Innlent

Grunur leikur á íkveikju í húsnæði hælisleitenda

Fit Hostel á fallegum degi.
Fit Hostel á fallegum degi.
Grunur leikur á íkveikju þegar eldur kom upp í herbergi á FIT hostel í Reykjanesbæ skömmu fyrir hádegi í dag.

Eldur kviknaði í herbergi hælisleitanda en húsnæðið hýsir flóttamenn. Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja fór brunavarnakerfi í gang í húsnæðinu þegar eldsins varð vart og náðu hælisleitendur því að forða sér.

Varðstjóri slökkviliðs segir ástæðuna fyrir því að ekki fór verr meðal annars að þakka miklar úrbætur í brunavörnum hússins. Þannig hafi eldurinn verið eingöngu bundinn við eitt herbergi og reykur komst ekki að nánu ráði inni í önnur herbergi hælisleitenda.

Aftur á móti urðu töluverðar skemmdir þar sem eldurinn kviknaði auk þess sem reykskemmdir í nánasta umhverfi herbergisins eru miklar.

Einn hælisleitandi var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar vegna eymsla, en enginn er alvarlega slasaður. Slökkviliðsmönnum gekk vel að ráða niðurlögum eldsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×