Fleiri fréttir

Kaup á formúluliði til sérstaks saksóknara

Slitastjórn Glitnis kærði í janúar veitingu fjögurra milljarða króna bankaábyrgðar vegna kaupa á Williams Formúlu 1-liðinu sumarið 2008 til sérstaks saksóknara vegna rökstudds gruns um umboðssvik. Engir einstaklingar eru sérstaklega kærðir heldur er þess óskað að embættið rannsaki málið í heild.

Sjóðirnir vilja kaupa báða einkabankana

Þreifingar eru hafnar á milli Framtakssjóðs Íslands, lífeyrissjóða og aðila tengdra MP banka og slitastjórnar Glitnis um kaup á Íslandsbanka. Hluti bjóðenda horfir einnig til Arion banka. Þeir vilja fá að kaupa fyrir brot af innra virði bankanna.

Segist loka heilli hæð vegna of mikillar sölu

Framkvæmdastjóri ATMO við Laugaveg segist glíma við vöruskort þar sem sala hafi gengið mjög vel. Hún kallar eftir meiri stuðningi frá hinu opinbera og segir einkennilegt að fatahönnun sitji ekki við sama borð og aðrar skapandi greinar.

Fái ókeypis útsendingar í RÚV

Nefnd fulltrúa þingflokka vill að framboðslistar fái ókeypis útsendingartíma hjá Ríkisútvarpinu. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu gagnrýndi árið 2009 að rótgrónir flokkar gátu útilokað nýja frá kynningu í sjónvarpi.

Telja söluna vera dýra lántöku

Orkuveitan selur Straumi fasteignirnar fyrir 5,1 milljarð króna og skuldbindur sig um leið til að taka þær á leigu.

Fjölgar mest á Íslandi

Ferðamönnum sem heimsækja Evrópulönd fjölgaði um fjögur prósent á síðasta ári.

Telur fólk nokkuð sátt við tilboð

Nýr stofnanasamningur á Landspítalanum færir hjúkrunarfræðingum á bilinu fimm til 9,6 prósenta launahækkun, en samningurinn var undirritaður á þriðjudag og kynntur á tveimur fundum í gær.

Vilja samning um fríverslun

Leiðtogar Evrópusambandsins og Bandaríkjanna kynntu í gær áform um fríverslunarsamning sem yrði sá stærsti í sögunni.

Tugþúsundir falsaðra mynta

Alls voru 184 þúsund stykki af falsaðri evrumynt gerð upptæk í Evrópu á síðasta ári. Þetta kemur fram í tölum seðlabanka Evrópu.

60 fermetrum bætt á áætlun

Nýtt hjúkrunarheimili á Ísafirði verður um 60 fermetrum stærra en fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir.

Óttast uppgang glæpagengis

Lögreglan í Kaupmannahöfn fylgist nú náið með nýstofnuðum glæpasamtökum sem hafa látið til sín taka að undanförnu.

Árborg bannar munntóbakslíki

Notkun á sænska munntóbakslíkinu Kickup hefur verið bönnuð í grunnskólum, félagsmiðstöðvum og íþróttahúsum sveitarfélagsins Árborgar.

Fjórir látnir eftir flugslys í Úkraínu

Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir flugslys í borginni Donetsk í Úkraínu, en 45 farþegar voru um borð í flugvélinni, sem er af gerðinni Antonov AN-24, þegar hún brotlenti í lendingu.

Óska eftir að Húsavík verði þjónustuhöfn Drekasvæðis

Olíufélög sem undirbúa leit á Drekasvæðinu hafa óskað eftir því að Húsavík verði þjónustuhöfn fyrir borpalla. Umsókn um lóð hefur verið send til bæjarráðs Norðurþings, sem tekur jákvætt í erindið. Fyrstu tvö sérleyfin voru afhent í byrjun janúar og merki sjást nú um að félögin eru byrjuð að undirbúa leitina. Fulltrúar annars leyfishafans, Íslensks kolvetnis, Faroe Petroleum og Petoro, hafa nú sótt um lóð við Húsavíkurhöfn undir aðstöðu til að þjónusta leitarborpalla. Í fundargerð bæjarráðs Norðurþings kemur fram að óskað er eftir svæði til að geyma pípur og borstangir, svæði fyrir sementstanka og leðjutanka, lóð undir vöruhús og tengingum við vatn, olíu og rafmagn.

Binda vonir við að hjúkrunarfræðingar dragi uppsagnir til baka

"Það er ánægjulegt að stjórn spítalans og hjúkrunarfræðingar skyldu ná saman,“ segir Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra um nýjan stofnanasamning sem var undirritaður á fundi hjúkrunarfræðinga með fulltrúum Landspítalans seint í gær.

Hvað eru margir kaþólikkar í heiminum?

