Innlent

Nýtt gistiskýli fyrir heimilislausa karla verður tekið í notkun næsta vor

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Endurbætur á húsinu við Lindargötu kosta 100 til 120 milljónir króna.
Endurbætur á húsinu við Lindargötu kosta 100 til 120 milljónir króna.
Gistiskýli fyrir heimilislausa karla verður flutt að Lindargötu 48 næsta vor.

Endurbætur á húsinu við Lindargötu hefjast innan skamms en húsið verður tekið í gegn að utan og innan. Áætlað er að endurbæturnar kosti 100 til 120 milljónir króna.

Lindargata 48 er skráð sem iðnaðarhúsnæði og er á skipulagssvæði þar sem gert er ráð fyrir blandaðri byggð. Gildandi deiliskipulag er frá 2004 og telur borgin að ekki þurfi að breyta deiliskipulaginu þar sem einungis eigi að breyta innviðum hússins.

Gistiskýli fyrir karla hefur verið rekið að Þingholtsstræti 25 frá því á sjöunda áratug síðustu aldar. Þar hafa verið rúm fyrir 20 karla og hefur oft á tíðum orðið að vísa frá vegna plássleysis.

Þorleifur Gunnlaugsson fulltrúi VG í velferðarráði segir að á Lindargötu verði rúmin jafnmörg og í Þingholtsstræti sem sé undarlegt í ljósi þess að það hafi sýnt sig í gegnum tíðina að það sé þörf fyrir fleiri rúm svo hægt sé að veita þeim sem á þurfa að halda húsaskjól.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×