Ætlar Reykjavík að gefa "völdum“ aðilum afslátt? Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 17. október 2013 16:33 "Meðal þess sem lagt er til í tillögum hópsins er að stuðlað verði að stofnun leigufélaga og leitað skuli til nokkurra nefndra aðila, til dæmis ASÍ, BSRB, BHM og kennara,“ segir Áslaug. mynd/365 „Þeir aðilar sem Reykjavíkurborg hyggst leita til þess að stofna ný leigufélög, myndu með einum eða öðrum hætti fá afslátt af ákveðnum gjöldum sem borgin annars leggur á lóðir og byggingaframkvæmdi,“ segir Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Á fundi borgarstjórnar í dag var rædd tillaga stýrihóps borgarráðs, um innleiðingu húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar. Tillagan gengur út á að auka framboð vel staðsettra leigu- og búseturéttaríbúða. Auka á fjölbreytni á húsnæðismarkaði, vinna að félagslegum fjölbreytileika í hverfum borgarinnar og stuðla að húsnæði á viðráðanlegu verði, í samræmi við húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar og tillögu að aðalskipulagi Reykjavíkur. Borgarráð ákvað í morgun að fresta málinu. „Meðal þess sem lagt er til í tillögum hópsins er að stuðlað verði að stofnun leigufélaga og leitað skuli til nokkurra nefndra aðila, til dæmis ASÍ, BSRB, BHM og kennara,“ segir Áslaug. Hún segir að gert sé ráð fyrir að leigufélögin hafi það að markmiði að halda leiguverðinu niðri en í staðinn sé gert ráð fyrir að félögin geti með einum eða öðrum hætti fengið afslátt af ákveðnum gjöldum sem borgin annars leggur á lóðir og byggingaframkvæmdir. Leigufélögin fái þá afslátt af kröfum sem aðrir þurfa að uppfylla, til dæmis af greiðslum á gatnagerðargjaldi og kröfum um að ekki þurfi að vera bílastæði fyrir hverja íbúð.Tvískiptur markaður Áslaug segir að það mætti helst skilja að verið sé að búa til tvískiptan markað. Fyrir þá sem eru þóknanlegir meirihlutanum, eins og ASI, BSRB, BHM og kennarar og hina sem ekki ekki þykja þóknanlegir svo sem almenn leigufélög. Með þessum hætti sé verið að útdeila ákveðnum verðmætum í gegnum kerfi án þess að fyrir liggi skýrt hverjar forsendurnar eru. Hverjir fá til dæmis að búa í íbúðum sem hafa fast lágt leiguverð og hverjir ekki? Hverjir fá að byggja íbúðir með afslætti frá borginni og hverjir ekki? „Ljóst er að áhrifin af nýrri byggingarreglugerð eru að húsnæðisverð hækkar. Það sama gera skattar á leigutekjur. Sömu áhrif hafa ýmis gjöld sem borgin leggur á. Einkaaðilar glíma samt við það að byggja húsnæði sem uppfyllir ýtrustu reglur hins opinbera, bæði ríkis og borgar.“ „Jafnframt er mjög mikill áhugi fyrir því innan byggingargeirans að byggja litlar og ódýrar íbúðir enda kallar markaðurinn á það. Hins vegar verða þessir aðilar að fylgja ýtrustu kröfum og greiða gjöld að fullu. Ef borgin stígur inn á húsnæðismarkaðinn í Reykjavík með því móti að gefa ákveðnum „völdum“ aðilum aðkomu að afslætti af verðmætum og meira rými til að koma til móts við eftirspurn en öðrum verður að liggja fyrir mat á þeim áhrifum,“ segir Áslaug. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira
„Þeir aðilar sem Reykjavíkurborg hyggst leita til þess að stofna ný leigufélög, myndu með einum eða öðrum hætti fá afslátt af ákveðnum gjöldum sem borgin annars leggur á lóðir og byggingaframkvæmdi,“ segir Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Á fundi borgarstjórnar í dag var rædd tillaga stýrihóps borgarráðs, um innleiðingu húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar. Tillagan gengur út á að auka framboð vel staðsettra leigu- og búseturéttaríbúða. Auka á fjölbreytni á húsnæðismarkaði, vinna að félagslegum fjölbreytileika í hverfum borgarinnar og stuðla að húsnæði á viðráðanlegu verði, í samræmi við húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar og tillögu að aðalskipulagi Reykjavíkur. Borgarráð ákvað í morgun að fresta málinu. „Meðal þess sem lagt er til í tillögum hópsins er að stuðlað verði að stofnun leigufélaga og leitað skuli til nokkurra nefndra aðila, til dæmis ASÍ, BSRB, BHM og kennara,“ segir Áslaug. Hún segir að gert sé ráð fyrir að leigufélögin hafi það að markmiði að halda leiguverðinu niðri en í staðinn sé gert ráð fyrir að félögin geti með einum eða öðrum hætti fengið afslátt af ákveðnum gjöldum sem borgin annars leggur á lóðir og byggingaframkvæmdir. Leigufélögin fái þá afslátt af kröfum sem aðrir þurfa að uppfylla, til dæmis af greiðslum á gatnagerðargjaldi og kröfum um að ekki þurfi að vera bílastæði fyrir hverja íbúð.Tvískiptur markaður Áslaug segir að það mætti helst skilja að verið sé að búa til tvískiptan markað. Fyrir þá sem eru þóknanlegir meirihlutanum, eins og ASI, BSRB, BHM og kennarar og hina sem ekki ekki þykja þóknanlegir svo sem almenn leigufélög. Með þessum hætti sé verið að útdeila ákveðnum verðmætum í gegnum kerfi án þess að fyrir liggi skýrt hverjar forsendurnar eru. Hverjir fá til dæmis að búa í íbúðum sem hafa fast lágt leiguverð og hverjir ekki? Hverjir fá að byggja íbúðir með afslætti frá borginni og hverjir ekki? „Ljóst er að áhrifin af nýrri byggingarreglugerð eru að húsnæðisverð hækkar. Það sama gera skattar á leigutekjur. Sömu áhrif hafa ýmis gjöld sem borgin leggur á. Einkaaðilar glíma samt við það að byggja húsnæði sem uppfyllir ýtrustu reglur hins opinbera, bæði ríkis og borgar.“ „Jafnframt er mjög mikill áhugi fyrir því innan byggingargeirans að byggja litlar og ódýrar íbúðir enda kallar markaðurinn á það. Hins vegar verða þessir aðilar að fylgja ýtrustu kröfum og greiða gjöld að fullu. Ef borgin stígur inn á húsnæðismarkaðinn í Reykjavík með því móti að gefa ákveðnum „völdum“ aðilum aðkomu að afslætti af verðmætum og meira rými til að koma til móts við eftirspurn en öðrum verður að liggja fyrir mat á þeim áhrifum,“ segir Áslaug.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira