Um klikkaðar upphæðir að ræða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. febrúar 2013 11:12 Eiríkur Bergmann. „Þetta eru náttúrlega tveir stærstu markaðir veraldarinnar, þar sem helmingur allra viðskipta fer fram. Menn eru að fara í formlegar samningaviðræður í sumar þannig að málið er komið lengra en áður," segir Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði og forstöðumaður Evrópuseturs. Hann segir ráð gert fyrir að samningum verði lokið árið 2014. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og Jose Manuel Barroso, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins, tilkynntu í gær að framundan væru formlegar viðræður um fríverslunarsamning. Eiríkur minnir á að þegar séu gríðarlega viðamiklir viðskiptasamningar á milli Bandaríkjanna og Evrópu. Þó hafi lengi verið vilji til þess að koma á raunverulegum fríverslunarsamningi. „Það sem að menn ætla sér að gera núna er að reyna að fara heilstætt yfir þetta. Þetta er ekki ný hugmynd en er loksins komin á borðið," segir Eiríkur. Blaðamaður leitaði til hans varðandi þá þýðingu sem fríverslunarsamningur myndi hafa fyrir báða aðila og hvaða árekstar væru fyrirséðir. „Þú ert að tala um klikkaðar upphæðir. Þetta eru hundruð milljarða evra í viðskiptum árlega," segir Eiríkur um umfang viðskipta á milli Bandaríkjanna og Evrópu. Fríverslunarsamningur þýði vissulega að fólk þurfi að greiða minna fyrir vörur. Hins vegar sé alltaf einhver sem tapi. „Vandinn snýr að því annars vegar að Bandaríkjamenn hafa verndað ákveðinn þungaiðnað sem Evrópumenn vilja opna. Á sama tíma hafa Evrópumenn verndað landbúnað sem Bandaríkjamenn vilja opna," segir Eiríkur. Að því leyti halli ekki á annan aðilann heilt yfir heldur sé verið að vernda mismunandi hluti.Nordicphotos/AFPEiríkur bendir á að afstaða til viðskipta við Kína sé ólík austanhafs og vestan. „Það er pressa í Bandaríkjunum að setja viðskiptahindranir á Kína. Ef það er frjálst flæði inn til Evrópu þá yrði flæðið áfram hindrunarlaust til Bandaríkjanna," segir Eiríkur. Ísland er utan Evrópusambandsins en þó hluti af Evrópska efnahagssvæðinu. Eiríkur segist eiga eftir að átta sig betur á því hvað slíkur fríverslunarsamningur þýði fyrir Ísland. „Í prinsippinu eiga vörur sem hafa verið tollaðar inn á Evrópska efnahagssvæðinu að vera fluttar frjálst til Íslands. Þannig að vörur sem eru fluttar frá Bandaríkjunum og inn á Evrópska efnahagssvæðið við tollfrelsi, við eigum að geta keypt þær tollfrjálst," segir Eiríkur. Þó sé málið ekki alltaf svo einfalt. Í sumum tilfellum séu vörur keyptar frá aðilum innan Evrópusambandsins en vörurnar svo sendar frá löndum utan álfunnar, t.d. frá Asíu. Þá þurfi að greiða toll af vörunni. Barroso sagði í gær að samningurinn myndu ýta undir hagvöxt beggja vegna Atlantshafsins og gæti aukið meðallandsframleiðslu um 0,5%. Obama sagði í stefnuræðu sinni í gær að samningurinn yrði til þess að auka útflutning Bandaríkjanna og efla atvinnumarkaðinn vestanhafs.Hu Jintao, forseti Kína, og Barack Obama Bandaríkjaforseti.Nordicphotos/AFP Tengdar fréttir ESB og BNA ætla í fríverslunarviðræður Evrópusambandið og Bandaríkin ætla að hefja formlegar viðræður um fríverslunarsamning. BBC fréttastofan segir að um verði að ræða stærsta fríverslunarsamning sögunnar. 13. febrúar 2013 19:42 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt í þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Sjá meira
