Fleiri fréttir

Elva Brá er fundin

Elva Brá Þorsteinsdóttir, sem lögreglan lýsti eftir fyrir helgi, er fundin.

Flughált á fjallvegum

Búist er við því að flughált verið á fjallvegum vestan- og norðvestantil, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Þar hefur hlánað í dag og með bleytu ofan í snjó sem fyrir er má reikna með að staðbundið verði flughált og varasamt í hvössum vindinum. Þá er gert ráð fyrir vaxandi hríðarveðri á fjallvegum á Austfjörðum með kvöldinu og vindhviðum í Öræfasveit frá því seint í kvöld.

Hjúkrunarfræðingar fengu ekki fund með forsætisráðherra

"Þetta eru ekki einhverjar skipulagðar hópuppsagnir,“ segir Ragnheiður Gunnarsdóttir, varaformaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. RÚV greindi frá því í hádegisfréttum sínum að tugir hjúkrunarfræðinga hefðu sagt upp störfum á Landspítalanum á föstudaginn. Ragnheiður segir að þessar uppsagnir hafi ekki verið gerðar í samráði við félagið og því viti hún ekki hversu margir hafi sagt upp.

Konan í Kaupmannahöfn útskrifuð af sjúkrahúsi

Íslenska konan sem féll í Peblingevatnið á Nörrebro í Kaupmannahöfn aðfararnótt laugardagsins hefur verið útskrifuð frá Rigshospitalet. Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur tilkynnt fjölskyldu hennar um það.

Illskeytt vampíra vekur upp vonir um ferðamannaiðnað

Síðustu daga hafa íbúar í þorpinu Zarozje í vesturhluta Serbíu verið á varðbergi vegna vampíru sem er sögð ganga laus á svæðinu. Ferðamenn hafa hinsvegar tekið annan pól í hæðina og streyma nú í þennan afskekkta hluta landsins.

Höskuldur ánægður með stöðu sína

"Ég er bara mjög ánægður með þá kosningu sem ég fékk í fyrsta sætið. Þetta er töluvert meira en ég gerði mér væntingar um í ljósi þess að ég var að keppa við formann flokksins," segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann mun skipa annað sætið á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, verður í fyrsta sæti.

Dansaði sig til blóðs

Það gekk heldur erfiðlega hjá hinum 29 ára gamla Navid Rezvani í undanúrslitum norsku hæfileikakeppninnar Norske Talenter.

Vilborg dansar við skugga á suðurskautinu

Vilborg Arna Gissurardóttir suðurskautsfari hefur nú gengið tæplega tvöhundruð kílómetra á um hálfum mánuði. Hún heldur í góða skapið þrátt fyrir að hafa glímt við veikindi og óblíða veðurguði og dansaði til að mynda við skuggann sinn í gær.

Ræninginn af erlendu bergi brotinn

Lögreglan leitar að enn að manni sem réðst inn í söluturn í Reyjavík á föstudagskvöldið með byssu og ógnaði starfsmanni.

Ívar Ingimarsson á leið í framboð?

Eftir atvinnumannsferil í ensku knattspyrnunni er Stöðfirðingurinn Ívar Ingimarsson fluttur heim til Austurlands og hefur sterkar skoðanir um það hvar tækifæri landsbyggðarinnar liggja og til hvaða aðgerða þurfi að grípa. Hann og eiginkona hans, Hrefna Dagbjört Arnardóttir frá Breiðdalsvík, eru viðmælendur Kristjáns Más Unnarssonar í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 að loknum fréttum kl. 18.55 í kvöld.

Ljósin tendruð á Óslóartrénu

Ljósin verða tendruð á Óslóartrénu á Austurvelli klukkan fjögur í dag. Rúm sextíu ár eru síðan að íbúar Óslóar færðu Reykvíkingum fyrsta grenitréð að gjöf og hefur það ávallt átt sinn stað á Austurvelli. Það verður sex ára gamall norsk-íslenskur piltur, Jörundur Ísak Stefánsson, sem fær þann heiður að tendra ljósin.

Tvíburar rífast í móðurkviði

Meðgöngumiðstöð Lundúna hefur birt ótrúlegt myndband sem sýnir erjur tvíbura í móðurkviði. Systkinin virðast vera heldur pláss og sparka til og frá í von um að koma sér sem best fyrir áður en stóra stundin rennur upp.

CCP færði Taflfélagi Reykjavíkur veglega gjöf

Tölvuleikjafyrirtækið CCP sem framleiðir og rekur fjölspilunarleikinn Eve online færði Taflfélagi Reykjavíkur í gær að gjöf öflugan skjávarpa, fartölvu af nýjustu gerð auk peningastyrks.

Byssumanns enn leitað

Lögreglan leitar að enn að manni sem réðst inn í söluturn í Reykjavík á föstudagskvöldið með byssu og ógnaði starfsmanni.

Rændi jólatré í ölæði

Karlmaður á þrítugsaldri gerði sér lítið fyrir og stal um þriggja metra háu furutré sem stóð ljósum prýtt í miðbæ Akureyrar rétt fyrir klukkan sex í morgun.

Nokkrir fórust þegar hraðbrautargöng hrundu í Japan

Nokkur illa brennd lík hafa fundist í hraðbrautargöngum í Japan en hluti af þeim hrundi saman snemma í morgun. Enn er sjö manns saknað úr göngunum en björgunarsveitir hafa ekki getað komist inn í göngin vegna hættu á frekara hruni í þeim.

Írar vilja breyta löggjöf um fóstureyðingar

Mikill meirihluti Íra eða 85% vill breyta löggjöf landsins um fóstureyðingar þannig að þær séu leyfðar ef líf móðurinn er í hættu eða ef um nauðgun hafi verið að ræða.

