Innlent

Repjuolían uppfyllti ekki skilyrði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ástæða óvenju mikilla vetrarblæðinga í síðasta mánuði gæti verið sú að repjuolían uppfyllir ekki þær kröfur sem til hennar eru gerðar en etýlesterarnir gera það hins vegar. Þessi efni hafa verið notuð sem þjálniefni/mýkingarefni í asfaltklæðingar eða bik á undanförnum árum.

Í kjölfar vetrarblæðinganna sendi Vegagerðin sýni úr hvoru tveggja repjuolíunni og etýlesterenum til rannsóknar í Þýskalandi. Ásgeir Ívarsson efnaverkfræðingur hjá Mannviti farið yfir þær.

Það var þýska fyrirtækið ASG-Analytik Service GmbH sem annaðist þessar rannsóknir. Það er mat Ásgeirs að niðurstöður efnagreininganna staðfesti að repjuolían uppfylli ekki kröfur sem gerðar eru til íblöndunarefna í bik. Hún inniheldur talsvert magn fitusýrumetýlesters auk ein- og tvíglýseríða.

Samsetning repjuolíusýnisins sem nú var greint er þó töluvert frábrugðin samsetningu sýnis sem greint var árið 2010. Líklegar ástæður þess eru að sýnin eru ekki tekin úr sama tanki og mjög ólíklegt er að samsetningin sé ætíð hin sama óháð framleiðsludegi og/eða framleiðanda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×