Innlent

Enn óvíst hversu margir hafa dregið uppsagnir til baka

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga.
Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga.
„Þetta skýrist allt á morgun," segir Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga. „Deildar- og starfsmannastjórar vinna nú að því að taka saman hversu margir hafa dregið uppsagnir sínar til baka."

Nýr stofnanasamningur hjúkrunarfræðinga og Landspítalans var undirritaður í gær og ljóst er að hjúkrunarfræðingar eru farnir að draga uppsagnir sínar til baka.

Eins og greint var frá í hádegisfréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar hefur Landspítalinn óskað eftir að hjúkrunarfræðingar láti vita fyrir miðnætti í dag. Erna Einarsdóttir, starfsmannastjóri spítalans, gerir ráð fyrir að einhverjir muni taka sér lengri umhugsunarfrest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×