„Þetta eru náttúrlega tveir stærstu markaðir veraldarinnar, þar sem helmingur allra viðskipta fer fram. Menn eru að fara í formlegar samningaviðræður í sumar þannig að málið er komið lengra en áður," segir Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði og forstöðumaður Evrópuseturs. Hann segir ráð gert fyrir að samningum verði lokið árið 2014. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og Jose Manuel Barroso, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins, tilkynntu í gær að framundan væru formlegar viðræður um fríverslunarsamning. Eiríkur minnir á að þegar séu gríðarlega viðamiklir viðskiptasamningar á milli Bandaríkjanna og Evrópu. Þó hafi lengi verið vilji til þess að koma á raunverulegum fríverslunarsamningi. „Það sem að menn ætla sér að gera núna er að reyna að fara heilstætt yfir þetta. Þetta er ekki ný hugmynd en er loksins komin á borðið," segir Eiríkur. Blaðamaður leitaði til hans varðandi þá þýðingu sem fríverslunarsamningur myndi hafa fyrir báða aðila og hvaða árekstar væru fyrirséðir. „Þú ert að tala um klikkaðar upphæðir. Þetta eru hundruð milljarða evra í viðskiptum árlega," segir Eiríkur um umfang viðskipta á milli Bandaríkjanna og Evrópu. Fríverslunarsamningur þýði vissulega að fólk þurfi að greiða minna fyrir vörur. Hins vegar sé alltaf einhver sem tapi. „Vandinn snýr að því annars vegar að Bandaríkjamenn hafa verndað ákveðinn þungaiðnað sem Evrópumenn vilja opna. Á sama tíma hafa Evrópumenn verndað landbúnað sem Bandaríkjamenn vilja opna," segir Eiríkur. Að því leyti halli ekki á annan aðilann heilt yfir heldur sé verið að vernda mismunandi hluti.Nordicphotos/AFPEiríkur bendir á að afstaða til viðskipta við Kína sé ólík austanhafs og vestan. „Það er pressa í Bandaríkjunum að setja viðskiptahindranir á Kína. Ef það er frjálst flæði inn til Evrópu þá yrði flæðið áfram hindrunarlaust til Bandaríkjanna," segir Eiríkur. Ísland er utan Evrópusambandsins en þó hluti af Evrópska efnahagssvæðinu. Eiríkur segist eiga eftir að átta sig betur á því hvað slíkur fríverslunarsamningur þýði fyrir Ísland. „Í prinsippinu eiga vörur sem hafa verið tollaðar inn á Evrópska efnahagssvæðinu að vera fluttar frjálst til Íslands. Þannig að vörur sem eru fluttar frá Bandaríkjunum og inn á Evrópska efnahagssvæðið við tollfrelsi, við eigum að geta keypt þær tollfrjálst," segir Eiríkur. Þó sé málið ekki alltaf svo einfalt. Í sumum tilfellum séu vörur keyptar frá aðilum innan Evrópusambandsins en vörurnar svo sendar frá löndum utan álfunnar, t.d. frá Asíu. Þá þurfi að greiða toll af vörunni. Barroso sagði í gær að samningurinn myndu ýta undir hagvöxt beggja vegna Atlantshafsins og gæti aukið meðallandsframleiðslu um 0,5%. Obama sagði í stefnuræðu sinni í gær að samningurinn yrði til þess að auka útflutning Bandaríkjanna og efla atvinnumarkaðinn vestanhafs.Hu Jintao, forseti Kína, og Barack Obama Bandaríkjaforseti.Nordicphotos/AFP
Tengdar fréttir ESB og BNA ætla í fríverslunarviðræður Evrópusambandið og Bandaríkin ætla að hefja formlegar viðræður um fríverslunarsamning. BBC fréttastofan segir að um verði að ræða stærsta fríverslunarsamning sögunnar. 13. febrúar 2013 19:42 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt í þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Sjá meira
ESB og BNA ætla í fríverslunarviðræður Evrópusambandið og Bandaríkin ætla að hefja formlegar viðræður um fríverslunarsamning. BBC fréttastofan segir að um verði að ræða stærsta fríverslunarsamning sögunnar. 13. febrúar 2013 19:42