Fleiri fréttir

Nóg af makríl en þó minna en í fyrra

Rannsóknarmenn frá Hafrannsóknastofnun sem voru að koma úr rannsóknarleiðangri segja að nóg sé af makríl þótt vissulega sé minna um hann en í fyrra. Kemur það heim og saman við upplifun útgerðar- og sjómanna sem Fréttablaðið hafði samband við.

Stórafmælið lendir á nýjum biskupi

Sérlega mikil hátíðarhöld verða á Hóla­hátíðinni á Hólum í Hjaltadal um næstu helgi, enda fagnað í leiðinni 250 ára afmæli Hóladómkirkju sem er elsta steinkirkja landsins.

Gíbraltardeilan vakin upp úr dvala

Bretar segjast nú íhuga að draga Spánverja fyrir dómstóla liðki þeir ekki fyrir landamæraeftirliti við Gíbraltarskaga. Spánverjar hóta á móti frekari refsiaðgerðum vegna umdeildra hafnarframkvæmda hinna bresku íbúa skagans.

Umferðaróhöpp í nótt

Engin slasaðist alvarlega í þremur bílslysum, sem urðu í gærkvöldi og í nótt.

Fimm í tveggja manna bíl

Það var því engin öryggisbúnaður fyrir börnin þrjú og var því frekara ferðalagi sjálf hætt.

Ruddist inn á sína fyrrverandi

Karlmaður í annarlegu ástandi var handtekinn á heimili fyrrverandi eiginkonu sinnar í Hafnarfirði í gærkvöldi, eftir að hafa ruðst þar inn.

Setur reglur um gengjameðlimi í fangelsum

Liðsmenn skipulagðra glæpasamtaka fá ekki reynslulausn eða dagsleyfi úr fangelsum samkvæmt nýjum reglum. Viðbrögð við mikilli fjölgun þeirra á bak við lás og slá, segir fangelsismálastjóri. "Alloft“ hefur reynt á reglurnar.

Risastór loftsteinn sást frá Akureyri

Benedikt H. Sigurgeirssyni, íbúa á Akureyri, tókst að festa þennan loftsein á filmu þegar hann þaut hjá í kvöld. Benedikt sá til steinsins klukkan 21:20, en hann var á leið suðvestur.

Húsnæðiseigendur mala gull á Höfn

Á milli tuttugu og þrjátíu manns eru á biðlista eftir leiguhúsnæði á Höfn í Hornafirði, að sögn Hjalta Þórs Vignissonar bæjarstjóra. Sex íbúðir hafa verið byggðar á síðustu misserum en það sér varla högg á vatni. Þegar háannatíminn í ferðamennskunni stendur yfir verður húsnæðisþörfin enn brýnni, en nokkuð er um það að einbýlishús og íbúðir séu nýttar til gistingar eða leigu fyrir ferðamenn.

Njósnatunnur á götum London

Breskt auglýsingafyrirtæki hugðist fylgjast með vegfarendum í London með búnaði í hátæknilegum ruslatunnum, sem nemur ferðir snjallsíma.

Frumraun Darra frumsýnd vestanhafs

Frumraun Darra Ingólfssonar í bandarísku sjónvarpsþáttunum Dexter leit dagsins ljós þegar þátturinn var frumsýndur vestanhafs í gær.

Tveir létust í rútuslysi í Noregi

Tvær konur létust í Sogndal í Noregi í gær þegar saman rákust sænsk rúta með ferðamenn og norsk rúta sem sinnti áætlunarakstri á heimaslóð.

Hollenskur prins fellur frá

Jóhann Friso, næstelsti sonur Beatrix prinsessu, fyrrverandi Hollandsdrottningu, bróðir Vilhjálms Alexanders Hollandskonungs, lést í dag 44 ára að aldri.

Kom við á Íslandi á leið sinni í kringum hnöttinn

Ástralskur maður, sem stefnir að því að verða yngsti flugmaður sögunnar til að fljúga hringinn í kringum hnöttinn einsamall, kom til Íslands um helgina. Flugmaðurinn heitir Ryan Campbell og er nítján ára.

"Mjög mikilvægt fyrir okkur“

Fyrsta sjúkrahúsið í Kína sem sérhæfir sig í öldrunarsjúkdómum mun nota hugbúnað frá íslenska rannsóknarfyrirtækinu Mentis Cura til að greina Alzheimer og aðra heilabilunarsjúkdóma. Mikil sóknarfæri fólgin í samningum, bæði fyrir fyrirtækið og Íslendinga, segir heilbriðisráðherra.

"Manstu eftir mér?“

Þau kynntust fyrir rúmum þrjátíu árum og nú vill dönsk/grænlensk kona finna gamlan íslenskan vin sinn aftur. Eigi hann konu í dag þarf hún ekkert að hafa áhyggjur þar sem að einungis er um vinskap að ræða.

Báturinn Glói sökk vestur af Skálavík

Landhelgisgæslu Íslands barst tilkynning frá fiskibátnum Björgu Jóns um kl. 15:33 þess efnis að báturinn Glói hafi sokkið um 1 sjómílu vestur af Skálavík.

Grillað með Lamborghini

Aðeins þarf að setja bílinn nokkrum sinnum í 8.250 snúninga og pylsan er fullgrilluð.

Varasamur ís fyrir utan Horn

Landhelgisgæslan varar við þremur stórum borgarísjökum sem voru norðvestur af Horni. Bæði getur sjófarendum stafað hætta af ísnum sem og brotum úr ís á svæðinu.

Hvernig aka má á hvolfi

Þessi öfugi bíll keppti í Lemons grínþolaksturskeppninni sem haldin er fyrir bíla sem kosta minna en 500 dollara.

Velur sér hófsama ráðherra

Nýr forseti Írans ætlar að leggja áherslu á að bæta samskiptin við umheiminn. Harðlínumenn á þingi gagnrýna ráðherralista hans.

Fékk krampa í bensínfótinn og flaug 34 metra ofan í Glerá

Það þykir ganga kraftaverki næst að tveir ungir menn skuli hafa sloppið lítið meiddir, eftir að ökumaður bíls þeirra fékk krampa og steig bensínið í botn, með þeim afleiðingum bíllinn tók flugið upp af vegriði og hafnaði ofan í Glerá á Akureyri.

Audi strumpastrætó

Fengi nafnið Audi V4 , yrði í boði bæði 5 og 7 sæta og kæmi á markað eftir 3 ár.

Opel lokar í Ástralíu

Bílar Opel voru of dýrir og gátu ekki keppt við Volkswagen bíla í verði og því fór sem fór.

Sjá næstu 50 fréttir