Fleiri fréttir

Dómari tók sér frest til morguns

Dómari við Héraðsdóm Norðurlands eystra tók sér frest til morguns til að úrskurða um gæsluvarðhald yfir tveimur piltum sem eru grunaðir um að hafa brotist inn til karlmanns á áttræðisaldri og ráðist á hann, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri.

Segja innanríkisráðuneytið hafa heimilað komu FBI til Íslands

Innanríkisráðuneytið var með í ráðum varðandi komu bandarísku alríkisfulltrúanna (FBI) hingað til lands í ágúst árið 2011 og réttarbeiðni frá fulltrúunum lá inni á borði innanríkisráðuneytisins í rúman mánuð áður en þeim var heimilað að koma hingað til lands.

Það er svindlað á þér - enginn staður með löggilta sjússmæla

Neytendastofa gerði nýlega könnun hjá um 20 vínveitingarhúsum og innflytjendum hvort að löggiltir sjússmælar og vínskammtarar væru í notkun. Þá var einnig athugað hvort að vínglös og bjórglös hefðu viðeigandi merkingar. Á vefsíðu Neytendastofu segir að tilgangurinn hafi verið að kanna hvort að reglum um vínmál, sem notuð eru til að mæla skammta áfengis sem ætlað er til sölu, væri fylgt eftir.

Bara tveir kostir í stöðunni

Mönnum er líklegast að verða ljósara að valkostirnir varðandi framtíðargjaldmiðil Íslendinga eru varla aðrir en áframhaldandi fyrirkomulag með krónu eða innganga í Evrópusambandið og myntbandalagið, segir Jón Þór Sturluson, dósent í viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og fyrrverandi aðstoðarmaður Björgvins Sigurðssonar þáverandi viðskiptaráðherra. Þannig skýrir Jón Þór niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 um viðhorf fólks til krónunnar.

Farið fram á vikulangt gæsluvarðhald

Lögreglan á Akureyri hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem eru grunaðir um að hafa veitt karlmanni á áttræðisaldri alvarlega áverka um helgina.

Kvótinn minnkar vegna síldardauðans

Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir einboðið að aflaráðgjöf stofnunarinnar í síld verði töluvert lægri vegna síldardauðans í Kolgrafarfirði. Sérfræðingar frá Hafró mæla nú umfang síldardauðans í firðinum með sérstökum neðansjávarmyndavélum.

Bjargar Geely London Taxi?

Breska fyrirtækið sem framleiðir leigubíla Lundúnaborgar, Manganese Broze Holdings, var komið að fótum fram og allt stefndi í gjaldþrot þess. Svo virðist þó að dagar þess séu ekki alveg taldir því kínverska bílafyrirtækið Geely hefur keypt öll hlutabréf þess á 11 milljónir punda , eða ríflega 2,2 milljarða króna. Geely er líklega þekktast fyrir það að eiga sænska bílaframleiðandann Volvo, en nú hefur semsagt eitt bílafyrirtæki bæst í hópinn. Núverandi London Taxi hefur verið í framleiðslu frá árinu 1958, en nýjasta gerð bílsins er frá 2007. Þessir kubbslaga og gamaldags leigubílar hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni vegna eyðslu bílanna og að þeir séu ekki nógu notadrjúgir. Margir hafa viljað skipta honum út fyrir Nissan NV2000 bílinn, sem verður einmitt næsti leigubíll New York borgar. Það yrði sannarlega sjónarsviptir af þeim sérstöku leigubílum sem einkenna Lundúnaborg nú. Geely hefur lítinn áhuga á því að skipta honum út og ætlar að kynna nýja útgáfu London Taxi, sem kominn er strax á teikniborðið. Kannski verður hann með 5 strokka eyðslugrannri Volvo vél, en með sama gamla nostalgíuútlitinu?

Kvartað yfir vinsælum sjónvarpsþætti vegna vændisumfjöllunar

Sjónvarpsþátturinn Borgen upphefur vændi, segir Lars Aslan Rasmussen, talsmaður sósíaldemókrata í velferðarmálum í borgarstjórn Kaupmannahafnar. Hann segir að í nýjum þætti í hinni vinsælu sjónvarpsþáttaseríu sé vændi lýst í allt of björtu ljósi. Umræddur þáttur var sendur út á DR 1 í gær.

Lamdi mann með hafnaboltakylfu og hótaði lögreglu lífláti

Karlmaður var handtekinn fyrir utan veitingahús á Ísafirði aðfaranótt sunnudags. Ástæðan var sú að maðurinn áttu í útistöðum við gest á staðnum og beitti þar hafnarboltakylfu í þeim erjum eins og fram kemur í tilkynningu lögreglu.

Rafmagnstruflanir á Vesturlandi

Rafmagnstruflanir hafa verðið á Staðarsveitalínu í morgun og leysti lína út rétt eftir klukkan níu. Vinnuflokkur Rarik frá Ólafsvík er lagður af stað til bilanaleitar. Snjókoma er á svæðinu og líklegt að það sé ísing sem er ástæða bilunarinnar á línunni.

