Leigumarkaðurinn stendur ekki undir nafni, aðgerðir nauðsynlegar Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2013 21:56 Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra. Mynd/Vilhelm Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, ávarpaði fjórða landsþing Starfsgreinasambands Íslands á Akureyri í gær. Í ávarpi sínu fór ráðherra meðal annars yfir stöðu húsnæðismála á Íslandi og sagði hana vera mörgum afar erfið. Hún sagði margt ungt fólk eiga í erfiðleikum með að eignast húsnæði og að við núverandi aðstæður væri leigumarkaðurinn ekki skárri kostur. „Hann stendur alls ekki undir því nafni, enda óöruggur, eftirspurnin er langtum meiri en framboðið, leiguverðið himinhátt og oft er aðeins tímabundin skammtímaleiga í boði,“ sagði Eygló í ávarpi sínu. „Það er alveg augljóst að staða húsnæðismála hér á landi er óviðunandi og það verður að ráðast í aðgerðir til að skapa þá umgjörð sem færir fólki raunhæfa valkosti í samræmi við getu og þarfir og tryggir nauðsynlegt húsnæðisöryggi.“ Þetta sagði Eygló vera mögulegt en til þyrfti samráð og samvinnu. Hún sagði vinnu við framtíðarstefnu í húsnæðismálum vera hafna. Að verkefnið fælist meðal annars í því að kanna hvaða fyrirkomulag við fjármögnun almennra húsnæðislána væri hagkvæmust og gera tillögur um hvernig megi hrinda því í framkvæmd. Einnig yrði skoðað hvernig tryggja megi virkan leigumarkað og skilvirk félagsleg úrræði. Hún sagðist ánægð með að starfsgreinasambandið vildi vinna með stjórnvöldum að lausn húsnæðisvandans. „Markmið þeirra sem eiga og reka leigufélög verður að snúast um aukið framboð hagkvæmra leiguíbúða til langtíma. Þess vegna hef ég sagt að verkalýðsfélögin séu öðrum betur fallin til þess að sinna þessu hlutverki.“ Eygló sagði að raunhæfur kostur væri að bjóða leigufélögum sem byggi án hagnaðarsjónarmiða byggingarlóðir á kostnaðarverði. „Með endurskoðun á nýju byggingarreglugerðinni sem nú stendur yfir er markmiðið að auka sveigjanleika og draga úr byggingarkostnaði. Þetta skiptir máli og eins ætti að vera mögulegt að bæta skattaumhverfi leigufélaga og fleiri leiðir eru eflaust færar ef viljinn er fyrir hendi,“ sagði Eygló. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, ávarpaði fjórða landsþing Starfsgreinasambands Íslands á Akureyri í gær. Í ávarpi sínu fór ráðherra meðal annars yfir stöðu húsnæðismála á Íslandi og sagði hana vera mörgum afar erfið. Hún sagði margt ungt fólk eiga í erfiðleikum með að eignast húsnæði og að við núverandi aðstæður væri leigumarkaðurinn ekki skárri kostur. „Hann stendur alls ekki undir því nafni, enda óöruggur, eftirspurnin er langtum meiri en framboðið, leiguverðið himinhátt og oft er aðeins tímabundin skammtímaleiga í boði,“ sagði Eygló í ávarpi sínu. „Það er alveg augljóst að staða húsnæðismála hér á landi er óviðunandi og það verður að ráðast í aðgerðir til að skapa þá umgjörð sem færir fólki raunhæfa valkosti í samræmi við getu og þarfir og tryggir nauðsynlegt húsnæðisöryggi.“ Þetta sagði Eygló vera mögulegt en til þyrfti samráð og samvinnu. Hún sagði vinnu við framtíðarstefnu í húsnæðismálum vera hafna. Að verkefnið fælist meðal annars í því að kanna hvaða fyrirkomulag við fjármögnun almennra húsnæðislána væri hagkvæmust og gera tillögur um hvernig megi hrinda því í framkvæmd. Einnig yrði skoðað hvernig tryggja megi virkan leigumarkað og skilvirk félagsleg úrræði. Hún sagðist ánægð með að starfsgreinasambandið vildi vinna með stjórnvöldum að lausn húsnæðisvandans. „Markmið þeirra sem eiga og reka leigufélög verður að snúast um aukið framboð hagkvæmra leiguíbúða til langtíma. Þess vegna hef ég sagt að verkalýðsfélögin séu öðrum betur fallin til þess að sinna þessu hlutverki.“ Eygló sagði að raunhæfur kostur væri að bjóða leigufélögum sem byggi án hagnaðarsjónarmiða byggingarlóðir á kostnaðarverði. „Með endurskoðun á nýju byggingarreglugerðinni sem nú stendur yfir er markmiðið að auka sveigjanleika og draga úr byggingarkostnaði. Þetta skiptir máli og eins ætti að vera mögulegt að bæta skattaumhverfi leigufélaga og fleiri leiðir eru eflaust færar ef viljinn er fyrir hendi,“ sagði Eygló.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira