Fleiri fréttir

Hrafnista borgar ekki lífeyrisskuldbindingar

Eigandi Hrafnistu hefur sent bréf til tveggja ráðuneyta og tilkynnt að hann sé hættur að greiða áfallnar lífeyrisskuldbindingar. Hann telur daggjöld ekki eiga að ná yfir greiðslu þeirra. Fleiri fyrirtæki í velferðarþjónustu gætu fylgt í kjölfarið.

Konur eru gerendur í átta prósentum tilvika

Aldrei hefur kona verið dæmd á Íslandi fyrir að brjóta kynferðislega á barni. Í um átta prósentum tilvika eru konur gerendur samkvæmt íslenskum rannsóknum. Ein kona var dæmd fyrir brot gegn annarri árið 2007 í fyrsta sinn síðan 1838.

Fleiri stéttir taka upp stofnanasamninga

Í kjölfar almenns félagsfundar í gær fer Sjúkraliðafélag Íslands fram á viðræður við Landspítalann um endurskoðun á stofnanasamningi við spítalann. Heilbrigðisráðherra segir þing og ríkisstjórn þurfa að finna út úr fjármögnun frekari kjarabóta.

„ESB er orðið hundleitt á EES“

„ESB er orðið hundleitt á EES, finnst mér stundum, og orðið hundleitt á tvíhliðasamningunum við Sviss. Þess vegna hefur ESB sagt, með verkum sínum sem rakin eru í skýrslunni, að það hefur lítinn vilja til að leggja sig mikið fram til að búa til sérstöðu fyrir þessi ríki.“

Pistorius ákærður fyrir morð

Suðurafríski hlaupakappinn Oscar Pistorius var handtekinn í fyrrinótt og síðar ákærður fyrir að hafa orðið kærustu sinni að bana.

Flensan í rénun hér á landi

Tilkynningum um inflúensulík einkenni hefur fækkað mikið undanfarna viku og er inflúensan greinilega í rénun, að sögn landlæknisembættisins.

Stærsta flugfélag í heimi

Bandarísku flugfélögin American Airlines og US Airways tilkynntu samruna fyrirtækjanna í gær. Saman verða félögin að því stærsta í heimi, en Delta Airlines hefur hingað til trónað á toppnum. Sameinað félag verður kallað American Airlines.

Ákvörðun um áfrýjun liggur ekki fyrir

Engin ákvörðun hefur verið tekin um það hvort dómi Héraðsdóms Reykjaness yfir pilti á nítjánda ári, Dómald Degi Dómaldssyni, verði áfrýjað til Hæstaréttar. Hann var dæmdur í gær í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til að myrða fyrrverandi ástkonu föður síns á heimili hennar.

Skuldir sveitarfélaganna hafa þrefaldast

Starfsfólk Íslandsbanka hefur að undanförnu unnið að kortlagningu á stöðu íslenskra sveitarfélaga og verður skýrsla um stöðu þeirra gerð opinber á morgun, en fréttastofa Stöðvar 2 hefur hana undir höndum.

Repjuolían uppfyllti ekki skilyrði

Ástæða óvenju mikilla vetrarblæðinga í síðasta mánuði gæti verið sú að repjuolían uppfyllir ekki þær kröfur sem til hennar eru gerðar en etýlesterarnir gera það hins vegar. Þessi efni hafa verið notuð sem þjálniefni/mýkingarefni í asfaltklæðingar eða bik á undanförnum árum.

"Ótrúlega ósmekklegt og ömurlegt grín"

Skólastjóri Verzlunarskóla Íslands segist í fyrstu hafa talið að nemendur annars framhaldsskóla hefðu staðið fyrir umdeildum ratleik sem fjallað hefur verið um á Vísi í dag.

Ronaldo og Rauði kross Íslands vinna að sama verkefni

Portúgalski knattspyrnusnillingurinn Cristiano Ronaldo og Rauði krossinn á Íslandi styðja í sameiningu endurhæfingu fatlaðs fólks í Afganistan. Um er að ræða fólk sem hefur misst útlimi eða á sökum annarrar fötlunar erfitt uppdráttar í þessu stríðshrjáða landi. Verkefnið felst í að styðja árlega um tvö þúsund manns - karla, konur og börn - þannig að þau geti aflað sér menntunar eða tekna.

Hvað í ósköpunum er Harlem Shake?

Þeir sem fylgst hvað með gangi mála í netheimum undanfarna daga hafa vafalaust rambað á myndbönd sem bera yfirskriftina Harlem Shake.

Rífast um drægni Tesla

Blaðamaður segir bílinn ekki komast 330 km en Tesla segir hann komast 480 á einni hleðslu.

Enn óvíst hversu margir hafa dregið uppsagnir til baka

"Þetta skýrist allt á morgun," segir Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga. "Deildar- og starfsmannastjórar vinna nú að því að taka saman hversu margir hafa dregið uppsagnir sínar til baka."