Chevrolet Steve McQueen til sölu

Sá bíll er leikarinn Steve Mcqueen ók síðast í kvikmynd verður brátt seldur á uppboði. Er það 1951 árgerðin af Chevrolet Styline DeLuxe, gullfallegur gulur blæjubíll. Bíl þessum ók hann í myndinni The Hunter á níunda áratug síðustu aldar, en sú mynd sló reyndar ekki í gegn á sínum tíma. Steve McQueen keypti sjálfur þennan fagra bíl eftir að tökur á myndinni voru yfirstaðnar og átti hann í 4 ár. Árið 2003 var bíllinn gerður upp og færður svo gott sem í sama ástand og þegar hann var nýr. Bíll sem þessi er metinn á um 45.000 dollara, en saga þessa tiltekna eintaks mun að líkum tífalda verð hans á uppboðinu sem haldið verður í Ft. Lauderdale í Flórída. Brot úr myndinni The Hunter má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.

Lögreglan skammaði eldavélaþjóf á fimmtugsaldri

Íbúi í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum kom á lögreglustöðina og tilkynnti að eldavél, sem hann hafði tekið úr íbúð sinni vegna breytinga innan stokks, hefði verið stolið af lóðinni.

Rúmlega helmingur vill halda í krónuna

Meirihluti landsmanna vill að krónan verði framtíðargjaldmiðill landsins samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Fleiri vilja halda krónunni nú en fyrir tveimur árum.

Ölvaður ökumaður ók á hús í Hafnarfirði

Ölvaður ökumaður missti stjórn á bíl sínum í Hafnarfirði um kvöldmatarleitið í gærkvöldi með þeim afleiðinugm að bíllinn fór í gegnum grindverk um húsagarð, og hafnaði á húsinu.

Tveir ungir menn enn í haldi á Akureyri eftir fólskulega líkamsárás

Tveir ungir karlmenn sitja enn í haldi lögreglunnar á Akureyri eftir að þeir voru handteknir á Skagaströnd um hádegisbil í gær, grunaðir um að hafa undir morgun ráðist inn á heimili karlmanns á áttræðisaldri á Skagaströnd og veitt honum alvarlega höfuðáverka.

Konan sem hrapaði í Esjunni er látin

Kona , sem hrapaði í hlíðum Esjunnar um miðjan dag í gær, var úrskurðuð látin þegar björgunarmenn komust með hana niður á láglendi í gærkvöldi eftir fjölmennan og hættulegan leiðangur.

Scotland Yard notaði nöfn látinna barna í fölsk skilríki

Breska lögreglan Scotland Yard stundaði það áratugum saman að nota nöfn látinna barna í Bretlandi til að búa til fölsk skilríki fyrir þá lögreglumenn sem þurftu að villa á sér heimildir í leynilegum verkefnum fyrir Scotland Yard.

Þungt haldinn á gjörgæslu eftir árás dóttursonar síns

Nítján ára piltur braust við annan mann inn til afa síns á Skagaströnd og veitti honum alvarlega höfuðáverka. Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn tveimur frændum hans. Piltarnir voru enn í haldi í gærkvöldi.

Margar erfðabreyttar matvörur ómerktar

Neytendasamtökin krefjast þess að reglugerð um merkingar á matvælum verði hert og eftirfylgni bætt. Ítrekaðar kvartanir hafa borist samtökunum og þá sérstaklega vegna vanmerkinga á genabreyttum matvælum. Talsvert hefur einnig verið kvartað yfir viðbættu vatni í kjöti og fiski.

Smókpásur útlægar í Árósum

Starfsfólk Árósaborgar munu um næstu mánaðamót þurfa að sætta sig við að mega ekki reykja á vinnutíma. Árósar eru fyrsta sveitarfélagið í Danmörku sem stígur þetta skref til fulls.

Alvarleg líkamsárás á Skagaströnd

Tveir menn eru í haldi lögreglunnar á Akureyri grunaðir um alvarlega líkamsárás á heimili á Skagaströnd snemma í morgun. Þetta staðfestir lögreglan á Akureyri í samtali við Vísi.

Björgunarmenn komnir niður með konuna

Búið er að flytja göngukonuna sem slasaðist í Esju fyrr í dag í sjúkrabíl, en fjallamenn björgunarsveitanna komu niður að vegi rétt í þessu.

Væri gaman að sjá barnavagninn eftir 40 ár

"Ég hefði nú gaman af því að sjá barnavagninn. Hann á að vera þarna," sagði Guðrún Ingibergsdóttir í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, þar sem fjallað var um eldgosið á Heimaey.

Komnir á slysstað í Esju

Björgunarmenn í Esju hafa nú náð til göngukonunnar sem hrapaði og þeirra samferðamanna hennar sem biðu á slysstaðnum.

Alvarlegt slys í Esju

Slökkvilið og björgunarsveitir eru nú að störfum í Esju þar sem kona liggur slösuð eftir fall.

Sjá næstu 50 fréttir