Innlent

Brennuvargur leikur lausum hala á Egilsstöðum

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Lögreglan á Egilsstöðum biður almenning að hafa samband hafi það einhverjar upplýsingar.
Lögreglan á Egilsstöðum biður almenning að hafa samband hafi það einhverjar upplýsingar. mynd/getty
Svo virðist sem brennuvargur gangi um á Egilsstöðum og kveiki í bifreiðum, og skiptir þá engu máli hvar bifreiðarnar eru staðsettar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Aðfaranótt 29. júní um kl. 2 var kveikt í bifreið við Tjarnarbraut 9. Rann bifreiðin upp að íbúðarhúsi þar sem íbúar voru sofandi og mátti engu muna að eldur kæmist í húsið. Snarræði lögreglumanna sem komu fyrstir á vettvang kom í veg fyrir að illa færi.

Í fyrrinótt um fimmleytið var svo borinn eldur að bifreið sem stóð í stæði við Laufás 5. Sú bifreið stóð mjög nálægt íbúðarhúsinu þar sem eldri kona var sofandi. Vel gekk að slökkva eldinn en bifreiðin er ónýt. Um tíu mínútum síðar var borinn eldur að bifreið sem staðsett var á lóð vestan við Menntaskólann á Egilsstöðum. Sú bifreið er einnig ónýt.

Lögreglan á Egilsstöðum biðlar til almennings og segir það gríðarlega mikilvægt að íbúar hafi samband, geti þeir veitt einhverjar upplýsingar um málið. Hægt er að koma upplýsingum á netfangið egs@logreglan.is eða í síma lögreglunnar á Egilsstöðum, 470-2140.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×