Innlent

Fimm í tveggja manna bíl

Gissur Sigurðsson skrifar
Ökumaður á yfir höfði sér þunga sekt fyrir tiltækið, sem lögregla lítur alvarlegum augum.
Ökumaður á yfir höfði sér þunga sekt fyrir tiltækið, sem lögregla lítur alvarlegum augum.
Þegar lögreglan stöðvaði bíl í Hafnarfirði í gærkvöldi, kom í ljós að í honum voru fjórir farþegar, þar af þrjú börn og hið yngsta aðeins þriggja ára, en bíllinn er aðeins tveggja manna.

Það var því engin öryggisbúnaður fyrir börnin þrjú og var því frekara ferðalagi sjálf hætt. Ökumaður á yfir höfði sér þunga sekt fyrir tiltækið, sem lögregla lítur alvarlegum augum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×