Meira en fjörutíu prósent af kaþólikkum í heiminum búa í Mið- og Suður-Ameríku en mest fjölgun undanfarin ár hefur verið í Afríku. Þetta kemur fram í úttekt fréttavefs BBC um kaþólikka.

Þór Saari harðorður í garð Þorgerðar - áminntur fyrir orð sín

Forseti Alþingis áminnti Þór Saari þingmann Hreyfingarinnar um að gæta orða sinna í umræðum á Alþingi í dag. Þingmaðurinn gagnrýndi Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins, fyrir ummæli hennar í fjölmiðlum varðandi komu fulltrúa bandarísku Alríkislögreglunnar til Íslands.

Banvænn vírus berst milli manna

Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi segjast hafa fundið sterkustu vísbendingu til þessa um að nýr banvænn öndunarsjúkdómur geti borist á milli manna.

"Mér finnst ég ótrúlega heppin að hafa sloppið"

Fyrir hver fimm börn sem fæðast hér á landi árlega fer fram ein fóstureyðing. Þetta er meðal þess sem fram kom í sjónvarpsþættinum Málinu á Skjá einum sem sýndur var á mánudagskvöldið.

Hjúkrunarfræðingar fá 5-9% hækkun

Hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum býðst 5-9% launahækkun samkvæmt nýjum stofnanasamningi sem var undirritaður á fundi hjúkrunarfræðinga með fulltrúum Landspítalans seint í gær.

Fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag pilt í fimm ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stungið fyrrverandi ástkonu föður síns margsinnis með hníf 21. apríl síðastliðinn. Konan var hætt komin eftir árásina og þurfti að grípa inn í með skurðaðgerð til þess að bani hlytist ekki af. Maðurinn játaði að hafa veist að konunni, en neitaði að hafa ætlað að ráða henni bana. Konan lá á sjúkrahúsi í þrjár vikur eftir árásina. Auk fangelsisdómsins var maðurinn dæmdur til að greiða konunni þrjár milljónir í miskabætur.

"Í takt við það sem ég finn alls staðar"

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöðu úr skoðanakönnun MMR ekki koma sér á óvart. Um 63% Íslendinga eru andvígir því að Ísland gangi í Evrópusambandið samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR.

Syngjandi og sælir krakkar víða um borg

Í dag er öskudagur og eru börn þegar farin á stjá til að syngja fyrir gesti og gangandi víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Fjöldi barna hefur, til að mynda, heimsótt útibú Arion banka það sem af er degi, sungið fyrir starfsfólk og viðskiptavini.

Hámarkinu alls ekki náð

"Það er vilji allra að taka vel á móti ferðamönnum sem hingað koma," segir Halldór Arinbjarnarson, upplýsingastjóri Ferðamálastofu. "Og því fer fjarri að við séum að nálgast eitthvert hámark ferðamanna sem hingað koma á hverju ári.“

63% á móti inngöngu í ESB

Um 63 prósent aðspurðra eru andvígir því að Ísland gangi inn í Evrópusambandið, samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR. Um 24% eru hlynntir því.

Stuðningsmaður númer eitt lést úr hjartaáfalli

Eitt af þekktustu andlitum matsölustaðarins "Heart Attack Grill" í Las Vegas lést í gær. Dánarorsökin var hjartaáfalli. Hann er annað launalausa andlit staðarins til þess að láta lífið á tveimur árum.

Sagðist vera með sælgæti í bílnum

Foreldrar í Lindaskóla í Kópavogi fengu tölvupóst í gær þar sem þeir voru hvattir til að leggja áherslu á það við börn sín að fara ekki upp í bíla hjá ókunnugu fólki.

Konur og börn féllu í loftárás NATÓ

Yfirvöld í Afganistan lýstu því yfir í nótt að hátt í tíu óbreyttir borgarar hefðu fallið í loftárás Atlantshafsbandalagsins í austurhluta Afganistan, flestir konur og börn.

Jafna réttindi tveggja mæðra

Stjórnvöld í Danmörku vinna nú að því að jafna rétt foreldra af sama kyni. Eignist tvær konur saman barn undir núverandi fyrirkomulagi, til dæmis með tæknifrjóvgun, verður sú sem ekki gengur með barnið að ættleiða það eftir fæðingu og ef sæðisgjafi er þekktur verða að líða tvö og hálft ár hið minnsta áður en hægt er að sækja um ættleiðingu.

Íbúð fylltist af reyk í fjölbýlishúsi í Grafarvogi

Betur fór en á horfðist þegar íbúð í fjölbýlishúsi í Grafarvogi í Reykjavík fylltist af reyk í gærkvöldi. Þar hafði pottur gleymst á eldavél með þessum afleiðingum, en eldur hafði ekki náð að kvikna.

Sjá næstu 50 fréttir