Yfirvöld kokgleyptu skýringar FBI

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar báru Ögmund Jónasson innanríkisráðherra þungum sökum í umræðum um komu fulltrúa bandarísku alríkislögreglunnar hingað til lands árið 2011. Þingmennirnir sögðu ráðherra hafa ógnað sjálfstæði embætta ríkissaksóknara og ríkislögreglustjóra með inngripum sínum. Þingmenn Hreyfingarinnar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna vörðu hins vegar ráðherrann og sögðu hann hafa gert skyldu sína, þegar FBI hafi sent fulltrúa sína til Íslands undir fölsku yfirskyni.

1500 manns dönsuðu í Hörpu

Íslendingar dönsuðu í Hörpu í hádeginu í dag til þess að sýna konum og stúlkum, sem upplifað hafa kynbundið ofbeldi, stuðning.

Fréttaskýring: Kaldrifjað morð eða hræðilegt slys?

Dómari í borginni Pretoria í Suður-Afríku hefur ákveðið að taka mál spretthlauparans Oscar Pistorius fyrir á morgun, eftir að búið er að taka blóðsýni úr honum. Til stóð að morðákæra gegn honum yrði tekin fyrir hjá dómstólum síðdegis í dag.

Allsherjarnefnd fundar um ofbeldismál: Hæstiréttur gerði mistök

Hæstiréttur gerði mistök þegar hann komst að þeirri niðurstöðu í dómi að það hefði ekki verið kynferðisbrot þegar brotamaður stakk fingri í endaþarm og leggöng konu og klemmdi. Þetta segir Björgvin G. Sigurðsson, formaður Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Nefndin fundaði um dóminn í morgun.

Hjúkrunarfræðingar farnir að draga uppsagnir til baka

Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum eru farnir að draga uppsagnir sínar til baka eftir að nýr stofnanasamningur var undirritaður í fyrrakvöld. Þeir hafa frest til miðnættis til að gera upp hug sinn vilji þeir fá allt að sextíu þúsund króna álagsgreiðslu.

Sextán ára gömul og snjallari en Einstein

Hin sextán ára gamla Lauren Marbe, frá Essex í Bretlandi, er nýjasti meðlimur Mensa-samtakanna. Þar koma saman einstaklingar með afburðagreind en greindarvísitala Lauren mældist 161 á dögunum.

Síldin sem drapst er sjö milljarða virði

Þrátt fyrir að um 50 þúsund tonn af síld hafi drepist í Kolgrafafirði í desember og í byrjun febrúar, er það ekki nema helmingur af því sem drepist hefur árlega úr stofninum vegna sýkinga, undanfarin ár. Andvirði síldardauðans núna er hátt í sjö milljarðar króna.

Ekki víst að um mistök hafi verið að ræða

Lögregluyfirvöld í Pretoria í Suður-Afríku segja að ekki sé víst að Oscar Pistorius hafi skotið kærustu sína fyrir mistök, eins og haldið hefur verið fram í fjölmiðlum í morgun.

"Okkar hugur er hjá Oscari"

"Okkar hugur er hjá Oscari og aðstandendum þeirra sem hlut eiga að máli," segirJón Sigurðsson, forstjóri Össurar, um tíðindi dagsins af frjálsíþróttakappanum Oscar Pistorius.

Ný og breytt Ford Fiesta

Var mest seldi bíllinn í sínum flokki í Evrópu á síðasta ári og státar af vél ársins 2012.

Um klikkaðar upphæðir að ræða

"Þetta eru náttúrlega tveir stærstu markaðir veraldarinnar, þar sem helmingur allra viðskipta fer fram. Menn eru að fara í formlegar samningaviðræður í sumar þannig að málið er komið lengra en áður," segir Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði og forstöðumaður Evrópuseturs. Hann segir ráð gert fyrir að samningum verði lokið árið 2014.

Var að undirbúa óvænta Valentínusargjöf

Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius kemur fyrir dómara síðar í dag þar sem krafist verður gæsluvarðhalds yfir honum og á hann yfir höfði sér ákæru fyrir morð.

Spurði hvort hótun Hreyfingarinnar hefði áhrif á stjórnarskrármálið

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra að því á þingi í dag hvort Hreyfingin hefði hótað ríkisstjórninni vantrauststillögu og hvort það væri vegna slíkrar hótunar sem ríkisstjórnin hefði ákveðið að halda áfram með málið í þinginu þrátt fyrir þá gagnrýni sem málið hefði sætt.

Biðst velvirðingar á ummælum um Kúbu norðursins

Gylfi Magnússon, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, biðst velvirðingar á því að hafa líkt Íslandi við Kúbu þegar hann var spurður út í það hvað gæti gerst felldu Íslendingar fyrsta Icesave samninginn árið 2010.

Stöðvuðu fíkniefnasendingu til Ísafjarðar

Í gær stöðvaði lögreglan fíkniefnasendingu sem átti að fara með áætlunarflugi frá Reykjavík til Ísafjarðar. Í sendingunni reyndist vera um 10 grömm af marijúana.

Yfir 1.000 Danir eru 100 ára eða eldri

Í upphafi þessa árs voru rétt rúmlega 1.000 Danir orðnir 100 ára gamlir eða eldri. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá hagstofu landsins.

Sjá næstu 50 fréttir