Óveður og hálka víða á landinu

Óveður og hálka er víða á landinu. Það er hálka á Hellisheiði og snjóþekja í Þrengslum. Óveður er á Grindavíkurvegi og undir Eyjafjöllum. Óveður er einnig við Hafnarfjall en auður vegur. Það er snjóþekja á Fróðárheiði og Bröttubrekku, að því er segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Enginn slasaðist í tveimur bílveltum

Enginn slasaðist í tveimur bílveltum í gærkvöldi og nótt. Í gærkvöldi valt bifreið á Reykjanesbraut við Álfabakka. Í bifreiðinni voru karl og kona og voru þau voru bæði ölvuð, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni.

Endalok kvöldvökunnar

Þegar rökkva tekur og margar fjölskyldur eiga samverustundir fyrir framan sjónvarpið, er ekki úr vegi að rifja upp hvernig fólk nýtti vetrarkvöldin áður fyrr. Allt fram á síðustu öld lifðu aldagamlir heimilishættir frá því fyrir tíma rafmagnslýsingar og f

Hlakka til að deila út fatapökkum

Steinunn Björgvinsdóttir, oftast kölluð Steina, starfar sem barnaverndarfulltrúi hjá UNICEF í Zaatari-flóttamannabúðunum nyrst í Jórdaníu. Þar hefur veturinn nú gengið í garð með tilheyrandi næturfrosti.

Enn að leita að vondu köllunum

Jón Björgvinsson hefur heimsótt stríðsátakasvæði um allan heim til að flytja þaðan fréttir og myndir fyrir ýmsar sjónvarpsstöðvar og hjálparsamtök. Reglulega sjáum við hann á skjánum í fréttum RÚV, flytjandi fréttir af stríði. Hann segist ekki vera stríðs

Særingarmönnum fjölgað um helming í Mílanó

Kaþólska kirkjan hefur neyðst til að tvöfalda fjölda særingarmanna í Milanó á Ítalíu. Þar að auki hefur kirkjan auglýst sérstakt símanúmer þar sem andsetnir einstaklingar geta haft samband við særingarmenn.

Greiða 300 þúsund í ferðakostnað vegna tæknifrjóvgana

Tæknifrjóvganir eru ekki á færi allra vegna kostnaðar. Þetta segir einn þeirra sem hefur farið í gegnum slíkar meðferðir en ofan á kostnað við meðferðirnar hefur hann þurft að greiða 300 þúsund krónur í ferðakostnað þar sem þau hjónin eru búsett á Akureyri.

Segja framkomu nokkurra einstaklinga í garð Hildar ógeðslega

Femínisti sem kvartaði nýverið undan meiðandi umræðu í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu hefur þurft að sæta hótunum og persónulegum árásum á netinu. Þáttastjórnendurnir segja hegðun nokkurra einstaklinga í hennar garð ógeðslega og hvetja þeir Íslendinga til að taka á slíkri hegðun.

72% landsmanna telja íslenska kvótakerfið betra en í öðrum löndum

Yfir sjötíu prósent landsmanna telja að kvótakerfi fiskveiða á Íslandi sé almennt betra en gerist í öðrum löndum. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem MMR gerði fyrir Landssamband íslenskra útvegsmanna. Hörð átök geisa þessa dagana á Alþingi Íslendinga um skipan sjávarútvegsmála.

Með hausinn af Gretti úti í garði

Fæstir Íslendingar finna fyrir sérstöku návígi við fornsögurnar. Hjá mörgum ábúendum sögufrægra bóla hefur punkturinn hins vegar ekki enn verið settur aftan við sögurnar. Jón Sigurður Eyjólfsson flandraði um sögustaði Grettlu og kom meðal annars við á Bja

Hvað hrundi úr Eldey?

Margrét Blöndal hefur sent frá sér ævisögu Ellyjar Vilhjálms, einnar dáðustu söngkonu þjóðarinnar. Hér er gripið niður á tveimur stöðum í bókinni, sagt frá námsmeynni Elly á Laugarvatni um miðja síðustu öld og síðar þegar áföll dundu yfir.

Sigmundur himinlifandi með kosningarnar

"Þetta var skemmtilegur dagur, mikil stemning. Ég er handviss um að það séu allir mjög kátir með niðurstöðuna. Þeir sem komust ekki á listann eru að sama skapi sáttir og ætla að vinna með okkur í þessu.“

Hassklúbbur í húsnæði McDonalds í Esbjerg

Hassklúbbur er til staðar í húsnæði McDonalds hamborgarakeðjunnar við Torvet í miðbæ Esbjerg í Danmörku. Þar með fer hin ólöglega starfsemi í klúbbnum fram í örfárra metra fjarlægð frá börnum og unglingum í borginni.

Konan í Kaupmannahöfn komin til meðvitundar

Íslenska konan sem féll í Peblingevatnið á Nörrebro í Kaupmannahöfn í nótt er komin til meðvitundar en henni var haldið í öndunarvél á gjörgæsludeild Rigshospitalet eftir að henni var bjargað úr vatninu.

Vísindamenn sefa ótta

Rúm tíu ár eru liðin síðan David Morrison, ein fremsti geimlíffræðingur veraldar, hóf að svara spurningum frá fólki er varða mögulegan heimsendi þann 21. desember næstkomandi.

Verslunin Iceland gaf Lífsspori eina milljón

Forráðamenn matvöruverslunarinnar Iceland færðu í morgun Lífsspori eina milljón króna til styrktar Kvennadeild Landspítalans, í tilefni af opnun nýrrar verslunar Iceland á Fiskislóð í Reykjavík.

Sjá næstu 50 fréttir