilhjálmur. Þannig að þú hefðir viljað afnema strax verðtrygginguna með öllu? „Já, það liggur alveg fyrir að ég fer eftir skipunarbréfinu og ég legg til í mínu séráliti að verðtrygging á neytendalán verði afnumin frá og með 1. júní 2014,“ segir Vilhjálmur Birgisson. Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Nefnd á vegum forsætisráðherra leggur til að verðtrygging verði afnumin á næstu tveimur árum. Í fyrsta áfanga verði bannað að veita verðtryggð lán með jöfnum greiðslum til lengri tíma en 25 ára. Vilhjálmur Birgisson skilaði séráliti og telur að ekki sé verið að standa við gefin fyrirheit stjórnvalda um fullt afnám verðtryggingarinnar. Þegar tillögur um lækkun verðtryggðra skulda heimilanna voru kynntar í nóvember boðuðu formenn stjórnarflokkanna til mikillar kynningar í Hörpu. En nú þegar tillögur um afnám verðtryggingar liggja fyrir voru ráðherrarnir hvergi sjáanlegir og veittu ekki viðtöl. Í 10 punkta þingsályktunartillögu forsætisráðherra á sumarþingi segir að "Settur verði á fót sérfræðingahópur um afnám verðtryggingar af neytendalánum. Tillögur og tímasett áætlun liggi fyrir í lok árs 2013. " Hópurinn skilaði af sér í dag en telur ekki skynsamlegt að afnema verðtrygginguna með öllu í einu skrefi. „Við erum að leggja til afnám í tveimur áföngum. Í fyrsta áfanganum erum við með mjög róttækar tillögur sem allar taka gildi 1. janúar 2015. Og í öðrum áfanganum sem á að fara fram árið 2016 fer fram ákveðið endurmat, sem þarf að fara fram, og þá er teiknuð upp endanleg áætlun um fullt afnám,“ segir ingibjörg Ingvadóttir formaður nefndarinnar. Í millitíðinni þurfi m.a. að endurskipkuleggja Íbúðalánasjóðs og lánakerfi hans. Í fyrsta áfanganum um næstu áramót yrði ráðist gegn verðtryggðum jafngreiðslulánum til fjörtíu ára og hámarks lánstími slíkra lána verði til 25 ára. „Þau hafa verið talin versta birtingarmyndin á verðtryggingunni. Þannig að við leggjum til að þau fari út og svo leggjum við til að lágmarks tíminn í neðri endanum á verðtryggingunni sem er núna fimm ár verði tekinn upp í tíu ár og þannig erum við að ná utan um flest venjuleg neyslulán,“ segir Ingibjörg. Greiðslubyrði lána mun ekki lækka við þetta og því þurfi að grípa til mótvægisaðgerða, en á móti hækki höfuðstóll lánanna ekki eins og í 40 ára lánunum. „Þetta eru ekki mjög kostnaðarsamar aðgerðir fyrir ríkissjóð sem við leggjum til. Þannig að við teljum þetta vel gerlegt,“ segir Ingibjörg. Þá verði settar takmarkanir á veðsettningu íbúðarhúsnæðis með verðtryggðum lánum og hvatar settir í kerfið til töku óverðtryggðra lána. Árið 2016 verði reynslan metin og áætlun gerði um fullt afnám verðtryggingar. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness sem sæti átti í nefndinni skilar séráliti og er ekki sáttur. „Það er einfaldlega vegna þess að það er ekki verið að fara eftir skipunarbréfi forsætisráðherra og því sem verið hefur lofað um að afnema hér verðtryggingu. Það er einfaldlega vegna þess,“ segir Vilhjálmur. Þannig að þú hefðir viljað afnema strax verðtrygginguna með öllu? „Já, það liggur alveg fyrir að ég fer eftir skipunarbréfinu og ég legg til í mínu séráliti að verðtrygging á neytendalán verði afnumin frá og með 1. júní 2014,“ segir Vilhjálmur Birgisson.
Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira